Telja að systrum hafi verið nauðgað áður en þær voru hengdar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 09:35 Fjölskylda stúlknanna segir að þeim hafi verið rænt, nauðgað og svo myrtar. Getty/Sunil Ghosh Lögreglan í indverska héraðinu Uttar Pradesh telur að systrum á unglingsaldri, sem fundust hengdar í tré, hafi verið nauðgað áður en þær voru myrtar. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Lík systranna tveggja fundust síðdegis í gær á Lakhimpur svæðinu í gær. Lögregla hóf rannsókn eftir að fjölskylda systranna hélt því fram að þeim hafi verið rænt og nauðgað. Þá hafa lík þeirra verið send til krufningar. Systurnar, sem hvorug var orðin átján ára gömul, voru hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt indverska stéttakerfisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarin réttindi verður fólk af stéttinni oft fyrir ofbeldi og fordómum og konur úr Dalitstétt eru oft taldar líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar. #LakhimpurCase-IG range is present at the spot. Post-mortem will be done by a panel of expert Doctors under videography.Field unit & Dog squad will collect all forensic evidences to ensure a scientific & impartial investigation.The accused shall be brought to book soon.ADG LO https://t.co/mg0vkHsXOE— UP POLICE (@Uppolice) September 14, 2022 Lögreglan hefur haldið því fram að stúlkurnar hafi þekkt árásarmenn sína en fjölskyldan neitar því. Haft er eftir móður stúlknanna í staðarmiðlum að stúlkunum hafi verið rænt af mönnum á mótorhjólum og að þegar hún hafi reynt að stöðva þá hafi þeir gengið í skrokk á henni. Fjölskyldan hafi farið að leita stúlknanna og loks fundið þær hengdar í tré. Sanjeev Suman, lögreglustjóri á svæðinu, sagði að stúlkurnar hafi verið færðar á sykurreirsakur þar sem þeim hafi verið nauðgað og þær kyrktar. Í kjölfarið hafi mennirnir hengt stúlkurnar í trénu til þess að villa um fyrir lögreglu og láta dauða stúlknanna líta út sem sjálfsvíg. Fjölskyldan mótmælti lögreglu Að sögn lögreglu var einn hinna grunuðu handtekinn eftir að til skotbardaga kom milli hans og lögreglu þegar hann reyndi að flýja. Breska ríkisútvarpið hefur eftir staðarmiðlum að lögregla hafi mætt nokkurri mótstöðu þegar hún fór að heimili fjölskyldunnar í gærkvöldi. Fjöldi nágranna hafi verið saman kominn til stuðnings fjölskyldunni á heimili hennar til að mótmæla lögreglunni. Dalit-samfélagið er sagt treysta lögreglu mjög illa vegna illrar meðferðar hennar á fólki innan stéttarinnar. Fjöldi mála hefur komið upp er varða meðlimi Dalit-stéttarinnar, þar sem lögregla er sögð hafa staðið sig illa í rannsókn mála. Til dæmis er tekin hópnauðgun og orð á nítján ára gamalli Dalit-konu árið 2020 þar sem lögregla var gagnrýnd harðlega. Fjölskylda konunnar heldur því fram að lík konunnar hafi verið brennt án samþykkis fjölskyldunnar og án þess að hún fengi tækifæri til að kveðja hana. Indland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Lík systranna tveggja fundust síðdegis í gær á Lakhimpur svæðinu í gær. Lögregla hóf rannsókn eftir að fjölskylda systranna hélt því fram að þeim hafi verið rænt og nauðgað. Þá hafa lík þeirra verið send til krufningar. Systurnar, sem hvorug var orðin átján ára gömul, voru hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt indverska stéttakerfisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarin réttindi verður fólk af stéttinni oft fyrir ofbeldi og fordómum og konur úr Dalitstétt eru oft taldar líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar. #LakhimpurCase-IG range is present at the spot. Post-mortem will be done by a panel of expert Doctors under videography.Field unit & Dog squad will collect all forensic evidences to ensure a scientific & impartial investigation.The accused shall be brought to book soon.ADG LO https://t.co/mg0vkHsXOE— UP POLICE (@Uppolice) September 14, 2022 Lögreglan hefur haldið því fram að stúlkurnar hafi þekkt árásarmenn sína en fjölskyldan neitar því. Haft er eftir móður stúlknanna í staðarmiðlum að stúlkunum hafi verið rænt af mönnum á mótorhjólum og að þegar hún hafi reynt að stöðva þá hafi þeir gengið í skrokk á henni. Fjölskyldan hafi farið að leita stúlknanna og loks fundið þær hengdar í tré. Sanjeev Suman, lögreglustjóri á svæðinu, sagði að stúlkurnar hafi verið færðar á sykurreirsakur þar sem þeim hafi verið nauðgað og þær kyrktar. Í kjölfarið hafi mennirnir hengt stúlkurnar í trénu til þess að villa um fyrir lögreglu og láta dauða stúlknanna líta út sem sjálfsvíg. Fjölskyldan mótmælti lögreglu Að sögn lögreglu var einn hinna grunuðu handtekinn eftir að til skotbardaga kom milli hans og lögreglu þegar hann reyndi að flýja. Breska ríkisútvarpið hefur eftir staðarmiðlum að lögregla hafi mætt nokkurri mótstöðu þegar hún fór að heimili fjölskyldunnar í gærkvöldi. Fjöldi nágranna hafi verið saman kominn til stuðnings fjölskyldunni á heimili hennar til að mótmæla lögreglunni. Dalit-samfélagið er sagt treysta lögreglu mjög illa vegna illrar meðferðar hennar á fólki innan stéttarinnar. Fjöldi mála hefur komið upp er varða meðlimi Dalit-stéttarinnar, þar sem lögregla er sögð hafa staðið sig illa í rannsókn mála. Til dæmis er tekin hópnauðgun og orð á nítján ára gamalli Dalit-konu árið 2020 þar sem lögregla var gagnrýnd harðlega. Fjölskylda konunnar heldur því fram að lík konunnar hafi verið brennt án samþykkis fjölskyldunnar og án þess að hún fengi tækifæri til að kveðja hana.
Indland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04