Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku Atli Arason skrifar 20. september 2022 07:01 Isabella Ósk er leikmaður Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum. Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00
Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga