Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2022 06:40 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir og Hannesína Scheving, sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra á Vísi, sem ber yfirskriftina „Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli.“ Brynjólfur og Jón segja konurnar hafa sett ásakanir sínar fram „nauðbeygðar“, eins og það er orðað, í kjölfar yfirlýsinga varaformanns flokksins á Facebook. Rétt er að konurnar stigu fram í kjölfar þess að varaformaðurinn, Guðmundur Ingi Kristinsson, sagðist myndu óska eftir stjórnarfundi eftir að hafa ítrekað borist fregnir þess efnis að kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hefðu mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu. Brynjólfur og Jón segjast meintir gerendur í málinu en þeir séu alsaklausir; þvert á móti hafi konurnar viljað Brynjólf frá í veikindaleyfi. Jón gengst við því að hafa barið í borð og krafist svara á einum fundi en það sé allt ofbeldið. „Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar,“ segja þeir Brynjólfur og Jón. Þess ber að geta að fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir að fá afrit af umræddu bréfi en ekki fengið. „Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst,“ segja mennirnir. „Sú krafa er hér með ítrekuð.“ Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra á Vísi, sem ber yfirskriftina „Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli.“ Brynjólfur og Jón segja konurnar hafa sett ásakanir sínar fram „nauðbeygðar“, eins og það er orðað, í kjölfar yfirlýsinga varaformanns flokksins á Facebook. Rétt er að konurnar stigu fram í kjölfar þess að varaformaðurinn, Guðmundur Ingi Kristinsson, sagðist myndu óska eftir stjórnarfundi eftir að hafa ítrekað borist fregnir þess efnis að kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hefðu mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu. Brynjólfur og Jón segjast meintir gerendur í málinu en þeir séu alsaklausir; þvert á móti hafi konurnar viljað Brynjólf frá í veikindaleyfi. Jón gengst við því að hafa barið í borð og krafist svara á einum fundi en það sé allt ofbeldið. „Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar,“ segja þeir Brynjólfur og Jón. Þess ber að geta að fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir að fá afrit af umræddu bréfi en ekki fengið. „Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst,“ segja mennirnir. „Sú krafa er hér með ítrekuð.“
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira