Menning

Svona tók fólk skjáskot í gamla daga

Snorri Másson skrifar

Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu.

Sjá má senuna og ítarlegt viðtal við Árna í innslaginu hér að ofan. Umfjöllunin hefst á um tólftu mínútu.

„Ég er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast.“Velkominn Árni

„Ég er mjög heimakær maður,“ lýsir Árni í kvikmyndinni. 

„Ég horfi mikið á sjónvarp því eins og skáldið sagði: Ég er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. Það á við um sjónvarpsglápið hjá mér. Ég get farið um alla heima og geima í gegnum sjónvarpið.

Jafnframt hef ég tekið upp á því að taka myndir á venjulega myndavél af því sem mér þykir eftirtektarvert og merkilegt í sjónvarpinu. Þá er þetta komið í minnið til ævilangra nota.“

Bíómyndin Velkominn Árni er nú til sýningar hjá Bíó Paradís.Velkominn Árni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×