Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 08:01 Erling Haaland og Jack Grealish fagna einu af mörkunum þremur sem Norðmaðurinn skoraði í gær. Getty/Michael Regan „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. Hinn 22 ára Haaland hefur komið eins og sannkallaður stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í fótbolta og skorað 14 mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Þar af eru þrjár þrennur, á heimavelli gegn United, Nottingham Forest og Crystal Palace. Hefð er fyrir því í enska boltanum að skori menn þrennu fái þeir að eiga keppnisbolta úr leiknum og er Haaland því strax búinn að eignast þrjá bolta. Norðmaðurinn fékk eiginhandaráritanir frá liðsfélögum sínum á boltann í gær og vakti skemmtileg kveðja frá Laporte sérstaka athygli: „Ég er búinn að skrifa á fleiri bolta út af þrennum hjá þér heldur en á samninga,“ skrifaði Laporte á boltann eins og sjá má hér að neðan. Aymeric @Laporte's message on @ErlingHaaland's match ball: "I have signed more balls for your hat-tricks than contracts." [via @carrusel] https://t.co/f6Fj9dRsm2— City Xtra (@City_Xtra) October 2, 2022 Laporte hélt svo áfram að gantast á samfélagsmiðlum eftir leikinn og sagði ljóst að í því myndi felast umtalsverður kostnaður að Haaland fengi alltaf bolta eftir þrennurnar sínar. This is going to cost a lot of money in foot balls lol https://t.co/8DgApdnu5r— Aymeric Laporte (@Laporte) October 2, 2022 Haaland þurfti aðeins átta leiki til að skora þrjár fyrstu þrennur sínar í ensku úrvalsdeildinni. Á það hefur verið bent til samanburðar að Cristiano Ronaldo, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, hefur skorað jafnmargar þrennur í sínum 232 leikjum í deildinni. Premier League hat tricks:3 Erling Haaland (8 matches)3 Cristiano Ronaldo (232 matches) pic.twitter.com/um8moufg2s— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Ronaldo spilaði í deildinni frá 18-24 ára aldurs og sneri svo aftur fyrir ári síðan, 36 ára gamall. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagðist eftir leikinn í gær hafa haldið Ronaldo á varamannabekknum af „virðingu“ við leikmanninn, í stað þess að láta hann taka þátt í þeirri hálfgerðu jarðarför sem fór fram. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Hinn 22 ára Haaland hefur komið eins og sannkallaður stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í fótbolta og skorað 14 mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Þar af eru þrjár þrennur, á heimavelli gegn United, Nottingham Forest og Crystal Palace. Hefð er fyrir því í enska boltanum að skori menn þrennu fái þeir að eiga keppnisbolta úr leiknum og er Haaland því strax búinn að eignast þrjá bolta. Norðmaðurinn fékk eiginhandaráritanir frá liðsfélögum sínum á boltann í gær og vakti skemmtileg kveðja frá Laporte sérstaka athygli: „Ég er búinn að skrifa á fleiri bolta út af þrennum hjá þér heldur en á samninga,“ skrifaði Laporte á boltann eins og sjá má hér að neðan. Aymeric @Laporte's message on @ErlingHaaland's match ball: "I have signed more balls for your hat-tricks than contracts." [via @carrusel] https://t.co/f6Fj9dRsm2— City Xtra (@City_Xtra) October 2, 2022 Laporte hélt svo áfram að gantast á samfélagsmiðlum eftir leikinn og sagði ljóst að í því myndi felast umtalsverður kostnaður að Haaland fengi alltaf bolta eftir þrennurnar sínar. This is going to cost a lot of money in foot balls lol https://t.co/8DgApdnu5r— Aymeric Laporte (@Laporte) October 2, 2022 Haaland þurfti aðeins átta leiki til að skora þrjár fyrstu þrennur sínar í ensku úrvalsdeildinni. Á það hefur verið bent til samanburðar að Cristiano Ronaldo, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, hefur skorað jafnmargar þrennur í sínum 232 leikjum í deildinni. Premier League hat tricks:3 Erling Haaland (8 matches)3 Cristiano Ronaldo (232 matches) pic.twitter.com/um8moufg2s— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Ronaldo spilaði í deildinni frá 18-24 ára aldurs og sneri svo aftur fyrir ári síðan, 36 ára gamall. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagðist eftir leikinn í gær hafa haldið Ronaldo á varamannabekknum af „virðingu“ við leikmanninn, í stað þess að láta hann taka þátt í þeirri hálfgerðu jarðarför sem fór fram.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02
Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31
Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51