Dusty mætir á BLAST: „Spenntir að sýna hvað við getum á móti alvöru andstæðingum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 14:30 Dusty mætir til leiks í BLAST á morgun. Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mæta til leiks á BLAST Premier mótinu í CS:GO í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun. Mótið er í raun forkeppni norðurlandana fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Þetta verður í annað sinn sem Dusty tekur þátt í forkeppninni. Liðið mætti til leiks í vor, stuttu eftir að hafa tryggt sér sigur í Ljósleiðaradeildinni, og mætti þá danska liðinu ECSTATIC og stórliðinu Dignitas. Liðsmenn Dusty máttu þola tap í báðum viðureignum sínum í vor og féllu því úr leik. Liðið gaf þó ekkert eftir í þessum viðureignum sínum og leikmaður Dusty, TH0R, segir að liðið ætli sér lengra í þetta sinn. „Við erum bara fáránlega spenntir. Við erum einmitt að æfa okkur og undirbúa okkur núna þegar þú náðir í mig,“ sagði TH0R þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gærkvöldi. „Í þessu móti sem við erum að fara að keppa í eru alveg stór lið eins og ENCE sem er 17. besta lið í heiminum núna og svo er Copenhagen Flames sem hefur verið í topp átta á „Majors“ tvisvar og HAVU sem er besta finnska liðið. Þannig að það eru fullt af góðum liðum þarna, en þau eru samt í öðrum riðli en við. Við fengum aðeins auðveldari riðil þannig að við erum sáttir með það.“ Að sögn TH0R hafa æfingar liðsins gengið vel hingað til og þrátt fyrir það að titilvörn liðsins í Ljósleiðaradeildinni sé hafin hafi fókusinn verið settur á Blast-mótið sem framundan er. „Allur fókusinn okkar er búinn að vera á þessu móti núna og það er mjög mikil spenna. Við erum auðvitað bara allir spenntir að fara að spila og sýna hvað við getum á móti alvöru andstæðingum.“ Telur liðið eiga betri möguleika en áður gegn sömu andstæðingum TH0R telur að Dusty eigi nokkuð góða möguleika í forkeppni BLAST. En hvernig eru möguleikar Dusty á jafn stóru móti og þessu? „Ég held að við eigum alveg góða möguleika á að vinna allavega eitt eða tvö lið þarna,“ sagði TH0R. „Við þurfum að vinna tvo leiki til að komast í undanúrslit í mótinu og við megum ekki tapa tveim. Við erum meira að segja að spila á móti sama liði og við gerðum á móti síðast. Þá var það mjög tæpt og núna eru þeir með aðeins verra lið en þá þannig að ég tel okkur eiga betri möguleika en þá,“ sagði TH0R að lokum. Sýnt verður frá Blast Premier mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun og mætir Dusty til leiks klukkan 10:00 gegn danska liðinu ECSTATIC. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þetta verður í annað sinn sem Dusty tekur þátt í forkeppninni. Liðið mætti til leiks í vor, stuttu eftir að hafa tryggt sér sigur í Ljósleiðaradeildinni, og mætti þá danska liðinu ECSTATIC og stórliðinu Dignitas. Liðsmenn Dusty máttu þola tap í báðum viðureignum sínum í vor og féllu því úr leik. Liðið gaf þó ekkert eftir í þessum viðureignum sínum og leikmaður Dusty, TH0R, segir að liðið ætli sér lengra í þetta sinn. „Við erum bara fáránlega spenntir. Við erum einmitt að æfa okkur og undirbúa okkur núna þegar þú náðir í mig,“ sagði TH0R þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gærkvöldi. „Í þessu móti sem við erum að fara að keppa í eru alveg stór lið eins og ENCE sem er 17. besta lið í heiminum núna og svo er Copenhagen Flames sem hefur verið í topp átta á „Majors“ tvisvar og HAVU sem er besta finnska liðið. Þannig að það eru fullt af góðum liðum þarna, en þau eru samt í öðrum riðli en við. Við fengum aðeins auðveldari riðil þannig að við erum sáttir með það.“ Að sögn TH0R hafa æfingar liðsins gengið vel hingað til og þrátt fyrir það að titilvörn liðsins í Ljósleiðaradeildinni sé hafin hafi fókusinn verið settur á Blast-mótið sem framundan er. „Allur fókusinn okkar er búinn að vera á þessu móti núna og það er mjög mikil spenna. Við erum auðvitað bara allir spenntir að fara að spila og sýna hvað við getum á móti alvöru andstæðingum.“ Telur liðið eiga betri möguleika en áður gegn sömu andstæðingum TH0R telur að Dusty eigi nokkuð góða möguleika í forkeppni BLAST. En hvernig eru möguleikar Dusty á jafn stóru móti og þessu? „Ég held að við eigum alveg góða möguleika á að vinna allavega eitt eða tvö lið þarna,“ sagði TH0R. „Við þurfum að vinna tvo leiki til að komast í undanúrslit í mótinu og við megum ekki tapa tveim. Við erum meira að segja að spila á móti sama liði og við gerðum á móti síðast. Þá var það mjög tæpt og núna eru þeir með aðeins verra lið en þá þannig að ég tel okkur eiga betri möguleika en þá,“ sagði TH0R að lokum. Sýnt verður frá Blast Premier mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun og mætir Dusty til leiks klukkan 10:00 gegn danska liðinu ECSTATIC.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira