Lífið

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify

Elísabet Hanna skrifar
Fyrstu plöturnar eru komnar á Spotify.
Fyrstu plöturnar eru komnar á Spotify. Skjáskot/Instagram

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október.

Plöturnar: Jóhanna Guðrún, Ég sjálf, Jól með Jóhönnu Guðrúnu og Butterflies and Elvis eru plöturnar sem um ræðir. Fyrsta platan kom út árið 2000.

Platan Butterflies and Elvis kom út þegar hún varð átján ára, árið 2008. Ári síðar keppti hún fyrir hönd Íslands í Eurovision þar sem hún flutti lagið „Is it true?“ og náði einum besta árangri okkar Íslendinga. Það gerði hún með því að enda í öðru sæti í keppninni.

Lengi legið fyrir 

Í samtali við Vísi segir Jóhanna Guðrún að það hafi lengi legið fyrir að koma efninu inn á streymisveituna. „Þetta hafði í rauninni hefur ekkert með mig að gera því ég á ekki réttinn á þessu. María Björk og Hljóðsmiðjan eiga þetta og það hefur alltaf verið vilji frá þeirra hendi að setja þetta inn,“ segir hún. 

„Við vorum ekkert að spá í þessu fyrr en ég byrjaði að fá skilaboð á Instagram að óska eftir þessu og þá fór ég að ýta á þetta,“ segir hún. „Það er líka gaman fyrir mig sjálfa að hlusta á þetta.“ Jóhanna Guðrún bætir því við að sá aldurshópur sem ólst upp við þessi lög eru mörg hver í barneignum í dag. Að þeim finnist gaman að geta hlustað á lögin, úr sinni æsku, með börnunum sínum.

Góð viðbrögð

Jóhanna Guðrún segist sjálf hafa fengið mikil og góð viðbrögð við útgáfunni í gegnum sína persónulegu samfélagsmiðla. Netverjar hafa einnig lýst yfir mikilli gleði opinberlega og sagði raunveruleikastjarnan Binni Glee meðal annars: „Omg loksins komið á Spotify.“

@emblahalldors JG að hjalpa mer i gegnum ástarsorg 2009 hann svaraði ekki heimasímanum í 2 daga #mundumig #firstbrakeup #youknowifyouknow Mundu mig - Jóhanna Guðrún & Páll Rósinkrans
Binni Glee virðist upplifa nostalgíu við það að hlusta á plötuna.Skjáskot/Instagram
Helgi Ómars er ánægður með viðbótina á Spotify.Skjáskot/Instagram


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×