Hamingjuvikan framundan: „Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. september 2022 07:01 Alþjóðleg hamingjuvika vinnustaða er í næstu viku. Héðinn Sveinbjörnsson Chief Officer of Happiness hvetur vinnustaði og starfsfólk til að taka þátt. Að vera hamingjusamur í vinnunni margborgar sig: Fyrir fólkið sjálft og vinnustaðina. Vísir/Vilhelm Í næstu viku er International Week of Happiness at work. Vikan hefst mánudaginn 19.september og lýkur 25.september. Þetta þýðir að víðs vegar um heiminn stefna vinnustaðir að því að næsta vika verði ekkert nema tóm hamingja og gleði í vinnunni. Eða hvað? Í dag og á föstudag fjallar Atvinnulífið um þau markmið að fólk upplifi vinnuna sína sem hamingju, gleði og vellíðan. Viltu vera memm í hamingju? Sá sem hefur talað fyrir hamingjuvikunni í næstu viku heitir Héðinn Sveinbjörnsson, sem lengi starfaði sem fjármálastjóri hjá Reykjavíkurborg en starfar í dag sem þjónn á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Héðinn er líka Chief Happiness officer. Sem í raun þýðir hamingjustjóri. Sjálfur hefur Héðinn valið að tala út frá vellíðan á vinnustöðum. Héðinn hefur komið fram í fjölmiðlum og sagt sína sögu. Hvernig námskeið í Danmörku árið 2019 um Happiness at work opnaði augun hans fyrir því að hann væri kominn langt frá því að upplifa sig ánægðan, hamingjusaman, glaðan eða líða vel í vinnunni. Svo mikil áhrif hafði námskeiðið á Héðinn að eiginkonan hans hélt fyrir alvöru að hann væri genginn í einhvern sértrúasöfnuð þegar hann kom heim. Uppnuminn af markmiðum um að verða hamingjusamur og líða vel alla daga. Þótt hann væri að vinna. „Ertu kominn í einhvern költ-hóp?“ spurði eiginkonan áhyggjufull. „Nei,“ svaraði Héðinn. Hann var bara glaður og leið vel og fann að þannig langaði hann að líða áfram. Líka í vinnunni. Á vefsíðunni International Week of Happiness at Work segir meðal annars: „Hamingja í vinnunni borgar sig. Fyrir þig, því þegar að við erum ánægð, erum við heilbrigðari, líflegri, glaðlyndari, félagslega sterkari og gengur betur. En líka fyrir vinnustaðinn sjálfan. Því starfsmenn sem upplifa sig ánægða í vinnunni eru virkari í að taka þátt, afkasta meiru, eiga auðveldari með allt samstarfs og samskipti, sköpunarhæfnin eykst og við erum líklegri til að fá nýjar hugmyndir. Hamingjusamir starfsmenn verða sjaldnar veikari og hjá þeim eru minni líkur á kulnun.“ Frá því að Héðinn tók þá ákvörðun að verða hamingjusamur starfsmaður hefur lífið svo sannarlega breyst hjá honum. Ekki aðeins sagði hann upp stöðu sinni sem fjármálastjóri, með öllum þeim áskorunum sem því fylgir að segja upp öruggum launatekjum, heldur starfar hann núna sem þjónn út á landi, er hamingjusamari starfsmaður en nokkru sinni fyrr og talar fyrir því að fá sem flesta vinnustaði til að taka þátt í næstu viku. Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt. Það er hægt að gera svo margt og ég hvet sem flesta vinnustaði til að virkja gleðina í næstu viku. Stór fyrirtæki gætu jafnvel deilt því með okkur hvað þau eru að gera. Ef einhver fær til dæmis Sóla Hólm í uppistand til sín, hvers vegna ekki að streyma því þannig að fleira starfsfólk geti haft gaman af?“ Hilton, Microsoft, IKEA, Shell, HP og fleiri En hvað gerðist eiginlega hjá Héðni? Og var hann kannski að upplifa eitthvað sem margir aðrir eru að upplifa hjá sjálfum sér? Að vera í öruggri vinnu. Vinna undir miklu álagi. Tankarnir að verða tómir án þess að maður fatti það. Skapsveiflurnar tíðari. Brosin færri. Hvernig kom það til dæmis til að Héðinn yfir höfuð fór á þetta námskeið í Danmörku? „Pétur Arason stóð fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem Alexander Kjerulf var með fyrirlestur um Happiness at work. Ég vissi að það væru svo sem til bækur og alls kyns efni um vellíðan á vinnustöðum en fór á ráðstefnuna, svona aðeins í viðhorfinu: Hvað ætli þetta sé eiginlega?“ En það var strax þá sem Héðinn fann að boðskapur Kjerulfs talaði til sín en Kjerulf þessi er Chief Happiness Officer sjálfur og er einn af leiðandi sérfræðingum í heiminum sem tala fyrir því að fólk sé hamingjusamt í vinnunni. Og að því sé unnið markvisst og stanslaust. Meðal viðskiptavina Kjerulfs eru stór og alþjóðleg fyrirtæki eins og Hilton, Microsoft, Ikea, Shell, HP og fleiri. Að sögn Héðins gerðist ekki mikið hjá honum sjálfum fyrst eftir ráðstefnuna. En árið 2019 sá hann auglýsingu um að Kjerulf yrði með fjögurra daga námskeið í Danmörku. „Og þá hugsaði ég bara: It‘s now or never!“ segir Héðinn og bætir við: „Þannig að ég fékk styrk undir hatti endurmenntunar og skellti mér út. Við vorum átján á þessu námskeiði og erum hópur sem erum enn mikið að tala saman. Það hreinlega myndaðist eitthvað og ég vissi hreinlega eftir þessa ferð að þetta væri það sem mig langaði til að gera: Að stuðla að því að fólki liði vel í vinnunni og væri hamingjusamt.“ Það tók Héðinn nokkuð langan tíma að átta sig á því að hann var kominn á ystu nöfn. Sem fjármálastjóri hjá Reykjavík var hann hættur að upplifa gleði, ánægju og vellíðan á vinnustaðnum og hreinlega langaði að æla yfir excelskjölunum. Héðinn sér ekki eftir því að hafa tekið U-beygju í lífinu því það að líða vel sé svo margfalt þess virði.Vísir/Vilhelm Langaði að æla yfir excel Héðinn segir það auðvitað spila inn í að þegar þetta var, var hann löngu búinn að tapa gleðinni í starfinu sínu. Oft hafði hann líka verið í spennu og ótta. Eins og til dæmis þegar tilkynnt var um að öllum á Frístundamiðstöð yrði sagt upp árið 2016 vegna sameiningar borgarinnar á tveimur frístundarmiðstöðvum. Þar sem eftir stæðu átta starfsmenn en fjögur stöðugildi. „Og þá hugsaði ég með mér: Já, já. Er ég sem sagt að fara að berjast um starfið mitt við einhvern tuttugu og eitthvað ára gamlan sem var eins árs þegar ég byrjaði í þessum geira!“ Héðinn hlær þegar hann rifjar þetta upp og bætir við að viðkomandi starfsmaður hafi reyndar verið mjög flottur og hæfur einstaklingur. Hann sé fyrst og fremst að lýsa því hvernig honum leið að vera 48 ára gamall í öruggri stöðu, en upplifa allt í einu þann ótta að vera að missa starfið og það til einhvers sem í alvörunni var bara eins árs þegar Héðinn byrjaði hjá Reykjavíkurborg. Sem betur fer, reyndust fyrirhugaðar breytingar hjá borginni ekki raunhæfar og því fór sem fór að Héðinn hélt bara áfram í sínu starfi. Mjög þjónustulundaður og einn þeirra sem á erfitt með að segja Nei. Verkefnin hlóðust upp. Álagið var viðvarandi. En gleðin horfin. Ég er ekki alvörugefin manneskja að eðlisfari. En ég get alveg viðurkennt það að undir það síðasta langaði mig að fara að æla þegar að ég átti að kafa ofan í enn eitt excelskjalið. Starfið var ekki að gefa mér neina gleði.“ Héðinn segist hafa verið kominn á ystu nöf andlega og líkamlega. „Sem betur fer kenndi Ragnheiður Guðfinna mér hvernig einkenni streitu eru og hverjar afleiðingarnar af viðvarandi streitu geta verið. Um tíma fór ég líka á lyf, fór að líða betur og man alltaf eftir því þegar fyrrum samstarfskona mín sagði við mig; Æi hvað það er nú gott að fá gamla Héðinn aftur.“ Fór svo að eftir að Héðinn kom frá Danmörku tók hann ákvörðun upp að segja upp hjá Reykjavíkurborg og feta sig áfram þann veg að vera Chief Officer of Happiness. „Svona ákvörðun er samt tekin formlega í hjónabandi,“ segir Héðinn sem er þakklátur fyrir það að konan hans hafi þó stutt hann í öllu ferlinu alveg frá byrjun. Því auðvitað hefur þetta þýtt rosalega miklar breytingar. „Ég meina allt í einu er maður ekkert í þeirri stöðu lengur að fá örugg laun útborguð um hver mánaðarmót. Og ég var að segja upp þarna rétt fyrir heimsfaraldur. Við gengum því á sparnaðinn okkar um tíma en það var líka tímabil þar sem ég fór á atvinnuleysisbætur.“ Héðinn viðurkennir að það hafi verið rosalega stór biti að kyngja því. „Það er þetta stolt. Og þú veist: Mamma og pabbi og vinir og vandamenn. Hvað hugsa þau? Var ég bara orðinn einhver aumingi?“ segir Héðinn en bætir við að sem betur fer hafi skynsemin tekið völdin og hann skráð sig á bæturnar. Enda búinn að greiða í sjóði atvinnuleysistrygginga í áratugi. „Enda snýst þetta ekki um að vera greiðslur sem ölmuna. Atvinnuleysisbætur snúast bara um að þú getir lifað af.“ Héðinn segir það vissulega hafa verið viðbrigði að hætta í öruggu starfi með öruggar tekjur. En peningar koma og fara en það að líða vel og upplifa hamingju og vellíðan, líka í vinnunni, sé svo margfalt þess virði. Héðinn gerir sér vonir um að smátt og smátt byggi hann upp starfsframann sem Hamingjustjóri þótt auðvitað muni það þurfa að koma í ljós, hvernig málin þróist.Vísir/Vilhelm En hvernig er staðan í dag? „Núna er ég fyrir vestan alsæll og hugsa þetta bara þannig að maður vinnur í þessari vertíð sem nú er fyrir veitingahúsin. Og ég hlakka bara til að sjá hvað er framundan. Ég geri mér vonir um að mitt framlag í umræðuna opni augun hjá sem flestum hversu mikilvægt það er að fólk sé ánægt, líði vel og upplifi hamingju í vinnunni sinni. Og við eigum líka öll að vera dugleg að spyrja okkur: Hvað er það í raun sem við viljum?“ Héðinn segir margt gott gert víða í fyrirtækjum. Nefnir CCP, DHL og Advania sem dæmi. „Mannauðsmálin geta samt verið svolítið ólík á milli vinnustaða. Stundum er starfsmannahaldið hluti af framkvæmdastjórn en stundum tilheyrir það einhverju öðru sviði og er þá þar undir. Mér fannst þetta oft hvimleitt hjá borginni og finnst það einmitt svo æðislegt hér á Bjargarsteini hvað allar boðleiðir eru stuttar.“ Héðinn segir sína vegferð auðvitað bara rétt að byrja. En hann hefur trú á að það markmið sitt að vera Hamingjustjóri sé eitthvað sem fyrirtæki muni smátt og smátt læra að nýta sér. Í dag sé staðan þannig að hann hvetji sem flesta vinnustaði og starfsfólk til að taka þátt í hamingjuvikunni í næstu viku. Síðar meir sjái hann kannski meira fyrir sér að koma að viðburðum eða einverju þessu tengt sjálfur. Mér finnst þetta allt saman áhugavert lærdómsferli að vera að fara í gegnum. Mín vegferð er bara rétt að byrja og ég veit ekkert alveg hversu hratt mál þróast. Ég veit bara að peningarnir enda alltaf með að koma einhvers staðar frá og þótt margir velji það frekar að vera öryggisfíklar, er ég ánægður með að hafa fylgt minni sannfæringu eftir. Vissulega er ég að ögra mér en mér líður miklu betur og það er það sem skiptir svo miklu máli.“ Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Bjóða starfsfólki svefnráðgjöf og skoða hagræðingar á vinnutíma Svefnráðgjöf, námskeið og fleira er liður í innleiðingu Samkaupa á svefnstjórnun til að auka á vellíðan starfsfólks. 5. maí 2022 07:01 Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Þetta þýðir að víðs vegar um heiminn stefna vinnustaðir að því að næsta vika verði ekkert nema tóm hamingja og gleði í vinnunni. Eða hvað? Í dag og á föstudag fjallar Atvinnulífið um þau markmið að fólk upplifi vinnuna sína sem hamingju, gleði og vellíðan. Viltu vera memm í hamingju? Sá sem hefur talað fyrir hamingjuvikunni í næstu viku heitir Héðinn Sveinbjörnsson, sem lengi starfaði sem fjármálastjóri hjá Reykjavíkurborg en starfar í dag sem þjónn á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Héðinn er líka Chief Happiness officer. Sem í raun þýðir hamingjustjóri. Sjálfur hefur Héðinn valið að tala út frá vellíðan á vinnustöðum. Héðinn hefur komið fram í fjölmiðlum og sagt sína sögu. Hvernig námskeið í Danmörku árið 2019 um Happiness at work opnaði augun hans fyrir því að hann væri kominn langt frá því að upplifa sig ánægðan, hamingjusaman, glaðan eða líða vel í vinnunni. Svo mikil áhrif hafði námskeiðið á Héðinn að eiginkonan hans hélt fyrir alvöru að hann væri genginn í einhvern sértrúasöfnuð þegar hann kom heim. Uppnuminn af markmiðum um að verða hamingjusamur og líða vel alla daga. Þótt hann væri að vinna. „Ertu kominn í einhvern költ-hóp?“ spurði eiginkonan áhyggjufull. „Nei,“ svaraði Héðinn. Hann var bara glaður og leið vel og fann að þannig langaði hann að líða áfram. Líka í vinnunni. Á vefsíðunni International Week of Happiness at Work segir meðal annars: „Hamingja í vinnunni borgar sig. Fyrir þig, því þegar að við erum ánægð, erum við heilbrigðari, líflegri, glaðlyndari, félagslega sterkari og gengur betur. En líka fyrir vinnustaðinn sjálfan. Því starfsmenn sem upplifa sig ánægða í vinnunni eru virkari í að taka þátt, afkasta meiru, eiga auðveldari með allt samstarfs og samskipti, sköpunarhæfnin eykst og við erum líklegri til að fá nýjar hugmyndir. Hamingjusamir starfsmenn verða sjaldnar veikari og hjá þeim eru minni líkur á kulnun.“ Frá því að Héðinn tók þá ákvörðun að verða hamingjusamur starfsmaður hefur lífið svo sannarlega breyst hjá honum. Ekki aðeins sagði hann upp stöðu sinni sem fjármálastjóri, með öllum þeim áskorunum sem því fylgir að segja upp öruggum launatekjum, heldur starfar hann núna sem þjónn út á landi, er hamingjusamari starfsmaður en nokkru sinni fyrr og talar fyrir því að fá sem flesta vinnustaði til að taka þátt í næstu viku. Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt. Það er hægt að gera svo margt og ég hvet sem flesta vinnustaði til að virkja gleðina í næstu viku. Stór fyrirtæki gætu jafnvel deilt því með okkur hvað þau eru að gera. Ef einhver fær til dæmis Sóla Hólm í uppistand til sín, hvers vegna ekki að streyma því þannig að fleira starfsfólk geti haft gaman af?“ Hilton, Microsoft, IKEA, Shell, HP og fleiri En hvað gerðist eiginlega hjá Héðni? Og var hann kannski að upplifa eitthvað sem margir aðrir eru að upplifa hjá sjálfum sér? Að vera í öruggri vinnu. Vinna undir miklu álagi. Tankarnir að verða tómir án þess að maður fatti það. Skapsveiflurnar tíðari. Brosin færri. Hvernig kom það til dæmis til að Héðinn yfir höfuð fór á þetta námskeið í Danmörku? „Pétur Arason stóð fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem Alexander Kjerulf var með fyrirlestur um Happiness at work. Ég vissi að það væru svo sem til bækur og alls kyns efni um vellíðan á vinnustöðum en fór á ráðstefnuna, svona aðeins í viðhorfinu: Hvað ætli þetta sé eiginlega?“ En það var strax þá sem Héðinn fann að boðskapur Kjerulfs talaði til sín en Kjerulf þessi er Chief Happiness Officer sjálfur og er einn af leiðandi sérfræðingum í heiminum sem tala fyrir því að fólk sé hamingjusamt í vinnunni. Og að því sé unnið markvisst og stanslaust. Meðal viðskiptavina Kjerulfs eru stór og alþjóðleg fyrirtæki eins og Hilton, Microsoft, Ikea, Shell, HP og fleiri. Að sögn Héðins gerðist ekki mikið hjá honum sjálfum fyrst eftir ráðstefnuna. En árið 2019 sá hann auglýsingu um að Kjerulf yrði með fjögurra daga námskeið í Danmörku. „Og þá hugsaði ég bara: It‘s now or never!“ segir Héðinn og bætir við: „Þannig að ég fékk styrk undir hatti endurmenntunar og skellti mér út. Við vorum átján á þessu námskeiði og erum hópur sem erum enn mikið að tala saman. Það hreinlega myndaðist eitthvað og ég vissi hreinlega eftir þessa ferð að þetta væri það sem mig langaði til að gera: Að stuðla að því að fólki liði vel í vinnunni og væri hamingjusamt.“ Það tók Héðinn nokkuð langan tíma að átta sig á því að hann var kominn á ystu nöfn. Sem fjármálastjóri hjá Reykjavík var hann hættur að upplifa gleði, ánægju og vellíðan á vinnustaðnum og hreinlega langaði að æla yfir excelskjölunum. Héðinn sér ekki eftir því að hafa tekið U-beygju í lífinu því það að líða vel sé svo margfalt þess virði.Vísir/Vilhelm Langaði að æla yfir excel Héðinn segir það auðvitað spila inn í að þegar þetta var, var hann löngu búinn að tapa gleðinni í starfinu sínu. Oft hafði hann líka verið í spennu og ótta. Eins og til dæmis þegar tilkynnt var um að öllum á Frístundamiðstöð yrði sagt upp árið 2016 vegna sameiningar borgarinnar á tveimur frístundarmiðstöðvum. Þar sem eftir stæðu átta starfsmenn en fjögur stöðugildi. „Og þá hugsaði ég með mér: Já, já. Er ég sem sagt að fara að berjast um starfið mitt við einhvern tuttugu og eitthvað ára gamlan sem var eins árs þegar ég byrjaði í þessum geira!“ Héðinn hlær þegar hann rifjar þetta upp og bætir við að viðkomandi starfsmaður hafi reyndar verið mjög flottur og hæfur einstaklingur. Hann sé fyrst og fremst að lýsa því hvernig honum leið að vera 48 ára gamall í öruggri stöðu, en upplifa allt í einu þann ótta að vera að missa starfið og það til einhvers sem í alvörunni var bara eins árs þegar Héðinn byrjaði hjá Reykjavíkurborg. Sem betur fer, reyndust fyrirhugaðar breytingar hjá borginni ekki raunhæfar og því fór sem fór að Héðinn hélt bara áfram í sínu starfi. Mjög þjónustulundaður og einn þeirra sem á erfitt með að segja Nei. Verkefnin hlóðust upp. Álagið var viðvarandi. En gleðin horfin. Ég er ekki alvörugefin manneskja að eðlisfari. En ég get alveg viðurkennt það að undir það síðasta langaði mig að fara að æla þegar að ég átti að kafa ofan í enn eitt excelskjalið. Starfið var ekki að gefa mér neina gleði.“ Héðinn segist hafa verið kominn á ystu nöf andlega og líkamlega. „Sem betur fer kenndi Ragnheiður Guðfinna mér hvernig einkenni streitu eru og hverjar afleiðingarnar af viðvarandi streitu geta verið. Um tíma fór ég líka á lyf, fór að líða betur og man alltaf eftir því þegar fyrrum samstarfskona mín sagði við mig; Æi hvað það er nú gott að fá gamla Héðinn aftur.“ Fór svo að eftir að Héðinn kom frá Danmörku tók hann ákvörðun upp að segja upp hjá Reykjavíkurborg og feta sig áfram þann veg að vera Chief Officer of Happiness. „Svona ákvörðun er samt tekin formlega í hjónabandi,“ segir Héðinn sem er þakklátur fyrir það að konan hans hafi þó stutt hann í öllu ferlinu alveg frá byrjun. Því auðvitað hefur þetta þýtt rosalega miklar breytingar. „Ég meina allt í einu er maður ekkert í þeirri stöðu lengur að fá örugg laun útborguð um hver mánaðarmót. Og ég var að segja upp þarna rétt fyrir heimsfaraldur. Við gengum því á sparnaðinn okkar um tíma en það var líka tímabil þar sem ég fór á atvinnuleysisbætur.“ Héðinn viðurkennir að það hafi verið rosalega stór biti að kyngja því. „Það er þetta stolt. Og þú veist: Mamma og pabbi og vinir og vandamenn. Hvað hugsa þau? Var ég bara orðinn einhver aumingi?“ segir Héðinn en bætir við að sem betur fer hafi skynsemin tekið völdin og hann skráð sig á bæturnar. Enda búinn að greiða í sjóði atvinnuleysistrygginga í áratugi. „Enda snýst þetta ekki um að vera greiðslur sem ölmuna. Atvinnuleysisbætur snúast bara um að þú getir lifað af.“ Héðinn segir það vissulega hafa verið viðbrigði að hætta í öruggu starfi með öruggar tekjur. En peningar koma og fara en það að líða vel og upplifa hamingju og vellíðan, líka í vinnunni, sé svo margfalt þess virði. Héðinn gerir sér vonir um að smátt og smátt byggi hann upp starfsframann sem Hamingjustjóri þótt auðvitað muni það þurfa að koma í ljós, hvernig málin þróist.Vísir/Vilhelm En hvernig er staðan í dag? „Núna er ég fyrir vestan alsæll og hugsa þetta bara þannig að maður vinnur í þessari vertíð sem nú er fyrir veitingahúsin. Og ég hlakka bara til að sjá hvað er framundan. Ég geri mér vonir um að mitt framlag í umræðuna opni augun hjá sem flestum hversu mikilvægt það er að fólk sé ánægt, líði vel og upplifi hamingju í vinnunni sinni. Og við eigum líka öll að vera dugleg að spyrja okkur: Hvað er það í raun sem við viljum?“ Héðinn segir margt gott gert víða í fyrirtækjum. Nefnir CCP, DHL og Advania sem dæmi. „Mannauðsmálin geta samt verið svolítið ólík á milli vinnustaða. Stundum er starfsmannahaldið hluti af framkvæmdastjórn en stundum tilheyrir það einhverju öðru sviði og er þá þar undir. Mér fannst þetta oft hvimleitt hjá borginni og finnst það einmitt svo æðislegt hér á Bjargarsteini hvað allar boðleiðir eru stuttar.“ Héðinn segir sína vegferð auðvitað bara rétt að byrja. En hann hefur trú á að það markmið sitt að vera Hamingjustjóri sé eitthvað sem fyrirtæki muni smátt og smátt læra að nýta sér. Í dag sé staðan þannig að hann hvetji sem flesta vinnustaði og starfsfólk til að taka þátt í hamingjuvikunni í næstu viku. Síðar meir sjái hann kannski meira fyrir sér að koma að viðburðum eða einverju þessu tengt sjálfur. Mér finnst þetta allt saman áhugavert lærdómsferli að vera að fara í gegnum. Mín vegferð er bara rétt að byrja og ég veit ekkert alveg hversu hratt mál þróast. Ég veit bara að peningarnir enda alltaf með að koma einhvers staðar frá og þótt margir velji það frekar að vera öryggisfíklar, er ég ánægður með að hafa fylgt minni sannfæringu eftir. Vissulega er ég að ögra mér en mér líður miklu betur og það er það sem skiptir svo miklu máli.“
Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Bjóða starfsfólki svefnráðgjöf og skoða hagræðingar á vinnutíma Svefnráðgjöf, námskeið og fleira er liður í innleiðingu Samkaupa á svefnstjórnun til að auka á vellíðan starfsfólks. 5. maí 2022 07:01 Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01
Bjóða starfsfólki svefnráðgjöf og skoða hagræðingar á vinnutíma Svefnráðgjöf, námskeið og fleira er liður í innleiðingu Samkaupa á svefnstjórnun til að auka á vellíðan starfsfólks. 5. maí 2022 07:01
Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00