Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 22:51 Forsetakosningarnar í Brasilíu í dag fóru fram samhliða kosningum til þings, bæði í fulltrúa- og öldungadeild. Getty/Andressa Anholete Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. Þegar þetta er skrifað hafa um 50 prósent atkvæða verið talin. Bolsonaro forseti er með rúm 46 prósent þeirra, en Lula tæp 45. Fái enginn frambjóðandi yfir 50 prósent atvkæða í fyrstu umferðinni er blásið til annarrar umferðar þar sem kjósendur geta valið á milli tveggja efstu. Ellefu eru í framboði en lengi hefur verið ljóst að í augum flestra kjósenda væri valið á milli Bolsonaro og Lula. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um kosningarnar kemur þó fram að margt geti enn breyst. Þannig er bent á að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða í Rio og São Paulo, en það eru borgir þar sem Bolsonaro átti góðu gengi að fagna árið 2018. Að sama skapi séu atkvæðatölur frá norðausturhluta landsins, þar sem Lula er alla jafna sterkur á velli. Fari svo að blása þurfi til annarrar umferðar kosninganna myndi hún fara fram sunnudaginn 30. október næstkomandi. Hver sem síðan verður hlutskarpastur í kosningunum mun sverja embættiseið 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum í Brasilíu var líklegra að Lula myndi hafa betur, og jafnvel sigra Bolsonaro strax í fyrstu umferð. Sjálfur hefur Bolsonaro látið í veðri vaka að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, fari þær svo að hann tapi. Þannig hefur hann sáð efasemdarfræjum um heilindi kosninganna og sagt of auðvelt að svindla í rafrænum kosningum, en kosningar í Brasilíu hafa verið það síðan árið 1996. Brasilía Tengdar fréttir Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa um 50 prósent atkvæða verið talin. Bolsonaro forseti er með rúm 46 prósent þeirra, en Lula tæp 45. Fái enginn frambjóðandi yfir 50 prósent atvkæða í fyrstu umferðinni er blásið til annarrar umferðar þar sem kjósendur geta valið á milli tveggja efstu. Ellefu eru í framboði en lengi hefur verið ljóst að í augum flestra kjósenda væri valið á milli Bolsonaro og Lula. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um kosningarnar kemur þó fram að margt geti enn breyst. Þannig er bent á að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða í Rio og São Paulo, en það eru borgir þar sem Bolsonaro átti góðu gengi að fagna árið 2018. Að sama skapi séu atkvæðatölur frá norðausturhluta landsins, þar sem Lula er alla jafna sterkur á velli. Fari svo að blása þurfi til annarrar umferðar kosninganna myndi hún fara fram sunnudaginn 30. október næstkomandi. Hver sem síðan verður hlutskarpastur í kosningunum mun sverja embættiseið 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum í Brasilíu var líklegra að Lula myndi hafa betur, og jafnvel sigra Bolsonaro strax í fyrstu umferð. Sjálfur hefur Bolsonaro látið í veðri vaka að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, fari þær svo að hann tapi. Þannig hefur hann sáð efasemdarfræjum um heilindi kosninganna og sagt of auðvelt að svindla í rafrænum kosningum, en kosningar í Brasilíu hafa verið það síðan árið 1996.
Brasilía Tengdar fréttir Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00