Vættatal eða Panthæon býður upp á nýjar höggmyndir Matthíasar og ný olíumálverk Arngríms en verkin verða í samtali við hljóðheim Kraftgalla, sem ómar um salinn. Kraftgalli er tónlistarverkefni Arnljóts Sigurðssonar, sem í tilefni sýningarinnar vann hljóðmynd sem er sett saman úr fjögurra rása kassettuupptökum og tilhöggnum hljóðum sem kallast á við hina sjálfsprottnu vætti sýningarinnar.
Í fréttatilkynningu frá Ásmundarsal segir að listaverk bræðranna séu ólík að efnistökum. Þau tengjast þó innbyrgðist á þann hátt að í hverju þeirra kemur fyrir ímynduð vera, eða vættur. Saman mynda verkin því einskonar vættatal. Sumar verurnar minna á eitthvað kunnuglegt eins og kött eða letidýr en aðrar eru óræð skoffín sem hafa fengið að skríða fram í rólegheitunum með pensilpoti eða juði fræsitannar.
Sýningin stendur til 23. október næstkomandi.