Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 11:35 Benedikt Rafn Rafnsson, birtingarráðgjáfi hjá Aton/JL. úr einkasafni Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt. Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt.
Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51