Ógleymanleg ferð til Kúbu með VITA Icelandair 30. september 2022 09:03 Kúbverjar eru þekktir fyrir afslappað viðmót og eru vindlar, romm og kaffi þeirra helsta söluvara og tónlistin eitt helsta tjáningarform. Tónlistin, vindlarnir, rommið og hvítar strendurnar á ævintýraeyjunni Kúbu eru nú loksins aftur innan seilingar því VITA býður nú beint flug með Icelandair. Farið verður þann 19. nóvember í vikuferð undir fararstjórn Kristins R. Ólafssonar og Stefáns Ásgeirs Guðmundssonar og gist bæði í höfuðborginni Havana og strandbænum Varadero. Heimsókn til Kúbu er engu lík og í ferðinni kynnumst við töfrandi suðupotti þeirra ólíku menningarheima sem einkenna samfélagið þar sem gætir áhrifa bæði frá Afríku og Spáni. Á eyjunni ríkir einstakt andrúmsloft sem gaman er að upplifa. Kúbverjar eru þekktir fyrir afslappað viðmót og eru vindlar, romm og kaffi þeirra helsta söluvara og tónlistin eitt helsta tjáningarform. Tónlistin sveipar Havana bæði þokka og dulúð og njóta má tónlistarinnar um alla borg, á kaffihúsum og næturklúbbum. Á eyjunni ríkir einstakt andrúmsloft sem gaman er að upplifa. Fortíðin lifir enn Heimsókn til Kúbu hefur löngum verið líkt við ferðalag aftur í tímann en yfirbragð sjötta áratugarins hefur einkennt eyjuna í kjölfar byltingarinnar sem hófst 1953. Þó lífið á eyjunni sé smám saman að færast í átt til nútímans er fortíðina enn að finna í húsabyggingum, sjarmerandi götumyndinni og misvel uppgerðum fornbílum sem aka um götur. Það er því sérstök tilfinning að ganga um elsta hluta Havana. Heimsókn til Kúbu hefur oft verið líkt við tímaferðalag. Göngutúr um Obispo-götuna með vindil í munnviki er nauðsynleg og að feta í fótspor rithöfunda eins og Hemingway og Graham Greene sem settu sterkan svip á borgina á sínum tíma og gera reyndar enn. Þá litar rómantísk ímynd byltingarforingjans Che Guevara borgina og hægt er að kynna sér skrautlega stjórnmálasögu Kúbu á Byltingarsafninu í gömlu forsetahöllinni. Falleg torg er einnig að finna í Gömlu Havana. Byggingum í kringum Stjórnarráðstorgið hefur verið vel viðhaldið og þykir gamla Landstjórahúsið frá tímum Spánverja sérlega glæsilegt. Á torginu er oft hægt að fylgjast með fornbókasölum að störfum og stundum bregður fyrir götulistamönnum. Við dómkirkjutorgið standa listagallerí, söfn og skemmtilegur veitingastaður, El Patio, þar sem hægt er að setjast niður, hlusta á tónlist og fá sér drykk. Vaðið í ylvolgum sjó við Varadero Hægt verður að gista í strandbænum Varadero sem er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Havana. Hvítar strendur og ylvolgur sjór einkenna Varadero en þar er sérlega aðgrunnt og hægt að vaða langt í sjó fram. Varadero er einnig paradís fyrir golfáhugafólk og þá sem stunda sjóíþróttir en þar er hægt að fara á sjóskíði, sigla á skútum og stunda stangveiði. Aðgrunnt er við strendur Varadero og hægt að vaða langt út í ylvolgum sjónum. Nánari upplýsingar um ferðina og bókanir er að finna hér á vefsíðu VITA. Ferðalög Kúba Icelandair Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
Heimsókn til Kúbu er engu lík og í ferðinni kynnumst við töfrandi suðupotti þeirra ólíku menningarheima sem einkenna samfélagið þar sem gætir áhrifa bæði frá Afríku og Spáni. Á eyjunni ríkir einstakt andrúmsloft sem gaman er að upplifa. Kúbverjar eru þekktir fyrir afslappað viðmót og eru vindlar, romm og kaffi þeirra helsta söluvara og tónlistin eitt helsta tjáningarform. Tónlistin sveipar Havana bæði þokka og dulúð og njóta má tónlistarinnar um alla borg, á kaffihúsum og næturklúbbum. Á eyjunni ríkir einstakt andrúmsloft sem gaman er að upplifa. Fortíðin lifir enn Heimsókn til Kúbu hefur löngum verið líkt við ferðalag aftur í tímann en yfirbragð sjötta áratugarins hefur einkennt eyjuna í kjölfar byltingarinnar sem hófst 1953. Þó lífið á eyjunni sé smám saman að færast í átt til nútímans er fortíðina enn að finna í húsabyggingum, sjarmerandi götumyndinni og misvel uppgerðum fornbílum sem aka um götur. Það er því sérstök tilfinning að ganga um elsta hluta Havana. Heimsókn til Kúbu hefur oft verið líkt við tímaferðalag. Göngutúr um Obispo-götuna með vindil í munnviki er nauðsynleg og að feta í fótspor rithöfunda eins og Hemingway og Graham Greene sem settu sterkan svip á borgina á sínum tíma og gera reyndar enn. Þá litar rómantísk ímynd byltingarforingjans Che Guevara borgina og hægt er að kynna sér skrautlega stjórnmálasögu Kúbu á Byltingarsafninu í gömlu forsetahöllinni. Falleg torg er einnig að finna í Gömlu Havana. Byggingum í kringum Stjórnarráðstorgið hefur verið vel viðhaldið og þykir gamla Landstjórahúsið frá tímum Spánverja sérlega glæsilegt. Á torginu er oft hægt að fylgjast með fornbókasölum að störfum og stundum bregður fyrir götulistamönnum. Við dómkirkjutorgið standa listagallerí, söfn og skemmtilegur veitingastaður, El Patio, þar sem hægt er að setjast niður, hlusta á tónlist og fá sér drykk. Vaðið í ylvolgum sjó við Varadero Hægt verður að gista í strandbænum Varadero sem er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Havana. Hvítar strendur og ylvolgur sjór einkenna Varadero en þar er sérlega aðgrunnt og hægt að vaða langt í sjó fram. Varadero er einnig paradís fyrir golfáhugafólk og þá sem stunda sjóíþróttir en þar er hægt að fara á sjóskíði, sigla á skútum og stunda stangveiði. Aðgrunnt er við strendur Varadero og hægt að vaða langt út í ylvolgum sjónum. Nánari upplýsingar um ferðina og bókanir er að finna hér á vefsíðu VITA.
Ferðalög Kúba Icelandair Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira