Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2022 11:53 Gunnar Helgason rithöfundur vonast til þess að sjá aðra rithöfunda og útgefendu á Fundi fólksins þar sem krakkar á aldrinum 9-12 ára ætla að segja fullorðnum hvað þau vilji lesa í raun og veru. Forlagið Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi. Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er formlega sett, og nú í sjöunda skiptið. Viðburðadagskrá er í Norræna húsinu og Grósku en fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Tilgangur hans er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals á milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagsamtaka. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi en Pála Hallgrímsdóttir, einn af skipuleggjendum, segir að það sé líka mikilvægt að mæta og láta til sín taka í samfélagsumræðunni. „Með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu. Þarna verða stjórnmálamenn sem oft getur verið erfitt að nálgast ella.“ Fundinum lýkur svo á morgun með stæl en Bergið headspace stendur fyrir lokatónleikum Fundar fólksins þar sem Stjórnin og Birnir ætla að troða upp. „Það ætla að labba frá Berginu og vera með skrúðgöngu. Vonandi munu mörg hundruð ungmenni ganga frá berginu og upp í Norræna húsið og enda á tónleikum,“ segir Pála Hallgrímsdóttir. Læsi barna verður í brennidepli nú í upphafi hátíðarinnar. Rithöfundurinn Gunnar Helgason mun stýra pallborðsumræðum með krökkum á aldrinum 9-12 ára. Þeir eru nær óteljandi, fréttatímarnir, þar sem fullorðnir láta í ljós áhyggjur sínar af læsi barna en kannski að krakkarnir sjálfir séu með lausnirnar? „Krakkarnir sjálfir ætla að segja okkur hvað þau vilja lesa og vonandi segja þau okkur hvers vegna þau hætta síðan að lesa. Þetta er lítið skref í átt að því að finna lausn og að láta þau lesa lengur í lífinu en svona um 12 ára aldurinn þá er hætta á að Tik Tok taki yfir og ýmisleg önnur afþreying.“ Það stóð ekki á svörum hjá krökkunum þegar Gunnar Helgason spurði hvað þeir vildu helst lesa.Skáskot, fundur fólksins En þegar krakkarnir tala þá er líka mikilvægt að hin fullorðnu hlusti. „Ég vonast til þess að það verði þarna svolítið af rithöfundum og útgefendum sem heyri hvað krakkarnir hafa fram að færa,“ segir Gunnar Helgason, vongóður. Fundur fólksins Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er formlega sett, og nú í sjöunda skiptið. Viðburðadagskrá er í Norræna húsinu og Grósku en fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Tilgangur hans er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals á milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagsamtaka. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi en Pála Hallgrímsdóttir, einn af skipuleggjendum, segir að það sé líka mikilvægt að mæta og láta til sín taka í samfélagsumræðunni. „Með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu. Þarna verða stjórnmálamenn sem oft getur verið erfitt að nálgast ella.“ Fundinum lýkur svo á morgun með stæl en Bergið headspace stendur fyrir lokatónleikum Fundar fólksins þar sem Stjórnin og Birnir ætla að troða upp. „Það ætla að labba frá Berginu og vera með skrúðgöngu. Vonandi munu mörg hundruð ungmenni ganga frá berginu og upp í Norræna húsið og enda á tónleikum,“ segir Pála Hallgrímsdóttir. Læsi barna verður í brennidepli nú í upphafi hátíðarinnar. Rithöfundurinn Gunnar Helgason mun stýra pallborðsumræðum með krökkum á aldrinum 9-12 ára. Þeir eru nær óteljandi, fréttatímarnir, þar sem fullorðnir láta í ljós áhyggjur sínar af læsi barna en kannski að krakkarnir sjálfir séu með lausnirnar? „Krakkarnir sjálfir ætla að segja okkur hvað þau vilja lesa og vonandi segja þau okkur hvers vegna þau hætta síðan að lesa. Þetta er lítið skref í átt að því að finna lausn og að láta þau lesa lengur í lífinu en svona um 12 ára aldurinn þá er hætta á að Tik Tok taki yfir og ýmisleg önnur afþreying.“ Það stóð ekki á svörum hjá krökkunum þegar Gunnar Helgason spurði hvað þeir vildu helst lesa.Skáskot, fundur fólksins En þegar krakkarnir tala þá er líka mikilvægt að hin fullorðnu hlusti. „Ég vonast til þess að það verði þarna svolítið af rithöfundum og útgefendum sem heyri hvað krakkarnir hafa fram að færa,“ segir Gunnar Helgason, vongóður.
Fundur fólksins Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00