Einn þekktasti tölvuleikjaspilari heims sýndi loks andlit sitt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2022 12:50 Enginn hafði séð Dream áður en hann birti myndbandið í gær. Tölvuleikjaspilarinn Dream er best þekktur fyrir Minecraft-myndbönd sín á YouTube en hann er af mörgum talinn einn sá besti í leiknum í heiminum. Hann hafði aldrei sýnt andlit sitt þar til í gær. Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022 Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022
Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira