Man Utd vildi ekki Potter þar sem hann hafði ekki þjálfað í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 17:45 Graham Potter [lengst til hægri] er nú þjálfari Chelsea en var á blaði hjá Man United tvívegis áður en félagið ákvað að það væri betur sett með aðra menn í brúnni. Shaun Botterill/Getty Images Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn. Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira