„Amma, maturinn stingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 14:11 Alls voru þrjár teiknibólur ofan í pokanum. Kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu segir upplifunina hafa verið hræðilega. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst og en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023. Börn og uppeldi Matur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023.
Börn og uppeldi Matur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira