Púttaði frá sér sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 10:31 Svo nálægt, en samt svo langt í burtu. Mike Mulholland/Getty Images Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana. Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022 Golf Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022
Golf Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira