StebbiC0C0 stal senunni Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. september 2022 14:01 Leikur Dusty og Viðstöðu fór fram í Inferno og vann Detinate hnífalotuna fyrir Dusty. Dusty hóf því leikinn í vörn en í Inferno kortinu kemur það sér afar vel fyrir vappann. Detinate var sleipur og nældi í skammbyssulotuna fyrir Dusty, en lið Viðstöðu jafnaði með þrefaldri fellu frá Blazter til að komast á sprengjusvæðið. Mozar7 og Allee komu Viðstöðu svo yfir með góðu samspili og fylgdu því vel eftir í næstu lotu. 3–1 fyrir Viðstöðu. Þegar bæði lið gátu vopnast fór þó að halla undan fæti hjá Viðstöðu. Dusty stillti upp þéttri vörn með Thor á vappanum og StebbaC0C0 á riffli. EddezeNNN hélt sprengjusvæðunum vel og Viðstöðu gekk illa að komast þangað. Ás frá StebbaC0C0 í elleftu lotu innsiglaði yfirburði Dusty sem fóru inn í síðari hálfleikinn með gott forskot. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Viðstöðu Sóknarleikur Dusty var engu síðri en vörnin. Lið Viðstöðu var stöku sinnum nálægt því að bjarga lotum fyrir horn en allt kom fyrir ekki. Með góðum hand- og reyksprengjum gat Dusty verið nokkuð dýnamískt og lék StebbiC0C0 á als oddi til að tryggja liðinu sinn annan sigur á tímabilinu. Lokastaða: Dusty 16 – 5 Viðstöðu Næstu leikir liðanna: Ármann – Dusty, þriðjudaginn 27/9, klukkan 20:30 Breiðablik – Viðstöðu, fimmtudaginn 29/9, klukkan 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Tengdar fréttir Lið Bónda uppskar eins og það sáði Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili. 16. september 2022 16:02 Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda. 16. september 2022 15:01 1. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir 1. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri meistaranna í Dusty á nýliðum Breiðabliks. Þór, NÚ, SAGA og Ármann unnu einnig sína leiki. 17. september 2022 13:01
Leikur Dusty og Viðstöðu fór fram í Inferno og vann Detinate hnífalotuna fyrir Dusty. Dusty hóf því leikinn í vörn en í Inferno kortinu kemur það sér afar vel fyrir vappann. Detinate var sleipur og nældi í skammbyssulotuna fyrir Dusty, en lið Viðstöðu jafnaði með þrefaldri fellu frá Blazter til að komast á sprengjusvæðið. Mozar7 og Allee komu Viðstöðu svo yfir með góðu samspili og fylgdu því vel eftir í næstu lotu. 3–1 fyrir Viðstöðu. Þegar bæði lið gátu vopnast fór þó að halla undan fæti hjá Viðstöðu. Dusty stillti upp þéttri vörn með Thor á vappanum og StebbaC0C0 á riffli. EddezeNNN hélt sprengjusvæðunum vel og Viðstöðu gekk illa að komast þangað. Ás frá StebbaC0C0 í elleftu lotu innsiglaði yfirburði Dusty sem fóru inn í síðari hálfleikinn með gott forskot. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Viðstöðu Sóknarleikur Dusty var engu síðri en vörnin. Lið Viðstöðu var stöku sinnum nálægt því að bjarga lotum fyrir horn en allt kom fyrir ekki. Með góðum hand- og reyksprengjum gat Dusty verið nokkuð dýnamískt og lék StebbiC0C0 á als oddi til að tryggja liðinu sinn annan sigur á tímabilinu. Lokastaða: Dusty 16 – 5 Viðstöðu Næstu leikir liðanna: Ármann – Dusty, þriðjudaginn 27/9, klukkan 20:30 Breiðablik – Viðstöðu, fimmtudaginn 29/9, klukkan 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Tengdar fréttir Lið Bónda uppskar eins og það sáði Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili. 16. september 2022 16:02 Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda. 16. september 2022 15:01 1. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir 1. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri meistaranna í Dusty á nýliðum Breiðabliks. Þór, NÚ, SAGA og Ármann unnu einnig sína leiki. 17. september 2022 13:01
Lið Bónda uppskar eins og það sáði Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili. 16. september 2022 16:02
Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda. 16. september 2022 15:01
1. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir 1. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri meistaranna í Dusty á nýliðum Breiðabliks. Þór, NÚ, SAGA og Ármann unnu einnig sína leiki. 17. september 2022 13:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti