Meðlimir sértrúarsafnaðar flúðu úr haldi í Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 15:38 Félagar úr söfnuðinum Lev Tahor brutu sér leið fram hjá fulltrúum mexíkóskra innflytjendayfirvalda í Chiapas-ríki. Um tuttugu meðlimir gyðinglegs sértrúarsafnaðar í Mexíkó flúðu úr haldi lögreglu. Húsleit var gerð í búðum safnaðarins fyrir helgi vegna gruns og mansal og alvarleg kynferðisbrot. Karlmenn, konur og börn voru á meðal þeirra sem flúðu úr húsnæði innflytjendayfirvalda þar sem þeim hefur verið haldið frá því að húsleitin var gerð á föstudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Húsleitin var samstarfsverkefni mexíkósku lögreglunnar og sveitar sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumanna, sem hafa fylgst með söfnuðinum. Fólkið tilheyrir Lev Tahor, umdeildum söfnuði sem var stofnaður í Ísrael. Hann er þekktur fyrir öfgakenndar reglur og barnabrúðkaup. Stúlkur allt niður í fjögurra ára gamlar eru látnar hylja líkama sinn frá toppi til táar með kufli. Tveir félagar í söfnuðinum, einn Kanadamaður og annar Ísraeli, voru handteknir í húsleitinni og eru þeir grunaðir um mansal og kynferðisbrot. Tveggja annarra sem flúðu búðir fyrir húsleitina er enn leitað. Þá eru fimm aðrir grunaðir um brot á mexíkóskri innflytjendalöggjöf. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að hópurinn sem var í haldi hafi mótmælt varðhaldinu frá upphafi, ráðist á fangaverði og efnt til uppþota. Ekki er ljóst hvert fólkið fór eftir flóttann. AP-fréttastofan segir að flutningabíll hafi flutt fólkið að landamærum Gvatemala þar sem söfnuðurinn er einnig með bækistöðvar. Trúmál Mexíkó Tengdar fréttir Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Karlmenn, konur og börn voru á meðal þeirra sem flúðu úr húsnæði innflytjendayfirvalda þar sem þeim hefur verið haldið frá því að húsleitin var gerð á föstudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Húsleitin var samstarfsverkefni mexíkósku lögreglunnar og sveitar sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumanna, sem hafa fylgst með söfnuðinum. Fólkið tilheyrir Lev Tahor, umdeildum söfnuði sem var stofnaður í Ísrael. Hann er þekktur fyrir öfgakenndar reglur og barnabrúðkaup. Stúlkur allt niður í fjögurra ára gamlar eru látnar hylja líkama sinn frá toppi til táar með kufli. Tveir félagar í söfnuðinum, einn Kanadamaður og annar Ísraeli, voru handteknir í húsleitinni og eru þeir grunaðir um mansal og kynferðisbrot. Tveggja annarra sem flúðu búðir fyrir húsleitina er enn leitað. Þá eru fimm aðrir grunaðir um brot á mexíkóskri innflytjendalöggjöf. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að hópurinn sem var í haldi hafi mótmælt varðhaldinu frá upphafi, ráðist á fangaverði og efnt til uppþota. Ekki er ljóst hvert fólkið fór eftir flóttann. AP-fréttastofan segir að flutningabíll hafi flutt fólkið að landamærum Gvatemala þar sem söfnuðurinn er einnig með bækistöðvar.
Trúmál Mexíkó Tengdar fréttir Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47