Linda sýndi frá brúðkaupinu í nýju myndbandi sem hún deildi á samfélagsmiðlum.
„Draumadagur lífs míns,“ skrifaði brúðurinn með myndbandinu. Brúðkaupið fór fram á stóru sveitasetri í Tuscani á talíu.
Nánustu aðstandendur brúðhjónanna flugu út til Ítalíu til þess að taka þátt í stóra deginum. Hvít blóm og kerti skreyttu langborð brúðkaupsgesta. Katrín Sif Jónsdóttir hárgreiðslukona Lindu flaug út með þeim og greiddi brúðinni fyrir athöfnina.
Parið hefur verið saman í þrettán ár en trúlofuðu sig í Frakklandi fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum þar sem þau byggðu saman einbýlishús.