„Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2022 15:30 Albert Serra og Alexandre O. Philippe mættu á RIFF. RIFF Kvikmyndaleikstjórunum Albert Serra og Alexandre O. Philippe voru veitt heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn. Leikstjórarnir eru staddir hér á landi og veittu verðlaununum móttöku fyrir helgi í Húsi máls og menningar. Það var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti kvenforseti á heimsvísu, sem veitti leikstjórunum verðlaunin og þakkaði þeim fyrir framlag sitt til listarinnar fyrir hönd RIFF. Alexandre O. Philippe, sem oft kallaður kvikmyndaleikstjóri kvikmyndaleikstjóranna. er glettinn í framkomu. Hann er lágvaxinn, snyrtilega klæddur en á sama tíma frjálslegur í fasi. Í stuttu spjalli segir hann hæfileikann til að skapa marglaga senur sé ekki öllum gefinn. Hann hafi ástríðu fyrir leikstjórum sem skapi slík verk. Hann hefur getið sér orð fyrir svokallaðar kvikmyndaesseyjur, kvikmyndir um kvikmyndir. HeiðursverðlauninRiff Enginn áfangastaður „Mér finnst það til marks um listaverk þegar þau eru bæði unnin fyrir meðvitund og undirmeðvitund. Listamenn sem eru í takt við sköpun sína eru í meginatriðum í takt við alheiminn. Og það er ekki eitthvað sem þeir endilega ætla sér. Þeir bara gera það,“ sagði Alexandre á RIFF. Leikstjórarnir tóku þátt í málþingi á RIFF auk þess að taka við verðlaununum. „Lög góðra listaverka eru óendanleg. Og fyrir mér, snýst þetta ekki um að leysa gátu, þú getur aldrei útskýrt til fulls frábært listaverk. Þú getur opnað hurðir á listaverki sem hefur aldrei verið opnuð áður. En í hvert skipti sem þú opnar hurð munu fimm aðrar hurðir birtast þér. Svo því dýpra sem þú kafar í leyndardóma listarinnar, því fleiri spurningar munu birtast þér. Og þess vegna elska ég það sem ég geri, því það er enginn áfangastaður. Og það er enginn botn. Það er frekar hið óvænta.“ Albert Serra og Alexandre O. PhilippeSamsett/Getty Líkt og ljóð sem hefur verið meitlað með þeim hætti að hægt er að skilja það með margvíslegum hætti? „Já, nákvæmlega. Þetta snýst um það hvernig þú veist það, hvernig þú segir það, um afhendinguna á verkinu og tilfinningarnar á bak við það. Tilganginn og sjónarhornið á bak við sköpunina. Ég meina, allt þetta hefur vissulega áhrif á allt sem við gerum. Og ég held að það sé þess vegna sem orð skipta máli. Ekki satt? Ég meina, það er vægt til orða tekið. Orð og hvernig þú segir þessi orð, og hvernig þú kemur orðunum til skila er það sem hefur mikil áhrif.” Hugsar um upplifunina Alexandre segist ekki vita af hverju hann valdi kvikmyndalist umfram aðrar listgreinar. „Ég veit það ekki, ég held að það sýni á vissan hátt að ég átti ekki að vera kvikmyndagerðarmaður. En ég hef svo djúpa ástríðu fyrir kvikmyndum og því að reyna að skilja þessar þær og deila ástríðu minni fyrir þessum myndum, að það gerðist eiginlega lífrænt. Veistu, ég hafði aldrei ímyndað mér að ég yrði kvikmyndagerðarmaður. Að ég myndi ferðast um heiminn. Sýna myndirnar mínar og deila þeim með áhorfendum og fjalla um klassíska kvikmyndagerð. Og að hljóta verðlaun fyrir það sem ég elska. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég bý til kvikmyndir. Ég geri það, vegna þess að ég hef virkilega brennandi áhuga á að grafa mig inn í kvikmyndir og deila því með áhorfendum. Og þegar fólk horfir á kvikmyndir mínar og segir mér að það horfi nú á Hitchcock á alveg nýjan hátt, þá gleðst ég. Ekkert gleður mig meira en það þegar fólk deilir því með mér að það hafi öðlast nýja sýn á verk þeirra sem ég fjalla um. Því þá er það fólk að fara í ferðalag og mun gera sínar eigin uppgötvanir. Og hver veit, kannski eru sumir þeirra núna að vinna að kvikmyndum um kvikmyndir og gera sínar eigin kvikmyndaesseyjur.“ Í vissum skilningi sé það eins og að kveikja fræðilega neista. „Ég reyni virkilega að tryggja að myndirnar mínar þyki ekki fræðilegar, að þær séu aðgengilegar, að þær séu skemmtilegar, að þær séu heillandi að horfa á. Það er grundvallarmunurinn á að skrifa 500 blaðsíðna bók um David Lynch í Galdrakarlinum í Oz, eða kynna leikræna upplifun sem fólk getur setið í myrku leikhúsi í 100 mínútur og upplifað. Auðvitað lærir fólk af því en ég er fyrst og fremst að hugsa um kvikmyndaupplifun. “ „Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum, alveg sama hvað þú átt mikið af þeim.“ AlexandreRIFF Flókin blanda Albert Serra er mjög hispurslaus í skoðunum og segir það sem honum finnst refjalaust. Hann hefur sterkar skoðanir á kvikmyndaframleiðslu og þeim takmörkunum sem hann segir felast í efni sem framleitt er fyrir sjónvarp og efnisveitur. Þegar hann er spurður út í spænsku nýbylgjuna í kvikmyndagerð segist hann ekkert um hana vita. „Kannski er hún ekki einu sinni til. Ég veit það ekki, ég er ekki hluti af henni. Mínar myndir eru gerðar í Frakklandi, með frönskum leikurum og á frönsku. Ég held að enginn hafi áhuga á henni. Þetta er hálfgerður sjúkdómur.“ Gagnrýnendur hafa lýst myndinni þinni þannig að hún geri andrúmsloftið á Tahíti nánast áþreifanlegt. Að það sé nánast hægt að finna lyktina, rakann og hitann af tjaldinu, að þetta sé seiðandi upplifun á spennumynd. „Já, það er hægt að upplifa mynd með þeim hætti þegar hún er sýnd á stóru tjaldi í kvikmyndahúsi. Það skiptir máli til að magna upplifunina sem verður nánast líkamleg. Skynjunin er flókin blanda af hinu líkamlega og vitsmunalega. Stundum verður upplifunin skýr og stundum verður þessi flókna samsetning til þess að rugla hlutina, gera allt óljósara og meira krefjandi fyrir skynjunina. Það er ekki þessi dæmigerði dramatúrgíufókus sem við notum með tímann í myndinni. Það er óreglulegt ferli, fullt af augnablikum sem skapa einhvers konar frestun á tímanum, nánast eins og hormón sem eru ekki leyfð, í sjónvarpi. Það eru augnablik sem breyta skynjun tímans sem eru aðeins öðruvísi en það sem þú getur séð í hefðbundnum kvikmyndum.“ AlbertRIFF Lífið leiðinlegra eftir að maður eldist Hann segir þetta mjög mikilvægt samtal við undirmeðvitundina. „Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um allar þessar takmarkanir sem fjöldaframleiðslan setur og takmarkar það sem leyft er að sýna í sjónvarpi eða á streymisveitum. Það er mjög mikilvægt að brjóta af sér þá hlekki. Þar er alltaf verið að leiða áhorfandann áfram og gæta þess að hann tapi ekki athyglinni en á sama tíma er tekið út allt sem gerir myndina áhugaverða svo það situr ekkert eftir. Þetta er eins og eiturlyfjafíkn. Fíkillinn veit alveg að hann er týndur í kjaftæðinu en hann getur samt ekki hætt.“ Albert valdi kvikmyndagerð af því að hann vildi hafa gaman að lífinu. „Ég skildi að lífið verður alltaf leiðinlegra og leiðinlegra eftir því sem maður eldist. Svo ég ákvað að breyta til. Það er raunverulega mjög gaman að skapa kvikmyndir, sérstaklega í tökum. Það eru mörg mjög skemmtileg augnablik. Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum, alveg sama hvað þú átt mikið af þeim. Ekki þá ánægju sem ég hef af kvikmyndagerð. Það er ógerningur. Þetta er í raun mjög sjaldgæft form af frelsi því flest fólk er alltaf í leit að öryggi í vissunni. Það er byrjunin á endinum.“ Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31 Sviðsetur kvikmyndaupplifanir á Íslandi í jökli, sundlaug og helli Sundbíó RIFF í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur er einn að viðburðum kvikmyndahátíðarinnar sem selst alltaf upp. Nanna Gunnarsdóttir hefur undanfarin ár sviðsett viðburðinn og gert að ógleymanlegri reynslu kvikmyndaunnenda. 28. september 2022 13:00 Hljóta heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn Kvikmyndaleikstjórarnir Albert Serra og Alexandre O. Philippe fá heiðursverðlaun RIFF í ár. Leikstjórarnir tveir verða staddir á Íslandi við upphaf hátíðarinnar þann 29. september, en hún stendur til 9. október. 6. september 2022 11:54 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti kvenforseti á heimsvísu, sem veitti leikstjórunum verðlaunin og þakkaði þeim fyrir framlag sitt til listarinnar fyrir hönd RIFF. Alexandre O. Philippe, sem oft kallaður kvikmyndaleikstjóri kvikmyndaleikstjóranna. er glettinn í framkomu. Hann er lágvaxinn, snyrtilega klæddur en á sama tíma frjálslegur í fasi. Í stuttu spjalli segir hann hæfileikann til að skapa marglaga senur sé ekki öllum gefinn. Hann hafi ástríðu fyrir leikstjórum sem skapi slík verk. Hann hefur getið sér orð fyrir svokallaðar kvikmyndaesseyjur, kvikmyndir um kvikmyndir. HeiðursverðlauninRiff Enginn áfangastaður „Mér finnst það til marks um listaverk þegar þau eru bæði unnin fyrir meðvitund og undirmeðvitund. Listamenn sem eru í takt við sköpun sína eru í meginatriðum í takt við alheiminn. Og það er ekki eitthvað sem þeir endilega ætla sér. Þeir bara gera það,“ sagði Alexandre á RIFF. Leikstjórarnir tóku þátt í málþingi á RIFF auk þess að taka við verðlaununum. „Lög góðra listaverka eru óendanleg. Og fyrir mér, snýst þetta ekki um að leysa gátu, þú getur aldrei útskýrt til fulls frábært listaverk. Þú getur opnað hurðir á listaverki sem hefur aldrei verið opnuð áður. En í hvert skipti sem þú opnar hurð munu fimm aðrar hurðir birtast þér. Svo því dýpra sem þú kafar í leyndardóma listarinnar, því fleiri spurningar munu birtast þér. Og þess vegna elska ég það sem ég geri, því það er enginn áfangastaður. Og það er enginn botn. Það er frekar hið óvænta.“ Albert Serra og Alexandre O. PhilippeSamsett/Getty Líkt og ljóð sem hefur verið meitlað með þeim hætti að hægt er að skilja það með margvíslegum hætti? „Já, nákvæmlega. Þetta snýst um það hvernig þú veist það, hvernig þú segir það, um afhendinguna á verkinu og tilfinningarnar á bak við það. Tilganginn og sjónarhornið á bak við sköpunina. Ég meina, allt þetta hefur vissulega áhrif á allt sem við gerum. Og ég held að það sé þess vegna sem orð skipta máli. Ekki satt? Ég meina, það er vægt til orða tekið. Orð og hvernig þú segir þessi orð, og hvernig þú kemur orðunum til skila er það sem hefur mikil áhrif.” Hugsar um upplifunina Alexandre segist ekki vita af hverju hann valdi kvikmyndalist umfram aðrar listgreinar. „Ég veit það ekki, ég held að það sýni á vissan hátt að ég átti ekki að vera kvikmyndagerðarmaður. En ég hef svo djúpa ástríðu fyrir kvikmyndum og því að reyna að skilja þessar þær og deila ástríðu minni fyrir þessum myndum, að það gerðist eiginlega lífrænt. Veistu, ég hafði aldrei ímyndað mér að ég yrði kvikmyndagerðarmaður. Að ég myndi ferðast um heiminn. Sýna myndirnar mínar og deila þeim með áhorfendum og fjalla um klassíska kvikmyndagerð. Og að hljóta verðlaun fyrir það sem ég elska. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég bý til kvikmyndir. Ég geri það, vegna þess að ég hef virkilega brennandi áhuga á að grafa mig inn í kvikmyndir og deila því með áhorfendum. Og þegar fólk horfir á kvikmyndir mínar og segir mér að það horfi nú á Hitchcock á alveg nýjan hátt, þá gleðst ég. Ekkert gleður mig meira en það þegar fólk deilir því með mér að það hafi öðlast nýja sýn á verk þeirra sem ég fjalla um. Því þá er það fólk að fara í ferðalag og mun gera sínar eigin uppgötvanir. Og hver veit, kannski eru sumir þeirra núna að vinna að kvikmyndum um kvikmyndir og gera sínar eigin kvikmyndaesseyjur.“ Í vissum skilningi sé það eins og að kveikja fræðilega neista. „Ég reyni virkilega að tryggja að myndirnar mínar þyki ekki fræðilegar, að þær séu aðgengilegar, að þær séu skemmtilegar, að þær séu heillandi að horfa á. Það er grundvallarmunurinn á að skrifa 500 blaðsíðna bók um David Lynch í Galdrakarlinum í Oz, eða kynna leikræna upplifun sem fólk getur setið í myrku leikhúsi í 100 mínútur og upplifað. Auðvitað lærir fólk af því en ég er fyrst og fremst að hugsa um kvikmyndaupplifun. “ „Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum, alveg sama hvað þú átt mikið af þeim.“ AlexandreRIFF Flókin blanda Albert Serra er mjög hispurslaus í skoðunum og segir það sem honum finnst refjalaust. Hann hefur sterkar skoðanir á kvikmyndaframleiðslu og þeim takmörkunum sem hann segir felast í efni sem framleitt er fyrir sjónvarp og efnisveitur. Þegar hann er spurður út í spænsku nýbylgjuna í kvikmyndagerð segist hann ekkert um hana vita. „Kannski er hún ekki einu sinni til. Ég veit það ekki, ég er ekki hluti af henni. Mínar myndir eru gerðar í Frakklandi, með frönskum leikurum og á frönsku. Ég held að enginn hafi áhuga á henni. Þetta er hálfgerður sjúkdómur.“ Gagnrýnendur hafa lýst myndinni þinni þannig að hún geri andrúmsloftið á Tahíti nánast áþreifanlegt. Að það sé nánast hægt að finna lyktina, rakann og hitann af tjaldinu, að þetta sé seiðandi upplifun á spennumynd. „Já, það er hægt að upplifa mynd með þeim hætti þegar hún er sýnd á stóru tjaldi í kvikmyndahúsi. Það skiptir máli til að magna upplifunina sem verður nánast líkamleg. Skynjunin er flókin blanda af hinu líkamlega og vitsmunalega. Stundum verður upplifunin skýr og stundum verður þessi flókna samsetning til þess að rugla hlutina, gera allt óljósara og meira krefjandi fyrir skynjunina. Það er ekki þessi dæmigerði dramatúrgíufókus sem við notum með tímann í myndinni. Það er óreglulegt ferli, fullt af augnablikum sem skapa einhvers konar frestun á tímanum, nánast eins og hormón sem eru ekki leyfð, í sjónvarpi. Það eru augnablik sem breyta skynjun tímans sem eru aðeins öðruvísi en það sem þú getur séð í hefðbundnum kvikmyndum.“ AlbertRIFF Lífið leiðinlegra eftir að maður eldist Hann segir þetta mjög mikilvægt samtal við undirmeðvitundina. „Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um allar þessar takmarkanir sem fjöldaframleiðslan setur og takmarkar það sem leyft er að sýna í sjónvarpi eða á streymisveitum. Það er mjög mikilvægt að brjóta af sér þá hlekki. Þar er alltaf verið að leiða áhorfandann áfram og gæta þess að hann tapi ekki athyglinni en á sama tíma er tekið út allt sem gerir myndina áhugaverða svo það situr ekkert eftir. Þetta er eins og eiturlyfjafíkn. Fíkillinn veit alveg að hann er týndur í kjaftæðinu en hann getur samt ekki hætt.“ Albert valdi kvikmyndagerð af því að hann vildi hafa gaman að lífinu. „Ég skildi að lífið verður alltaf leiðinlegra og leiðinlegra eftir því sem maður eldist. Svo ég ákvað að breyta til. Það er raunverulega mjög gaman að skapa kvikmyndir, sérstaklega í tökum. Það eru mörg mjög skemmtileg augnablik. Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum, alveg sama hvað þú átt mikið af þeim. Ekki þá ánægju sem ég hef af kvikmyndagerð. Það er ógerningur. Þetta er í raun mjög sjaldgæft form af frelsi því flest fólk er alltaf í leit að öryggi í vissunni. Það er byrjunin á endinum.“
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31 Sviðsetur kvikmyndaupplifanir á Íslandi í jökli, sundlaug og helli Sundbíó RIFF í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur er einn að viðburðum kvikmyndahátíðarinnar sem selst alltaf upp. Nanna Gunnarsdóttir hefur undanfarin ár sviðsett viðburðinn og gert að ógleymanlegri reynslu kvikmyndaunnenda. 28. september 2022 13:00 Hljóta heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn Kvikmyndaleikstjórarnir Albert Serra og Alexandre O. Philippe fá heiðursverðlaun RIFF í ár. Leikstjórarnir tveir verða staddir á Íslandi við upphaf hátíðarinnar þann 29. september, en hún stendur til 9. október. 6. september 2022 11:54 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31
Sviðsetur kvikmyndaupplifanir á Íslandi í jökli, sundlaug og helli Sundbíó RIFF í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur er einn að viðburðum kvikmyndahátíðarinnar sem selst alltaf upp. Nanna Gunnarsdóttir hefur undanfarin ár sviðsett viðburðinn og gert að ógleymanlegri reynslu kvikmyndaunnenda. 28. september 2022 13:00
Hljóta heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn Kvikmyndaleikstjórarnir Albert Serra og Alexandre O. Philippe fá heiðursverðlaun RIFF í ár. Leikstjórarnir tveir verða staddir á Íslandi við upphaf hátíðarinnar þann 29. september, en hún stendur til 9. október. 6. september 2022 11:54