Færsla Bjarna Frímanns fjarlægð af Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2022 16:08 Bjarni Frímann segir ekki ólíklegt að hann ræði málið frekar opinberlega áður en langt um líður. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Facebook fjarlægðu færslu Bjarna Frímanns Bjarnasonar fiðluleikara og hljómsveitarstjóra af Facebook. Í færslunni, sem vakti mikla athygla og fór í mikla dreifingu, sakaði Bjarni Frímann fyrrverandi tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands um kynferðisbrot. Bjarni Frímann hefur kallað eftir skýringum frá Facebook. Bjarni Frímann sagði Árna Heimi Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóra SÍ, hafa brotið á sér þegar hann var sautján ára. Árni Heimir var 35 ára á sama tíma. Bjarni gagnrýndi stjórnendur hjá hljómsveitinni harðlega. „Fálætið, og í raun yfirhylmingin, sem ég hef mátt þola frá stjórnendum hljómsveitarinnar hefur hins vegar verið þess eðlis að lengur verður ekki orða bundist,“ sagði Bjarni Frímann. Hann hefði greint þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á sér árið 2018. Hún hafi ekkert aðhafst í málinu. Árið 2018 var Árni Heimir í lykilstöðu hjá Sinfóníunni. „Mér varð snemma ljóst að Árni Heimir var viðriðinn allar ákvarðanir sem vörðuðu minn starfsframa og þroskatækifæri hjá hljómsveitinni. Af augljósum ástæðum forðaðist ég öll ónauðsynleg samskipti við hann eftir fremsta megni. Mér er nú orðið ljóst að fyrir það þurfti ég að líða á margan hátt,“ sagði Bjarni Frímann. Málið hefur vakið mikla athygli. Árni Heimir brást hratt við færslu Bjarna Frímanns og sagðist hafa farið yfir mörk annarra. Bað hann þá afsökunar sem hann hefði hegðað sér ósæmilega gegn. Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sagði í framhaldinu mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara með málið lengra á sínum tíma. Því væru hendur þeirra bundnar. Tilefni væri þó til að taka málið upp að nýju í ljósi þess að Bjarni Frímann hefði talað opinberlega um það. Í gær var upplýst að stjórn og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar hefði ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða málið. Bjarni Frímann þakkar fyrir miklar undirtektir og stuðning við færsluna um samskipti sín við hljómsveitina. Hann vildi þó láta vita „að stjórnendur Facebook hafa gert sér lítið fyrir og fjarlægt færsluna. Ekki bara af minni síðu heldur líka hjá öllum sem deildu henni. Skýringin sem Facebook gaf mér var að efnið hafi verið tekið út vegna þess að færslan „violates community standards.“ Bjarni segist að sjálfsögðu hafa krafið Facebook frekari skýringa og reynt að gera færsluna aftur aðgengilega án árangurs. „Ef einhver sem sér þessar línur getur bent mér á mögulegar leiðir til þess að koma færslunni aftur á sinn stað þætti mér vænt um að heyra frá viðkomandi. Og úr því að ég er búinn að setja í þessar línur vil ítreka þakkir mínar og taka undir með þeim sem látið hafa í ljós vonbrigði sín með viðbrögð Sinfó. Það er ekki ólíklegt að ég svari fyrir mig á opinberum vettvangi síðar.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. 2. október 2022 18:48 Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Bjarni Frímann sagði Árna Heimi Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóra SÍ, hafa brotið á sér þegar hann var sautján ára. Árni Heimir var 35 ára á sama tíma. Bjarni gagnrýndi stjórnendur hjá hljómsveitinni harðlega. „Fálætið, og í raun yfirhylmingin, sem ég hef mátt þola frá stjórnendum hljómsveitarinnar hefur hins vegar verið þess eðlis að lengur verður ekki orða bundist,“ sagði Bjarni Frímann. Hann hefði greint þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á sér árið 2018. Hún hafi ekkert aðhafst í málinu. Árið 2018 var Árni Heimir í lykilstöðu hjá Sinfóníunni. „Mér varð snemma ljóst að Árni Heimir var viðriðinn allar ákvarðanir sem vörðuðu minn starfsframa og þroskatækifæri hjá hljómsveitinni. Af augljósum ástæðum forðaðist ég öll ónauðsynleg samskipti við hann eftir fremsta megni. Mér er nú orðið ljóst að fyrir það þurfti ég að líða á margan hátt,“ sagði Bjarni Frímann. Málið hefur vakið mikla athygli. Árni Heimir brást hratt við færslu Bjarna Frímanns og sagðist hafa farið yfir mörk annarra. Bað hann þá afsökunar sem hann hefði hegðað sér ósæmilega gegn. Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sagði í framhaldinu mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara með málið lengra á sínum tíma. Því væru hendur þeirra bundnar. Tilefni væri þó til að taka málið upp að nýju í ljósi þess að Bjarni Frímann hefði talað opinberlega um það. Í gær var upplýst að stjórn og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar hefði ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða málið. Bjarni Frímann þakkar fyrir miklar undirtektir og stuðning við færsluna um samskipti sín við hljómsveitina. Hann vildi þó láta vita „að stjórnendur Facebook hafa gert sér lítið fyrir og fjarlægt færsluna. Ekki bara af minni síðu heldur líka hjá öllum sem deildu henni. Skýringin sem Facebook gaf mér var að efnið hafi verið tekið út vegna þess að færslan „violates community standards.“ Bjarni segist að sjálfsögðu hafa krafið Facebook frekari skýringa og reynt að gera færsluna aftur aðgengilega án árangurs. „Ef einhver sem sér þessar línur getur bent mér á mögulegar leiðir til þess að koma færslunni aftur á sinn stað þætti mér vænt um að heyra frá viðkomandi. Og úr því að ég er búinn að setja í þessar línur vil ítreka þakkir mínar og taka undir með þeim sem látið hafa í ljós vonbrigði sín með viðbrögð Sinfó. Það er ekki ólíklegt að ég svari fyrir mig á opinberum vettvangi síðar.“
Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. 2. október 2022 18:48 Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. 2. október 2022 18:48
Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48
Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25