Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. september 2022 18:01 Lars Findsen, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins. Liselotte Sabroe/EPA-EFE Fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins hefur verið ákærður fyrir að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum. Málið er talið einstakt í danskri réttarsögu. Rekinn og handtekinn Lars Findsen var vikið frá störfum fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem lúta að samstarfi danskra stjórnvalda við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina, NSA. Samstarfið snýst um víðtækt eftirlit NSA með dönskum stofnunum og fyrirtækjum og nær aftur til 10. áratugarins. Hann var handtekinn með látum á Kastrup-flugvelli í desember í fyrra og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var síðan sleppt, en rannsókn haldið áfram og hann hefur alla tíð haft réttarstöðu grunaðs. Honum var svo birt ákæra í 6 liðum á föstudag. Fylgst með hverri hreyfingu Findsens í tvö ár Ákæran snýst um samtöl Findsens við tvo blaðamenn og fjóra fjölskyldumeðlimi hans. Í þau tvö ár sem rannsóknin hefur staðið yfir hefur verið fylgst með hverri hreyfingu Findsens, og heimili hans og sumarhús hafa verið hleruð. Rannsókn málsins sætt nokkurri gagnrýni. Fullyrt er að danska leyniþjónustan hafi fundað með fjölda stjórnmálamanna í ferlinu og þar miðlað upplýsingum um Findsen sem í raun komi málinu ekkert við. Til að mynda hafi forstjóri leyniþjónustunnar, Finn Borch Andersen, greint nokkrum stjórnmálaleiðtogum frá kynlífi Findsens í talsverðum smáatriðum, en leyniþjónustan hlustaði á það, eins og allt annað í daglegu lífi Findsens, mánuðum saman. Mikil áhöld eru um alvarleika málsins í Danmörku og telja sumir lögspekingar sem fjölmiðlar hafa rætt við að ákæran byggi á næfurþunnum grunni. Danskir fjölmiðlar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Danmerkur sem yfirmaður innan leyniþjónustunnar sé ákærður fyrir brot á einni alvarlegustu grein danskra hegningarlaga. Segir ásakanirnar sturlaðar Findsen sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að ásakanirnar og núna ákærurnar á hendur honum séu hreinlega sturlaðar og hafnar þeim alfarið. Findsen hefur verið lykilmaður í dönsku leyniþjónustunni í tvo áratugi, hann hefur verið forstjóri dönsku leyniþjónustunnar, leyniþjónustu hersins og ráðuneytisstjóri í danska varnarmálaráðuneytinu. Þá hefur hann verið fastur meðlimur í þjóðaröryggisráði ríkisstjórnarinnar. Líklegt er talið að réttarhöldin yfir Findsen fari fram fyrir luktum dyrum og að ekkert af dómsskjölunum verði gert opinbert almenningi. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Rekinn og handtekinn Lars Findsen var vikið frá störfum fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem lúta að samstarfi danskra stjórnvalda við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina, NSA. Samstarfið snýst um víðtækt eftirlit NSA með dönskum stofnunum og fyrirtækjum og nær aftur til 10. áratugarins. Hann var handtekinn með látum á Kastrup-flugvelli í desember í fyrra og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var síðan sleppt, en rannsókn haldið áfram og hann hefur alla tíð haft réttarstöðu grunaðs. Honum var svo birt ákæra í 6 liðum á föstudag. Fylgst með hverri hreyfingu Findsens í tvö ár Ákæran snýst um samtöl Findsens við tvo blaðamenn og fjóra fjölskyldumeðlimi hans. Í þau tvö ár sem rannsóknin hefur staðið yfir hefur verið fylgst með hverri hreyfingu Findsens, og heimili hans og sumarhús hafa verið hleruð. Rannsókn málsins sætt nokkurri gagnrýni. Fullyrt er að danska leyniþjónustan hafi fundað með fjölda stjórnmálamanna í ferlinu og þar miðlað upplýsingum um Findsen sem í raun komi málinu ekkert við. Til að mynda hafi forstjóri leyniþjónustunnar, Finn Borch Andersen, greint nokkrum stjórnmálaleiðtogum frá kynlífi Findsens í talsverðum smáatriðum, en leyniþjónustan hlustaði á það, eins og allt annað í daglegu lífi Findsens, mánuðum saman. Mikil áhöld eru um alvarleika málsins í Danmörku og telja sumir lögspekingar sem fjölmiðlar hafa rætt við að ákæran byggi á næfurþunnum grunni. Danskir fjölmiðlar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Danmerkur sem yfirmaður innan leyniþjónustunnar sé ákærður fyrir brot á einni alvarlegustu grein danskra hegningarlaga. Segir ásakanirnar sturlaðar Findsen sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að ásakanirnar og núna ákærurnar á hendur honum séu hreinlega sturlaðar og hafnar þeim alfarið. Findsen hefur verið lykilmaður í dönsku leyniþjónustunni í tvo áratugi, hann hefur verið forstjóri dönsku leyniþjónustunnar, leyniþjónustu hersins og ráðuneytisstjóri í danska varnarmálaráðuneytinu. Þá hefur hann verið fastur meðlimur í þjóðaröryggisráði ríkisstjórnarinnar. Líklegt er talið að réttarhöldin yfir Findsen fari fram fyrir luktum dyrum og að ekkert af dómsskjölunum verði gert opinbert almenningi.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira