Menning

KÚNST: Á­kvað að verða mynd­listar­maður þegar hann var tíu ára

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.
Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Einar Árnason

Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST.

Í spilaranum hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni:

Byrjaði fjögurra ára að skapa list

Aðspurður hvenær hann ákvað fyrst að hann vildi verða myndlistarmaður svaraði Sigurður Sævar eftirfarandi:

„Ég var tíu ára gamall þegar ég ákvað það. Ég var samt alltaf skapandi. Ég held ég hafi verið fjögurra ára gamall þegar ég stofnaði mitt eigið smíðaverkstæði í garðinum á Sólvallagötu þar sem ég ólst upp. Svona eftir á að hyggja held ég að það sem ég smíðaði þar hafi trúlega verið meira listaverk eða einhverjir skúlptúrar heldur en eitthvað nothæft.“

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og hefur fólk getað fylgst með listrænni þróun Sigurðar Sævars skref fyrir skref. Hann ákvað að halda út árið 2019 og stundar nám við Konunglegu listaakademíuna í Den Haag, sem hann segir mjög gefandi. 

Frá Fabrikkunni til Argentínu

„Svo var ég sjö ára gamall þegar ég fer á eina sýningu og áhuginn á myndlist kviknar. Þá áttaði ég mig að það sem ég var búinn að vera að gera á smíðaverkstæðinu var í raun myndlist og þá fer ég að pæla líka í teikningunni og málverkinu.“

Undanfarin fimmtán ár hefur Sigurður Sævar því unnið sem myndlistarmaður og sett upp margar einkasýninga en sú allra fyrsta var haldin á Hamborgarafabrikkunni þegar hann var þrettán ára gamall í tengslum við Menningarnótt.

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni

Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.