Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2022 14:00 Tristan Thompson og Khloé Kardashian voru trúlofuð þegar Tristan barnaði aðra konu á síðasta ári. GETTY/JOSEPH OKPAKO/ RB/BAUER-GRIFFIN Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu. Í nýjasta þætti af raunveruleikaþáttunum The Kardashians kom fram að Khloé hefði hafnað bónorði frá Tristan. Hún sagðist ekki hafa getað sagt já við bónorðinu, þar sem hún vilji geta borið trúlofunarhringinn með stolti en ekki skömm. Þetta bónorð átti sér stað í desember árið 2019 eftir að mikið hafði gengið á í sambandinu. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið í ljós að Tristan hafði haldið framhjá Khloé á meðan hún var ólétt. Náðu aftur saman eftir framhjáhaldið Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Khloé virðist þó ekki hafa verið tilbúin til þess að trúlofast honum vegna alls sem gengið hefði á. Nú hefur tímaritið People greint frá því að Khloé og Tristan hafi svo trúlofað sig í laumi í febrúar árið 2021, eða rúmu ári eftir að Khloé hafnaði fyrsta bónorðinu. Eins og sjá mátti í fyrstu þáttaröð af The Kardashians voru Khloé og Tristan að vinna úr sínum málum og virtist sambandið ganga vel. Ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Sleit trúlofuninni eftir enn eitt framhjáhaldið Nokkrum dögum eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, komst Khloé að því að Tristan einnig ætti von á barni með annarri konu. Hann hafði haldið framhjá Khloé fljótlega eftir að þau trúlofuðust. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021. Þegar faðernispróf staðfesti að Tristan væri í raun faðirinn virðist Khloé hafa slitið leynilegu trúlofuninni. Khloé og Tristan eru ekki saman í dag. Þau eignuðust þó son saman í júlí á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður. Hollywood Tengdar fréttir Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Í nýjasta þætti af raunveruleikaþáttunum The Kardashians kom fram að Khloé hefði hafnað bónorði frá Tristan. Hún sagðist ekki hafa getað sagt já við bónorðinu, þar sem hún vilji geta borið trúlofunarhringinn með stolti en ekki skömm. Þetta bónorð átti sér stað í desember árið 2019 eftir að mikið hafði gengið á í sambandinu. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið í ljós að Tristan hafði haldið framhjá Khloé á meðan hún var ólétt. Náðu aftur saman eftir framhjáhaldið Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Khloé virðist þó ekki hafa verið tilbúin til þess að trúlofast honum vegna alls sem gengið hefði á. Nú hefur tímaritið People greint frá því að Khloé og Tristan hafi svo trúlofað sig í laumi í febrúar árið 2021, eða rúmu ári eftir að Khloé hafnaði fyrsta bónorðinu. Eins og sjá mátti í fyrstu þáttaröð af The Kardashians voru Khloé og Tristan að vinna úr sínum málum og virtist sambandið ganga vel. Ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Sleit trúlofuninni eftir enn eitt framhjáhaldið Nokkrum dögum eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, komst Khloé að því að Tristan einnig ætti von á barni með annarri konu. Hann hafði haldið framhjá Khloé fljótlega eftir að þau trúlofuðust. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021. Þegar faðernispróf staðfesti að Tristan væri í raun faðirinn virðist Khloé hafa slitið leynilegu trúlofuninni. Khloé og Tristan eru ekki saman í dag. Þau eignuðust þó son saman í júlí á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður.
Hollywood Tengdar fréttir Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30
Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30
Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07