LeFluff: Byrjaði í 1.6 ungur að aldri og er nú einn af þeim bestu á landinu Snorri Rafn Hallsson skrifar 20. september 2022 13:31 Það var liðsfélaginn Eiki 47 sem kynnti Árna Bent fyrir Counter Strike og eftir það var ekki aftur snúið. Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. Það er hinn 21 árs Árni Bent Þráinsson, eða leFluff, sem situr fyrir svörum þessa vikuna. LeFluff er búsettur í Sønderborg þar sem hann starfar sem forritari en þar að auki leikur hann á riffli með glænýju liði Fylkis í Ljósleiðaradeildinni í vetur. Hvaðan kemur leiknafnið? Þegar ég fyrst bjó til aðgang inná Steam til að spila Team Fortress 2 þá var þetta eitt af nöfnunum sem vinur minn stakk uppá. "Le" er "the" á frönsku, og uppurunalega pælingin var "theFluff". Fyrir utan það þá var ég fyrst að vinna með "Islendingurinn", en það fer bara eftir leikjum og samhengi hvort nickið ég nota. Uppáhalds vopn? Mitt allra uppáhalds vopn í CS er SSG 08 (Scout). Þegar ég fyrst byrjaði að spila "online" í CS þá var það í Source. Á meðan flestir voru á ircinu að spila 5v5 þá var ég að spila scout knivez og surf, þannig er með örugglega mörgþúsund klukkutíma yfir alla CS leikina með scout. Þetta er alveg eins og gamli AWP, þú labbar svo hratt, getur drepið í einu skoti og hann drífur langt þannig þú nærð alltaf að bakka. Hands down besta byssan í leiknum. Hversu mikið spilar þú CS:GO? Ég hef ekki verið að spila mikið nýlega. Eftir að ég ákvað að hætta í Dusty þá tók ég ágæta pásu frá leiknum, en hef verið að spila meira og meira þegar nær dregur tímabilinu. Yfir allt þá hef spilað CS í mjög langan tíma. Þegar kemur að CS: GO þá er ég með um það bil 8.500 klukkutíma skráða, sem telur ekki með tíma sem ég hef eytt í öðrum tólum (horfa á leiki, undirbúa fyrir keppnisleik, og svo framvegis). Hvernig atvikaðist það að þú fórst að spila CS:GO? Ég held það hafi verið í kringum 2008-2010 sem ég byrjaði fyrst að spila. Það er skemmtilegt að segja frá því að það var í raun Eiki47 núverandi liðsfélagi minn sem kynnti mig fyrir CS. Við bjuggum í sama húsinu á Akureyri, ég á neðri hæðinni og hann á efri. Hann var með mikið af Valve leikjum á disk sem við spiluðum, og einn þeirra var CS 1.6. Það voru margar góðar stundir á cs_assault á móti bottum, eða jafnvel í 2v2 ef fleiri í húsinu komu með. Aðeins seinna, eftir að Steam varð stærra og meira notað, þá bjó ég til aðgang til að spila Team Fortress 2, sem var frír leikur þar inni. Þá komst ég að því að CS:Source væri kominn út og væri aðgengilegur á Steam. Ég var ennþá nokkuð ungur þannig gat ekki keypt hann, svo fékk að spila hann í gegnum Steam aðgang hjá vini mínum sem átti leikinn. Þar byrjaði ég að spila mjög mikið af battle-surf á Aurora clan serverum og scoutknivez. Því miður eru CS: Source tímanir mínir dreifðir út um allt þannig hef ekki tölu á hversu mikið ég spilaði þann leik, en ég var líklega með svipað mikið af tímum í honum og í CS: GO. Þegar CS: GO kom svo út 2012, þá skipti ég yfir í hann. Það var í raun ekki fyrr en fyrst í CS: GO þar sem ég byrjaði að spila 5v5 leiki. Í CS1.6 og CS:S þá var ekki matchmaking kerfi eins og er í CS: GO í dag. Ég var þess vegna ekki inni í íslenska samfélaginu sem var að spila og áttaði mig ekki á keppniseðli leiksins fyrr en í CS:GO. Hvaða leikmanns lítur þú mest upp til? Ég ber mjög mikla virðingu fyrir Bjarna. Þegar hann setur sér markmið þá leggur hann mjög mikið í það að ná því. Hann leggur mjög mikinn tíma í að öðlast betri skilning á leiknum og er alltaf að leitast eftir leiðum til að bæta bæði sig og lið sitt. Við höfum svipað álit á hvernig á að spila leikinn þannig við höfum alltaf átt mjög auðvelt með að vinna saman til að bæta leikinn okkar og undirbúa okkur fyrir komandi keppnisleiki. Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir leiki? Það er engin sérstök rútína sem ég hef þegar ég gíra mig fyrir leiki. Ég hef alltaf stólað á undirbúninginn minn fyrir leiki og leyfi því að koma mér í gang. Í þeirri "anchor" stöðu sem ég hef oftast verið í seinustu tímabil þá var mikilvægast fyrir mig að hafa skilning á hverju ég má búast við og leggja fram hvernig ég ætla mér að tækla það. Í þessum stöðum þá ertu mjög oft einn þín meginn á kortinu, þannig ef þú misstígur þig þá hefur það oftast stærri áhrif á lotuna því það er ekkert öryggisnet sem getur gripið þig. Að sama skapi hefur þú meira frelsi til að spila lotuna og koma þér í þannig stöður sem skila inn mestum árangri fyrir liðið. pic.twitter.com/HYr0sPLxOc— leFluff (@leFluffCS) January 6, 2022 Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í CS:GO? Það er alltaf jafn gaman að líta til baka þegar ég kom inní Dusty. Tímabilið var nýbúið, ég var í KEF.esports á þeim tíma í botnsætinu með 0 sigra og 7 töp, og fæ boð inní liðið sem endaði deildina í fyrsta sæti. Það alla vega ruglaði nokkra í ríminu. Uppáhalds leikur fyrir utan CS:GO:? Það erfiðasta við CS: GO er að það jafnast enginn leikur á við hann! Ég spila í raun ekki mikið af leikjum fyrir utan CS: GO. Undanfarið hef ég þó verið að komast aftur inní Oldschool Runescape. Hvernig finnst þér best að slappa af: Ég hlusta mjög mikið á tónlist og er nánast alltaf með Spotify í gangi. Annars horfi ég oftast á einhver myndbönd eða kem mér inní einhverjar þáttaseríur. Oldschool Runescape hefur líka verið að koma sterkur inn þegar ég vil slappa af. Áhugamál utan rafíþrótta? Stærsta áhugamálið er forritun og tölvunarfræði, hvort sem það er að læra einhverja nýja hluti eða henda upp einhverjum lausnum. Horfir fjölskyldan þín á leikina? Nánast á alla leiki! Pracc https://t.co/GG9WGTkaYB pic.twitter.com/qLDz89UH8j— leFluff (@leFluffCS) November 9, 2021 Hægt er að fylgjast með Árna Bent, eða leFluff á Twitter og Twitch. Næsti leikur leFluff með liði sínu Fylki fer fram næsta fimmtudag klukkan 21:30 en þá mætir liðið Tight og félögum í TEN5ION. Dagskrá 2. umferðar er svona: Viðstöðu – Dusty, þriðjudaginn 20/9, kl 19:30 SAGA – Þór, þriðjudaginn 20/9, kl. 20:30 LAVA – NÚ, fimmtudaginn 22/9, kl. 19:30 Ármann – Breiðablik, fimmtudaginn 22/9, kl 20:30 TEN5ION – Fylkir, fimmtudaginn 22/9 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Tengdar fréttir Leikmenn Fylkis bliknuðu í samanburði við Bl1ck Þrír fyrrum Dusty leikmenn mættust í viðureign NÚs og Fylkis í gærkvöldi. Hart var slegist í Nuke og þurfti þrefalda framlengingu til að skera úr um sigurvegarana. 16. september 2022 14:01 Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Glænýr hópur en sama niðurstaða Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Fylki tíunda og neðsta sæti deildarinnar á komadi tímabili. 10. september 2022 10:31 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti
Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. Það er hinn 21 árs Árni Bent Þráinsson, eða leFluff, sem situr fyrir svörum þessa vikuna. LeFluff er búsettur í Sønderborg þar sem hann starfar sem forritari en þar að auki leikur hann á riffli með glænýju liði Fylkis í Ljósleiðaradeildinni í vetur. Hvaðan kemur leiknafnið? Þegar ég fyrst bjó til aðgang inná Steam til að spila Team Fortress 2 þá var þetta eitt af nöfnunum sem vinur minn stakk uppá. "Le" er "the" á frönsku, og uppurunalega pælingin var "theFluff". Fyrir utan það þá var ég fyrst að vinna með "Islendingurinn", en það fer bara eftir leikjum og samhengi hvort nickið ég nota. Uppáhalds vopn? Mitt allra uppáhalds vopn í CS er SSG 08 (Scout). Þegar ég fyrst byrjaði að spila "online" í CS þá var það í Source. Á meðan flestir voru á ircinu að spila 5v5 þá var ég að spila scout knivez og surf, þannig er með örugglega mörgþúsund klukkutíma yfir alla CS leikina með scout. Þetta er alveg eins og gamli AWP, þú labbar svo hratt, getur drepið í einu skoti og hann drífur langt þannig þú nærð alltaf að bakka. Hands down besta byssan í leiknum. Hversu mikið spilar þú CS:GO? Ég hef ekki verið að spila mikið nýlega. Eftir að ég ákvað að hætta í Dusty þá tók ég ágæta pásu frá leiknum, en hef verið að spila meira og meira þegar nær dregur tímabilinu. Yfir allt þá hef spilað CS í mjög langan tíma. Þegar kemur að CS: GO þá er ég með um það bil 8.500 klukkutíma skráða, sem telur ekki með tíma sem ég hef eytt í öðrum tólum (horfa á leiki, undirbúa fyrir keppnisleik, og svo framvegis). Hvernig atvikaðist það að þú fórst að spila CS:GO? Ég held það hafi verið í kringum 2008-2010 sem ég byrjaði fyrst að spila. Það er skemmtilegt að segja frá því að það var í raun Eiki47 núverandi liðsfélagi minn sem kynnti mig fyrir CS. Við bjuggum í sama húsinu á Akureyri, ég á neðri hæðinni og hann á efri. Hann var með mikið af Valve leikjum á disk sem við spiluðum, og einn þeirra var CS 1.6. Það voru margar góðar stundir á cs_assault á móti bottum, eða jafnvel í 2v2 ef fleiri í húsinu komu með. Aðeins seinna, eftir að Steam varð stærra og meira notað, þá bjó ég til aðgang til að spila Team Fortress 2, sem var frír leikur þar inni. Þá komst ég að því að CS:Source væri kominn út og væri aðgengilegur á Steam. Ég var ennþá nokkuð ungur þannig gat ekki keypt hann, svo fékk að spila hann í gegnum Steam aðgang hjá vini mínum sem átti leikinn. Þar byrjaði ég að spila mjög mikið af battle-surf á Aurora clan serverum og scoutknivez. Því miður eru CS: Source tímanir mínir dreifðir út um allt þannig hef ekki tölu á hversu mikið ég spilaði þann leik, en ég var líklega með svipað mikið af tímum í honum og í CS: GO. Þegar CS: GO kom svo út 2012, þá skipti ég yfir í hann. Það var í raun ekki fyrr en fyrst í CS: GO þar sem ég byrjaði að spila 5v5 leiki. Í CS1.6 og CS:S þá var ekki matchmaking kerfi eins og er í CS: GO í dag. Ég var þess vegna ekki inni í íslenska samfélaginu sem var að spila og áttaði mig ekki á keppniseðli leiksins fyrr en í CS:GO. Hvaða leikmanns lítur þú mest upp til? Ég ber mjög mikla virðingu fyrir Bjarna. Þegar hann setur sér markmið þá leggur hann mjög mikið í það að ná því. Hann leggur mjög mikinn tíma í að öðlast betri skilning á leiknum og er alltaf að leitast eftir leiðum til að bæta bæði sig og lið sitt. Við höfum svipað álit á hvernig á að spila leikinn þannig við höfum alltaf átt mjög auðvelt með að vinna saman til að bæta leikinn okkar og undirbúa okkur fyrir komandi keppnisleiki. Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir leiki? Það er engin sérstök rútína sem ég hef þegar ég gíra mig fyrir leiki. Ég hef alltaf stólað á undirbúninginn minn fyrir leiki og leyfi því að koma mér í gang. Í þeirri "anchor" stöðu sem ég hef oftast verið í seinustu tímabil þá var mikilvægast fyrir mig að hafa skilning á hverju ég má búast við og leggja fram hvernig ég ætla mér að tækla það. Í þessum stöðum þá ertu mjög oft einn þín meginn á kortinu, þannig ef þú misstígur þig þá hefur það oftast stærri áhrif á lotuna því það er ekkert öryggisnet sem getur gripið þig. Að sama skapi hefur þú meira frelsi til að spila lotuna og koma þér í þannig stöður sem skila inn mestum árangri fyrir liðið. pic.twitter.com/HYr0sPLxOc— leFluff (@leFluffCS) January 6, 2022 Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í CS:GO? Það er alltaf jafn gaman að líta til baka þegar ég kom inní Dusty. Tímabilið var nýbúið, ég var í KEF.esports á þeim tíma í botnsætinu með 0 sigra og 7 töp, og fæ boð inní liðið sem endaði deildina í fyrsta sæti. Það alla vega ruglaði nokkra í ríminu. Uppáhalds leikur fyrir utan CS:GO:? Það erfiðasta við CS: GO er að það jafnast enginn leikur á við hann! Ég spila í raun ekki mikið af leikjum fyrir utan CS: GO. Undanfarið hef ég þó verið að komast aftur inní Oldschool Runescape. Hvernig finnst þér best að slappa af: Ég hlusta mjög mikið á tónlist og er nánast alltaf með Spotify í gangi. Annars horfi ég oftast á einhver myndbönd eða kem mér inní einhverjar þáttaseríur. Oldschool Runescape hefur líka verið að koma sterkur inn þegar ég vil slappa af. Áhugamál utan rafíþrótta? Stærsta áhugamálið er forritun og tölvunarfræði, hvort sem það er að læra einhverja nýja hluti eða henda upp einhverjum lausnum. Horfir fjölskyldan þín á leikina? Nánast á alla leiki! Pracc https://t.co/GG9WGTkaYB pic.twitter.com/qLDz89UH8j— leFluff (@leFluffCS) November 9, 2021 Hægt er að fylgjast með Árna Bent, eða leFluff á Twitter og Twitch. Næsti leikur leFluff með liði sínu Fylki fer fram næsta fimmtudag klukkan 21:30 en þá mætir liðið Tight og félögum í TEN5ION. Dagskrá 2. umferðar er svona: Viðstöðu – Dusty, þriðjudaginn 20/9, kl 19:30 SAGA – Þór, þriðjudaginn 20/9, kl. 20:30 LAVA – NÚ, fimmtudaginn 22/9, kl. 19:30 Ármann – Breiðablik, fimmtudaginn 22/9, kl 20:30 TEN5ION – Fylkir, fimmtudaginn 22/9 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Tengdar fréttir Leikmenn Fylkis bliknuðu í samanburði við Bl1ck Þrír fyrrum Dusty leikmenn mættust í viðureign NÚs og Fylkis í gærkvöldi. Hart var slegist í Nuke og þurfti þrefalda framlengingu til að skera úr um sigurvegarana. 16. september 2022 14:01 Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Glænýr hópur en sama niðurstaða Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Fylki tíunda og neðsta sæti deildarinnar á komadi tímabili. 10. september 2022 10:31 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti
Leikmenn Fylkis bliknuðu í samanburði við Bl1ck Þrír fyrrum Dusty leikmenn mættust í viðureign NÚs og Fylkis í gærkvöldi. Hart var slegist í Nuke og þurfti þrefalda framlengingu til að skera úr um sigurvegarana. 16. september 2022 14:01
Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Glænýr hópur en sama niðurstaða Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Fylki tíunda og neðsta sæti deildarinnar á komadi tímabili. 10. september 2022 10:31