Róa á nokkuð þyngri mið Steinar Fjeldsted skrifar 20. september 2022 16:11 Í tilefni af útgáfu plötunnar Awake ætlar hljómsveitin Stafrænn Hákon að halda veglega útgáfutónleika þ. 29. september næstkomandi í Tjarnarbíó. Awake kom út á streymisveitum fyrr á árinu en verður fáanleg á geisladisk á útgáfutónleikunum í takmörkuðu upplagi. Awake er 12. hljóðversplata Stafræns Hákons og kemur í kjölfarið á plötunni Aftur sem kom út árið 2019. Stafrænn Hákon hefur verið starfandi frá árinu 1999 og var í upphafi tilraunaverkefni Ólafs Josephssonar. Síðustu 10 ár hefur Stafrænn Hákon verið iðinn við kolann og þróast sem hljómsveit og hefur jafnframt getið sér orð fyrir áferðarfallegan og draumkenndan hljóðheim ýmist með eða án söngs. Platan Awake er án söngs og þykir hljómsveitin róa á nokkuð þyngri mið á þessari plötu. Það verður boðið uppá sannkallað krafttónaflóð á útgáfutónleikunum og lofar hljómsveitin sálarlegri tónlistarupphafningu í alla staði. Hljómsveitina skipa: Árni Þór Árnason bassaleikari; Lárus Sigurðsson gítarleikari; Magnús Freyr Gíslason söngvari og gítarleikari; Ólafur Örn Josephsson gítarleikari og Róbert Már Runólfsson trommuleikari. Miðaverð er 4.500 kr. og hægt er að tryggja sér miða í gegnum TIX.is frá og með föstudeginum 26. ágúst. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Awake kom út á streymisveitum fyrr á árinu en verður fáanleg á geisladisk á útgáfutónleikunum í takmörkuðu upplagi. Awake er 12. hljóðversplata Stafræns Hákons og kemur í kjölfarið á plötunni Aftur sem kom út árið 2019. Stafrænn Hákon hefur verið starfandi frá árinu 1999 og var í upphafi tilraunaverkefni Ólafs Josephssonar. Síðustu 10 ár hefur Stafrænn Hákon verið iðinn við kolann og þróast sem hljómsveit og hefur jafnframt getið sér orð fyrir áferðarfallegan og draumkenndan hljóðheim ýmist með eða án söngs. Platan Awake er án söngs og þykir hljómsveitin róa á nokkuð þyngri mið á þessari plötu. Það verður boðið uppá sannkallað krafttónaflóð á útgáfutónleikunum og lofar hljómsveitin sálarlegri tónlistarupphafningu í alla staði. Hljómsveitina skipa: Árni Þór Árnason bassaleikari; Lárus Sigurðsson gítarleikari; Magnús Freyr Gíslason söngvari og gítarleikari; Ólafur Örn Josephsson gítarleikari og Róbert Már Runólfsson trommuleikari. Miðaverð er 4.500 kr. og hægt er að tryggja sér miða í gegnum TIX.is frá og með föstudeginum 26. ágúst. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið