Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 18:48 Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands Stöð 2 Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því á fimmtudag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni segir Bjarni frá því að hann hafi greint stjórnendum Sinfóníunar frá ofbeldinu, en þeir hafi ekkert aðhafst. Meðal þeirra sem Bjarni kveðst hafa greint frá ofbeldinu er Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar. Bjarni kveðst hafa látið hana vita af málinu um leið og hún hóf störf hjá Sinfóníunni. Í kjölfar þess að Bjarni steig fram sendi Árni Heimir frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa farið yfir mörk og baðst afsökunar á ósæmilegri hegðun. Að sama skapi sagðist hann vera staðráðinn í að vinna í sjálfum sér, eins og hann hefði gert síðustu tvö ár. Tjá sig lítið um málefni einstakra starfsmanna Í skriflegu svari Láru Sóleyjar við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að hendur SÍ séu að einhverju leyti bundnar, ef litið er til þess hversu mikið forsvarsmenn hennar megi tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. „Ég get hinsvegar staðfest að Árni Heimir, sem áður starfaði sem listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, er ekki starfsmaður hjá hljómsveitinni og sinnir engum verkefnum fyrir hana,“ segir í svari Láru Sóleyjar. Þá segir þar að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ taki ofbeldismál mjög alvarlega og að sárt hafi verið að heyra frásögn Bjarna Frímanns. „Þegar upp koma mál er varða einelti, áreitni eða ofbeldi í vinnuumhverfinu þá förum við eftir ferlum sem voru innleiddir hjá okkur 2017 og uppfærðir síðast árið 2021. Í þeim ferlum felst að þegar slík mál koma inn á okkar borð þá leitum við aðstoðar og ráðleggingar utanaðkomandi og óháðra sérfræðinga. Stjórnendur taka síðan ákvörðun út frá fyrirliggjandi upplýsingum og eðli máls hverju sinni,“ segir þá í svarinu. Þá kemur fram að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ hafi ákveðið að fela óháðum fagaðila að „skoða þetta mál í kjölinn.“ Sú vinna fari strax af stað. Í svarinu kemur ekki fram um hvaða óháða aðila er að ræða, né hvers konar vinnu viðkomandi muni ráðast í. Sinfóníuhljómsveit Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því á fimmtudag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni segir Bjarni frá því að hann hafi greint stjórnendum Sinfóníunar frá ofbeldinu, en þeir hafi ekkert aðhafst. Meðal þeirra sem Bjarni kveðst hafa greint frá ofbeldinu er Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar. Bjarni kveðst hafa látið hana vita af málinu um leið og hún hóf störf hjá Sinfóníunni. Í kjölfar þess að Bjarni steig fram sendi Árni Heimir frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa farið yfir mörk og baðst afsökunar á ósæmilegri hegðun. Að sama skapi sagðist hann vera staðráðinn í að vinna í sjálfum sér, eins og hann hefði gert síðustu tvö ár. Tjá sig lítið um málefni einstakra starfsmanna Í skriflegu svari Láru Sóleyjar við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að hendur SÍ séu að einhverju leyti bundnar, ef litið er til þess hversu mikið forsvarsmenn hennar megi tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. „Ég get hinsvegar staðfest að Árni Heimir, sem áður starfaði sem listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, er ekki starfsmaður hjá hljómsveitinni og sinnir engum verkefnum fyrir hana,“ segir í svari Láru Sóleyjar. Þá segir þar að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ taki ofbeldismál mjög alvarlega og að sárt hafi verið að heyra frásögn Bjarna Frímanns. „Þegar upp koma mál er varða einelti, áreitni eða ofbeldi í vinnuumhverfinu þá förum við eftir ferlum sem voru innleiddir hjá okkur 2017 og uppfærðir síðast árið 2021. Í þeim ferlum felst að þegar slík mál koma inn á okkar borð þá leitum við aðstoðar og ráðleggingar utanaðkomandi og óháðra sérfræðinga. Stjórnendur taka síðan ákvörðun út frá fyrirliggjandi upplýsingum og eðli máls hverju sinni,“ segir þá í svarinu. Þá kemur fram að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ hafi ákveðið að fela óháðum fagaðila að „skoða þetta mál í kjölinn.“ Sú vinna fari strax af stað. Í svarinu kemur ekki fram um hvaða óháða aðila er að ræða, né hvers konar vinnu viðkomandi muni ráðast í.
Sinfóníuhljómsveit Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48
Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55
Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent