Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 09:21 Kate og Gerry McCann við dómshús í Lissabon á meðan á meiðyrðamáli þeirra gegn Amaral lögreglumanni stóð árið 2014. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, stefndu Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi dóttur þeirra í Portúgal árið 2007. Amaral leiddi að því líkur í bók sem hann skrifaði að þau kynnu að hafa verið viðriðin hvarfið. Portúgalskur dómstóll dæmdi þeim í vil og gerði Amaral að greiða þeim bætur árið 2015 en tveimur árum síðar var dómnum snúið við af hæstarétti landsins. Skutu hjónin þá málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og héldu því fram að þau hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar, tjáningarfrelsis og rétts til friðhelgis einkalífs í Portúgal. Mannréttindadómstóllinn hafnaði því að portúgalska réttarkerfið hefði brugðist skyldu sinni að gæta réttinda þeirra. Töldu dómararnir að rök foreldranna um að þau skyldu talin saklaus uns sekt yrði sönnuð illa ígrunduð, að því er segir í frétt Reuters. „Jafnvel þó að gengið væri út frá að mannorð þeirra hefði beðið skaða af þá var það ekki vegna röksemda sem bókarhöfundurinn setti fram heldur vegna grunsemda sem hafa vaknað um þau,“ sagði í dómsorðinu. Fyrr á þessu ári greindu portúgölsk yfirvöld frá því að þýskur karlmaður lægi undir grun um að tengjast hvarfi Madeleine McCann. Bretland Madeleine McCann Portúgal Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13 Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, stefndu Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi dóttur þeirra í Portúgal árið 2007. Amaral leiddi að því líkur í bók sem hann skrifaði að þau kynnu að hafa verið viðriðin hvarfið. Portúgalskur dómstóll dæmdi þeim í vil og gerði Amaral að greiða þeim bætur árið 2015 en tveimur árum síðar var dómnum snúið við af hæstarétti landsins. Skutu hjónin þá málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og héldu því fram að þau hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar, tjáningarfrelsis og rétts til friðhelgis einkalífs í Portúgal. Mannréttindadómstóllinn hafnaði því að portúgalska réttarkerfið hefði brugðist skyldu sinni að gæta réttinda þeirra. Töldu dómararnir að rök foreldranna um að þau skyldu talin saklaus uns sekt yrði sönnuð illa ígrunduð, að því er segir í frétt Reuters. „Jafnvel þó að gengið væri út frá að mannorð þeirra hefði beðið skaða af þá var það ekki vegna röksemda sem bókarhöfundurinn setti fram heldur vegna grunsemda sem hafa vaknað um þau,“ sagði í dómsorðinu. Fyrr á þessu ári greindu portúgölsk yfirvöld frá því að þýskur karlmaður lægi undir grun um að tengjast hvarfi Madeleine McCann.
Bretland Madeleine McCann Portúgal Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13 Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13
Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59