Voru flutt inn saman eftir mánuð Elísabet Hanna skrifar 22. september 2022 22:12 Simona og Sigurjón smullu hratt saman. Betri helmingurinn. Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. Eftir kvöldið þeirra á Austur gerðust hlutirnir mjög hratt og mánuði síðar voru þau flutt inn saman. „Við bara smullum einhvern vegin saman,“ segir Simona. Hér að neðan má heyra meira um örlagaríka kvöldið: Klippa: Betri helmingurinn - Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité Sigurjón og Simona voru gestir í hlaðvarpinu Betri helmingnum með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason en hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástina, lífið og tilveruna. Sérstök æska Simone flutti til Íslands frá Litháen aðeins fjórtán ára gömul eftir að móðir hennar féll skyndilega frá. Faðir hennar var að starfa tímabundið hér á landi og flutti með öll þrjú systkinin hingað í leit að betra lífi. Sigurjón missti einnig föður sinn ungur og ólst upp í sveitinni. Hann flutti fimm ára ásamt tvíburabróður sínum í sveitina til systur móður sinnar sem ól þá báða upp. Fimmtán ára gamall flutti hann svo til ömmu sinnar sem gat ekki séð um allt sjálf. „Við eigum svolítið sérstaka æsku bæði,“ segir Sigurjón. Hann segir Simonu vera manneskju sem tekur forystu og að þau eigi það sameiginlegt eftir uppeldið. Hann segir hana hafa verið öfluga að koma til landsins, læra tungumálið, dúxa í skóla og sjá um það sem þarf að sjá um fyrir fjölskylduna sína. „Ég hef farið þá leið í lífinu að ég hef þurft að læra að treysta á sjálfan mig og gera hlutina sjálfur,“ segir Sigurjón. View this post on Instagram A post shared by Simona (@simonavarei) Aðspurður hvernig hann hafi byrjað að stunda hreyfingu af svona miklum krafti tengir Sigurjón það við æskuna. „Ætli þetta byrji ekki svolítið sem útrás fyrir mínum bakgrunni og æsku og uppeldi. Það er ábyggilega mikið lagt á hvaða krakka sem er að alast ekki upp með fjölskyldu. Þó ég hafi alist upp í frábæru umhverfi með frábæra fósturforeldra þá er þetta alltaf ákveðið högg.“ Heilsan í fyrsta sæti Parið setur heilsuna í fyrsta sæti og litar það þeirra daglega líf þar sem þau starfa einnig í þeim geira. Þau opnuðu Ultraform í miðjum heimsfaraldri eftir að hugmyndin hafði fengið að malla í dágóðan tíma. Þegar parið var í leit að íbúð var það þeim mjög mikilvægt að hafa bílskúr þar sem hægt væri að æfa. Það þróaðist í útiþrek en með tímanum fóru þau að leita að rými sem seinna meir varð að Ultraform. Í upphafi stöðvarinnar sá hann um að þjálfa alla tímana og í dag er Simona einnig byrjuð að þjálfa. View this post on Instagram A post shared by Simona (@simonavarei) „Fólk hræðist mig aðeins sem hlaupara,“ segir Sigurjón um þjálfunina. Hann segir fólk stundum halda að þau eigi að vera á sama stað og hann í hlaupunum, sem er alls ekki raunin og að þau mæti öllum á þeim stað sem þau eru. Simona er einnig mikið í hlaupunum og hljóp nýlega sitt fyrsta formlega hundrað kílómetra hlaup. Þau segja langhlaupin vera góða myndlíkingu fyrir lífið því oft á tíðum komi erfiðir kaflar sem þarf að komast í gegnum. „Þegar virkilega reynir á að þá ferðu að fókusera á það sem virkilega skiptir máli,“ segir hann um slíkar aðstæður. View this post on Instagram A post shared by Sigurjo n Ernir Sturluson (@sigurjonernir) Einstaklingar eru ekki að hreyfa sig nóg „Við keyrum í bílum, við sitjum í sætum og svo förum við á rafmagnshlaupahjólin okkar, við erum eiginlega hætt að hreyfa okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir það ekki góða þróun því með aldrinum þurfi líkaminn að búa yfir styrk. Hann segir það einnig mikilvægt að krakkar séu á hreyfingu. „Af því ef þú horfir á stoðkerfið og líkaminn er að vaxa og þú verður að vera með hreyfiflæði inn í rútínunni bara eins mikið og þú getur,“ segi hann. Sigurjón segir börnin sitji við skólabekk megnið af deginum og það þurfi að stuðla að hreyfingu hjá þeim því þau hafi þörf fyrir hana. Parið kann að eiga almennilegt kósí kvöld.Aðsend Forgangsröðunin þarf að vera rétt „Það sem skiptir mestu máli er þín heilsa, til að sinna sjálfum þér og þínum,“ segir Sigurjón. „Það er alveg sama hvað þú ert að gera. Þú átt að gera það eftir að þú ert búinn að hreyfa þig, helst, og huga að næringunni,“ segir hann um forgangsröðun einstaklinga í nútímasamfélagi. Hann segir fólk með börn geta sameinað hreyfinguna og tíma með börnunum eftir vinnu. „Vertu með barnið á leikskóla, taktu nokkrar armbeygjur og uppstig. Farðu að hlaupa með barnið. Barnið getur verið á reiðhjóli eða hlaupahjóli eða kerru. Finndu leiðir.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurjo n Ernir Sturluson (@sigurjonernir) Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Heilsa Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00 „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35 „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Eftir kvöldið þeirra á Austur gerðust hlutirnir mjög hratt og mánuði síðar voru þau flutt inn saman. „Við bara smullum einhvern vegin saman,“ segir Simona. Hér að neðan má heyra meira um örlagaríka kvöldið: Klippa: Betri helmingurinn - Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité Sigurjón og Simona voru gestir í hlaðvarpinu Betri helmingnum með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason en hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástina, lífið og tilveruna. Sérstök æska Simone flutti til Íslands frá Litháen aðeins fjórtán ára gömul eftir að móðir hennar féll skyndilega frá. Faðir hennar var að starfa tímabundið hér á landi og flutti með öll þrjú systkinin hingað í leit að betra lífi. Sigurjón missti einnig föður sinn ungur og ólst upp í sveitinni. Hann flutti fimm ára ásamt tvíburabróður sínum í sveitina til systur móður sinnar sem ól þá báða upp. Fimmtán ára gamall flutti hann svo til ömmu sinnar sem gat ekki séð um allt sjálf. „Við eigum svolítið sérstaka æsku bæði,“ segir Sigurjón. Hann segir Simonu vera manneskju sem tekur forystu og að þau eigi það sameiginlegt eftir uppeldið. Hann segir hana hafa verið öfluga að koma til landsins, læra tungumálið, dúxa í skóla og sjá um það sem þarf að sjá um fyrir fjölskylduna sína. „Ég hef farið þá leið í lífinu að ég hef þurft að læra að treysta á sjálfan mig og gera hlutina sjálfur,“ segir Sigurjón. View this post on Instagram A post shared by Simona (@simonavarei) Aðspurður hvernig hann hafi byrjað að stunda hreyfingu af svona miklum krafti tengir Sigurjón það við æskuna. „Ætli þetta byrji ekki svolítið sem útrás fyrir mínum bakgrunni og æsku og uppeldi. Það er ábyggilega mikið lagt á hvaða krakka sem er að alast ekki upp með fjölskyldu. Þó ég hafi alist upp í frábæru umhverfi með frábæra fósturforeldra þá er þetta alltaf ákveðið högg.“ Heilsan í fyrsta sæti Parið setur heilsuna í fyrsta sæti og litar það þeirra daglega líf þar sem þau starfa einnig í þeim geira. Þau opnuðu Ultraform í miðjum heimsfaraldri eftir að hugmyndin hafði fengið að malla í dágóðan tíma. Þegar parið var í leit að íbúð var það þeim mjög mikilvægt að hafa bílskúr þar sem hægt væri að æfa. Það þróaðist í útiþrek en með tímanum fóru þau að leita að rými sem seinna meir varð að Ultraform. Í upphafi stöðvarinnar sá hann um að þjálfa alla tímana og í dag er Simona einnig byrjuð að þjálfa. View this post on Instagram A post shared by Simona (@simonavarei) „Fólk hræðist mig aðeins sem hlaupara,“ segir Sigurjón um þjálfunina. Hann segir fólk stundum halda að þau eigi að vera á sama stað og hann í hlaupunum, sem er alls ekki raunin og að þau mæti öllum á þeim stað sem þau eru. Simona er einnig mikið í hlaupunum og hljóp nýlega sitt fyrsta formlega hundrað kílómetra hlaup. Þau segja langhlaupin vera góða myndlíkingu fyrir lífið því oft á tíðum komi erfiðir kaflar sem þarf að komast í gegnum. „Þegar virkilega reynir á að þá ferðu að fókusera á það sem virkilega skiptir máli,“ segir hann um slíkar aðstæður. View this post on Instagram A post shared by Sigurjo n Ernir Sturluson (@sigurjonernir) Einstaklingar eru ekki að hreyfa sig nóg „Við keyrum í bílum, við sitjum í sætum og svo förum við á rafmagnshlaupahjólin okkar, við erum eiginlega hætt að hreyfa okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir það ekki góða þróun því með aldrinum þurfi líkaminn að búa yfir styrk. Hann segir það einnig mikilvægt að krakkar séu á hreyfingu. „Af því ef þú horfir á stoðkerfið og líkaminn er að vaxa og þú verður að vera með hreyfiflæði inn í rútínunni bara eins mikið og þú getur,“ segi hann. Sigurjón segir börnin sitji við skólabekk megnið af deginum og það þurfi að stuðla að hreyfingu hjá þeim því þau hafi þörf fyrir hana. Parið kann að eiga almennilegt kósí kvöld.Aðsend Forgangsröðunin þarf að vera rétt „Það sem skiptir mestu máli er þín heilsa, til að sinna sjálfum þér og þínum,“ segir Sigurjón. „Það er alveg sama hvað þú ert að gera. Þú átt að gera það eftir að þú ert búinn að hreyfa þig, helst, og huga að næringunni,“ segir hann um forgangsröðun einstaklinga í nútímasamfélagi. Hann segir fólk með börn geta sameinað hreyfinguna og tíma með börnunum eftir vinnu. „Vertu með barnið á leikskóla, taktu nokkrar armbeygjur og uppstig. Farðu að hlaupa með barnið. Barnið getur verið á reiðhjóli eða hlaupahjóli eða kerru. Finndu leiðir.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurjo n Ernir Sturluson (@sigurjonernir) Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Heilsa Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00 „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35 „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30
„Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00
„Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35
„Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30