Kylfusveinninn Tiger gaf syninum góð ráð sem leiddu til hans besta hrings frá upphafi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 22:00 Tiger og Charlie Woods. Getty Images Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það stefnir allt í að áður en langt um líður verði nafnið Woods aftur meðal stærstu nafna golfheimsins. Charlie Woods, sonur Tiger Woods, virðist nefnilega ætla að feta í fótspor föður síns á golfvellinum. Charlie Axel Woods er aðeins 13 ára gamall og eflaust ósanngjarnt að setja slíka pressu á drenginn en það er kominn dágóður tími síðan hann steig fyrst inn í sviðsljósið. Charlie Woods shot a career-best 68 yesterday at the Junior National Golf ChampionshipTiger Woods was his caddy pic.twitter.com/XxfQyAZTvp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2022 Hinn 46 ára gamli Tiger hefur ekki enn langt kylfuna á hilluna en erfið bakmeiðsli sem og skelfilegt bílslys á síðasta ári hafa svo gott sem gert út um möguleika hans að halda í við bestu kylfinga heims. Hann var því hvergi sjáanlegur þegar Bandaríkin lögðu heimsúrvalið og lyftu forsetabikarnum níunda árið í röð. Tiger var nefnilega kylfusveinninn hans Charlie á Junior National Golf Championship-mótinu sem fram fór í Flórída. Eftir að spila á 80 höggum á fyrri hring mótsins þá spilaði Charlie á 68 höggum í gær, sunnudag. Spilaði hann brautina á fjórum höggum undir pari, hans besti árangur til þessa. „Pabbi sagði mér að halda ró minni. Vera stöðugur í mínum leik, halda ró minni og einbeita mér að hverju skoti. Ekki horfa of langt fram í tímann og halda huganum inn í leiknum,“ sagði Charlie aðspurður hvað hefði breyst milli daga. Charlie Woods discusses his low round of the day and career low round of 68(-4) with his Dad on the bag at the NB3 Last Chance Regional! #jgnc #nb3jgnc #seeyouatcoushatta @WilsonGolf @JuniorGolfHub @nikegolf @CoushattaResort pic.twitter.com/yB2FKMUlrM— Notah Begay III Junior Golf National Championship (@nb3jgnc) September 25, 2022 Ef Charlie heldur áfram að bæta sig, og hlusta á pabba sinn, þá ætti að styttast í að við sjáum hann á einhverjum af risamótunum í golfi. Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Charlie Axel Woods er aðeins 13 ára gamall og eflaust ósanngjarnt að setja slíka pressu á drenginn en það er kominn dágóður tími síðan hann steig fyrst inn í sviðsljósið. Charlie Woods shot a career-best 68 yesterday at the Junior National Golf ChampionshipTiger Woods was his caddy pic.twitter.com/XxfQyAZTvp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2022 Hinn 46 ára gamli Tiger hefur ekki enn langt kylfuna á hilluna en erfið bakmeiðsli sem og skelfilegt bílslys á síðasta ári hafa svo gott sem gert út um möguleika hans að halda í við bestu kylfinga heims. Hann var því hvergi sjáanlegur þegar Bandaríkin lögðu heimsúrvalið og lyftu forsetabikarnum níunda árið í röð. Tiger var nefnilega kylfusveinninn hans Charlie á Junior National Golf Championship-mótinu sem fram fór í Flórída. Eftir að spila á 80 höggum á fyrri hring mótsins þá spilaði Charlie á 68 höggum í gær, sunnudag. Spilaði hann brautina á fjórum höggum undir pari, hans besti árangur til þessa. „Pabbi sagði mér að halda ró minni. Vera stöðugur í mínum leik, halda ró minni og einbeita mér að hverju skoti. Ekki horfa of langt fram í tímann og halda huganum inn í leiknum,“ sagði Charlie aðspurður hvað hefði breyst milli daga. Charlie Woods discusses his low round of the day and career low round of 68(-4) with his Dad on the bag at the NB3 Last Chance Regional! #jgnc #nb3jgnc #seeyouatcoushatta @WilsonGolf @JuniorGolfHub @nikegolf @CoushattaResort pic.twitter.com/yB2FKMUlrM— Notah Begay III Junior Golf National Championship (@nb3jgnc) September 25, 2022 Ef Charlie heldur áfram að bæta sig, og hlusta á pabba sinn, þá ætti að styttast í að við sjáum hann á einhverjum af risamótunum í golfi.
Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira