Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 20:48 Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stöð 2 Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni tíundar Bjarni Frímann það hvernig hann greindi stjórnendum Sinfóníunnar frá ofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu Árna Heimis. Hann segist fyrst hafa sagt þáverandi framkvæmdastjóra, Örnu Kristínu Einarsdóttur árið 2018 en hún ekkert aðhafst í málinu. Hann hafi því þurft að vinna áfram með Árna Heimi. Þá segir hann að hann hafi einnig greint Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, núverandi framkvæmdarstjóra, og Evu Ollikainen, núverandi aðalhljómsveitarstjóra, frá málinu um leið og þær hófu störf hjá SÍ. Þær hafi heldur ekkert aðhafst. Lára Sóley segir í skriflegu svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins að Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara lengra með málið á sínum tíma og því hafi hendur stjórnenda verið bundnar. „Við erum með mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir innan hljómsveitarinnar til að taka á málum sem þessum, en ef þolandi vill ekki að farið sé lengra með málið þá getur það takmarkað möguleika sem við höfum í stöðunni,“ hefur Rúv eftir Láru Sóleyju. Hún segist þó telja að tilefni sé til að taka málið upp að nýju, nú þegar Bjarni Frímann hefur talað opinberlega um það. Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni tíundar Bjarni Frímann það hvernig hann greindi stjórnendum Sinfóníunnar frá ofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu Árna Heimis. Hann segist fyrst hafa sagt þáverandi framkvæmdastjóra, Örnu Kristínu Einarsdóttur árið 2018 en hún ekkert aðhafst í málinu. Hann hafi því þurft að vinna áfram með Árna Heimi. Þá segir hann að hann hafi einnig greint Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, núverandi framkvæmdarstjóra, og Evu Ollikainen, núverandi aðalhljómsveitarstjóra, frá málinu um leið og þær hófu störf hjá SÍ. Þær hafi heldur ekkert aðhafst. Lára Sóley segir í skriflegu svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins að Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara lengra með málið á sínum tíma og því hafi hendur stjórnenda verið bundnar. „Við erum með mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir innan hljómsveitarinnar til að taka á málum sem þessum, en ef þolandi vill ekki að farið sé lengra með málið þá getur það takmarkað möguleika sem við höfum í stöðunni,“ hefur Rúv eftir Láru Sóleyju. Hún segist þó telja að tilefni sé til að taka málið upp að nýju, nú þegar Bjarni Frímann hefur talað opinberlega um það.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55