RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. september 2022 13:31 Frá blaðamannafundi RIFF fyrr í mánuðinum. RIFF RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Sýndar verða 70 myndir í fullri lengd frá 59 löndum. Norðurlandafrumsýningar eru 31 talsins, þrjár Evrópufrumsýningar og tvær heimsfrumsýningar. „Hátíðin leggur sig fram við að velja verk kvenna í dagskrána og eru 56 prósent kvikmyndanna eftir kvenkyns leikstjóra í ár. Þar að auki er sýndur fjöldi stuttmynda, 207 talsins með fjölda frumsýninga, 86 prósent evrópskt efni,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Á dagskránni eru sýningar fjölda kvikmynda sem verðlaunaðar hafa verið á stórum kvikmyndahátíðum eins og opnunarmyndin, Vera, sem hlaut verðlaun fyrir besta leikstjórann og bestu leikkonuna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Leikkonan Vicky Krieps fékk verðlaunin fyrir bestu frammistöðuna á Cannes hátíðinni í myndinni Corsage, eftir Marie Kreutzer, sem einnig er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Myndin No Bears, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, en hún er eftir íranska kvikmyndagerðarmanninn Jafar Panahi, sem situr í fangelsi vegna gagnrýni sinnar á stjórnarfar í heimalandinu. Auk spænsku myndarinnar Alcàrras sem keppti um gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín og er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. My Love Affair With Marriage, var valin besta leikna kvikmyndin á Annecy kvikmyndahátíðinni, I Have Electric Dreams, var margverðlaunuð á Locarno kvikmyndahátíðinni, besti leikstjóri, besti leikari og besta leikkona, og Pacifiction, ein allra vinsælasta mynd Cannes hátíðarinnar í ár sem einnig er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Þá má ekki gleyma heimildamyndunum Karókí paradís, í leikstjórn hins fjölhæfa finnska listamanns Einari Paakkanen, sem fjallar um mikilvægi karókí söngs fyrir finnska geðheilsu og Girl Gang, eftir leikstjórann, Susana Meures, sem fjallar um fjórtán ára gamlan áhrifavald og líf hennar á samfélagsmiðlum. Báðar eru tilnefndar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu í desember.“ RIFF app og minna af bæklingum RIFF vill vera í fararbroddi menningarhátíða með umhverfisvernd og sjálfbærni í nýrri stefnu sinni og breyttum áherslum í störfum í samvinnu við marga samstarfsfélaga hátíðarinnar. „Við hvetjum hátíðargesti og kvikmyndaunnendur til að huga að umhverfinu í ferðaháttum og vinna með okkur að stefnunni. Erlendir gestir gera sér einnig ferð í Heiðmörk og leggja Benedikt Erlingssyni, leikstjóra, lið við gróðursetningu og ræktun sérstaks kvikmyndaskógar sem er einmitt stofnsettur til þess að draga úr umhverfismengandi áhrifum kvikmyndaiðnaðarins, hugmyndin er að hluti hans muni heita RIFF skógurinn,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. Dregið verður úr notkun prentaðs efnis á borð við dagskrá og plaköt, nýting á vistvænum efnivið aukin sem og aukin notkun rafrænna gagna. Dagskráin okkar í ár er prentuð í færri eintökum og á færri síður en fyrri ár. „Við viljum minna á verðmæti bæklingsins, ekki taka þér eintak til að henda því strax í ruslið – nýttu bæklinginn alla hátíðina eða lánaðu hann áfram og hjálpaðu okkur við grænu skrefin. Dagskráin er einnig gefin út á rafrænu formi og hægt að nálgast hana á netinu og í snjallforritinu, nýja RIFF appinu, einni stoppistoð fyrir allt sem varðar RIFF, sem Villi Neto kynnti við dagskrárkynningu RIFF 2022.“ Hjálpa okkur að skilja samhengið Keppnisflokkur hátíðarinnar nefnist Vitranir, þar sem átta kvikmyndir eftir upprennandi höfunda (fyrsta eða annað verk leikstjóra) keppast um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Verðlaunin hafa verið veitt frá 2005 og leggur hátíðin á þennan máta áherslu á framsækna og unga kvikmyndagerðarmenn. Aðrir rótgrónir dagskrár flokkar eru Fyrir opnu hafi, Heimildarmyndir og Önnur framtíð. Myndir þessa flokka eiga það sammerkt að endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur uppá að bjóða. Aðra framtíð skipa heimildarmyndir sem einblína á samfélagslega mikilvæg málefni. Einnig eru veitt verðlaun í þeim flokki. „Í gegnum árin hefur RIFF veitt verðlaun fyrir umhverfisvernd en á Bransadögum í ár vinnum við sérstaklega með áhrif kvikmyndaiðnaðarins á samfélagið og hvernig heimildarmyndagerðarmenn geta unnið í samstarfi við ólíka hópa í samfélaginu til þess að auka áhrifin af vinnu sinni. Löndin í Norðri eru í framvarðarsveit loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar hafa stórkostleg áhrif á heiminn allan auk mikilla afleiddra félagslegra og efnahagslegra áhrifa. Heimildamyndir geta hjálpað okkur til að skilja betur samhengi og áhrif og aðstoðað við að skerpa athyglina. Í gegnum kvikmyndir stuðlar hver saga að auknum alþjóðlegum skilningi og vitund, undirstöðu í baráttu gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Hvað í f******** er í gangi? ÁHRIF - RIFF, dregur þema sitt í ár saman í eina spurningu: Bakslag. Hvað í f******** er í gangi? RIFF vinnur í auknu samstarfi við ólíka samfélagshópa um að nýta áhrif kvikmyndagerðar á málefni samtímans. Málþing, sem dregur saman ólík umfjöllunarefni mynda í flokknum Önnur framtíð, verður haldið, þar sem unnið er út frá framlagi kvikmyndagerðar til mannréttindaþróunar í breiðum skilningi. Mál er varða, umhverfismál, sjálfbærni, hinsegin/kynsegin og femínísk málefni, geðrækt, málfrelsi, fólksflutninga, aðgengi (fatlaðir), ofríki og popúlisma, - minnkandi rými borgaralegs samfélags. Umfjöllunarefnin verða þar til umræðu í panel, skipuðum sérfræðingum um þessi málefni, fræðimönnum, baráttufólki og kvikmyndagerðarfólki. Bogi Ágústsson, fréttamaður, stýrir umræðum og við pallborðið verða, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, Sóley Tómasdóttir, Kynja- og fjölbreytileikafræðingur, Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur og talsmaður bættra geðheilbrigðismála, Ingileif Friðriksdóttir, kvikmyndagerðarkona og LGTBQ+ aðgerðarsinni, Thorgerdur María Þorbjarnardóttir, fyrrverandi formaður Ungra umhverfissinna og stjórnarmeðlimur í Landvernd, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og formaður Hringborðs Norðurslóða. Heiðursgestur frá Spáni Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er spænska stórleikonan Rossy de Palma, músa Pedró Almódóvars til áratuga og samverkakona úr Madrídarsenunni. Heiðursverðlaunahafar RIFF í ár eru tveir, spænski leikstjórinn Albert Serra, og kvikmyndagerðarmaður kvikmyndagerðarmannanna, hinn svissneski Alexandre O. Philippe. Ný heimildarmynd, Exxtinction Emergency, eftir Sigurjón Sighvatsson og Scott Hardie verður heimsfrumsýnd á RIFF í 2. október. Myndin er fyrsta leikstjórnarverk Sigurjóns og fjallar um alþjóðlega hreyfingu sem berst gegn loftslagsbreytingum með borgaralegri óhlýðni. Hátíðinni lýkur 9. október með heimsfrumsýningu myndarinnar Sumarljós og svo kemur nóttin, eftir Elvar Aðalsteinsson, handrit byggt á samnefndri bók eftir Jón Kalman Stefánsson. Myndina prýðir úrval íslenskra leikara. Hrönn Marinósdóttir framkvæmdastjóri RIFF ræddi hátíðina við Ísland í dag fyrr í vikunni. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alla umfjöllun okkar um RIFF hátíðina má finna HÉR á Vísi. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sýndar verða 70 myndir í fullri lengd frá 59 löndum. Norðurlandafrumsýningar eru 31 talsins, þrjár Evrópufrumsýningar og tvær heimsfrumsýningar. „Hátíðin leggur sig fram við að velja verk kvenna í dagskrána og eru 56 prósent kvikmyndanna eftir kvenkyns leikstjóra í ár. Þar að auki er sýndur fjöldi stuttmynda, 207 talsins með fjölda frumsýninga, 86 prósent evrópskt efni,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Á dagskránni eru sýningar fjölda kvikmynda sem verðlaunaðar hafa verið á stórum kvikmyndahátíðum eins og opnunarmyndin, Vera, sem hlaut verðlaun fyrir besta leikstjórann og bestu leikkonuna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Leikkonan Vicky Krieps fékk verðlaunin fyrir bestu frammistöðuna á Cannes hátíðinni í myndinni Corsage, eftir Marie Kreutzer, sem einnig er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Myndin No Bears, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, en hún er eftir íranska kvikmyndagerðarmanninn Jafar Panahi, sem situr í fangelsi vegna gagnrýni sinnar á stjórnarfar í heimalandinu. Auk spænsku myndarinnar Alcàrras sem keppti um gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín og er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. My Love Affair With Marriage, var valin besta leikna kvikmyndin á Annecy kvikmyndahátíðinni, I Have Electric Dreams, var margverðlaunuð á Locarno kvikmyndahátíðinni, besti leikstjóri, besti leikari og besta leikkona, og Pacifiction, ein allra vinsælasta mynd Cannes hátíðarinnar í ár sem einnig er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Þá má ekki gleyma heimildamyndunum Karókí paradís, í leikstjórn hins fjölhæfa finnska listamanns Einari Paakkanen, sem fjallar um mikilvægi karókí söngs fyrir finnska geðheilsu og Girl Gang, eftir leikstjórann, Susana Meures, sem fjallar um fjórtán ára gamlan áhrifavald og líf hennar á samfélagsmiðlum. Báðar eru tilnefndar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu í desember.“ RIFF app og minna af bæklingum RIFF vill vera í fararbroddi menningarhátíða með umhverfisvernd og sjálfbærni í nýrri stefnu sinni og breyttum áherslum í störfum í samvinnu við marga samstarfsfélaga hátíðarinnar. „Við hvetjum hátíðargesti og kvikmyndaunnendur til að huga að umhverfinu í ferðaháttum og vinna með okkur að stefnunni. Erlendir gestir gera sér einnig ferð í Heiðmörk og leggja Benedikt Erlingssyni, leikstjóra, lið við gróðursetningu og ræktun sérstaks kvikmyndaskógar sem er einmitt stofnsettur til þess að draga úr umhverfismengandi áhrifum kvikmyndaiðnaðarins, hugmyndin er að hluti hans muni heita RIFF skógurinn,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. Dregið verður úr notkun prentaðs efnis á borð við dagskrá og plaköt, nýting á vistvænum efnivið aukin sem og aukin notkun rafrænna gagna. Dagskráin okkar í ár er prentuð í færri eintökum og á færri síður en fyrri ár. „Við viljum minna á verðmæti bæklingsins, ekki taka þér eintak til að henda því strax í ruslið – nýttu bæklinginn alla hátíðina eða lánaðu hann áfram og hjálpaðu okkur við grænu skrefin. Dagskráin er einnig gefin út á rafrænu formi og hægt að nálgast hana á netinu og í snjallforritinu, nýja RIFF appinu, einni stoppistoð fyrir allt sem varðar RIFF, sem Villi Neto kynnti við dagskrárkynningu RIFF 2022.“ Hjálpa okkur að skilja samhengið Keppnisflokkur hátíðarinnar nefnist Vitranir, þar sem átta kvikmyndir eftir upprennandi höfunda (fyrsta eða annað verk leikstjóra) keppast um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Verðlaunin hafa verið veitt frá 2005 og leggur hátíðin á þennan máta áherslu á framsækna og unga kvikmyndagerðarmenn. Aðrir rótgrónir dagskrár flokkar eru Fyrir opnu hafi, Heimildarmyndir og Önnur framtíð. Myndir þessa flokka eiga það sammerkt að endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur uppá að bjóða. Aðra framtíð skipa heimildarmyndir sem einblína á samfélagslega mikilvæg málefni. Einnig eru veitt verðlaun í þeim flokki. „Í gegnum árin hefur RIFF veitt verðlaun fyrir umhverfisvernd en á Bransadögum í ár vinnum við sérstaklega með áhrif kvikmyndaiðnaðarins á samfélagið og hvernig heimildarmyndagerðarmenn geta unnið í samstarfi við ólíka hópa í samfélaginu til þess að auka áhrifin af vinnu sinni. Löndin í Norðri eru í framvarðarsveit loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar hafa stórkostleg áhrif á heiminn allan auk mikilla afleiddra félagslegra og efnahagslegra áhrifa. Heimildamyndir geta hjálpað okkur til að skilja betur samhengi og áhrif og aðstoðað við að skerpa athyglina. Í gegnum kvikmyndir stuðlar hver saga að auknum alþjóðlegum skilningi og vitund, undirstöðu í baráttu gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Hvað í f******** er í gangi? ÁHRIF - RIFF, dregur þema sitt í ár saman í eina spurningu: Bakslag. Hvað í f******** er í gangi? RIFF vinnur í auknu samstarfi við ólíka samfélagshópa um að nýta áhrif kvikmyndagerðar á málefni samtímans. Málþing, sem dregur saman ólík umfjöllunarefni mynda í flokknum Önnur framtíð, verður haldið, þar sem unnið er út frá framlagi kvikmyndagerðar til mannréttindaþróunar í breiðum skilningi. Mál er varða, umhverfismál, sjálfbærni, hinsegin/kynsegin og femínísk málefni, geðrækt, málfrelsi, fólksflutninga, aðgengi (fatlaðir), ofríki og popúlisma, - minnkandi rými borgaralegs samfélags. Umfjöllunarefnin verða þar til umræðu í panel, skipuðum sérfræðingum um þessi málefni, fræðimönnum, baráttufólki og kvikmyndagerðarfólki. Bogi Ágústsson, fréttamaður, stýrir umræðum og við pallborðið verða, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, Sóley Tómasdóttir, Kynja- og fjölbreytileikafræðingur, Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur og talsmaður bættra geðheilbrigðismála, Ingileif Friðriksdóttir, kvikmyndagerðarkona og LGTBQ+ aðgerðarsinni, Thorgerdur María Þorbjarnardóttir, fyrrverandi formaður Ungra umhverfissinna og stjórnarmeðlimur í Landvernd, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og formaður Hringborðs Norðurslóða. Heiðursgestur frá Spáni Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er spænska stórleikonan Rossy de Palma, músa Pedró Almódóvars til áratuga og samverkakona úr Madrídarsenunni. Heiðursverðlaunahafar RIFF í ár eru tveir, spænski leikstjórinn Albert Serra, og kvikmyndagerðarmaður kvikmyndagerðarmannanna, hinn svissneski Alexandre O. Philippe. Ný heimildarmynd, Exxtinction Emergency, eftir Sigurjón Sighvatsson og Scott Hardie verður heimsfrumsýnd á RIFF í 2. október. Myndin er fyrsta leikstjórnarverk Sigurjóns og fjallar um alþjóðlega hreyfingu sem berst gegn loftslagsbreytingum með borgaralegri óhlýðni. Hátíðinni lýkur 9. október með heimsfrumsýningu myndarinnar Sumarljós og svo kemur nóttin, eftir Elvar Aðalsteinsson, handrit byggt á samnefndri bók eftir Jón Kalman Stefánsson. Myndina prýðir úrval íslenskra leikara. Hrönn Marinósdóttir framkvæmdastjóri RIFF ræddi hátíðina við Ísland í dag fyrr í vikunni. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alla umfjöllun okkar um RIFF hátíðina má finna HÉR á Vísi.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira