Nýtt tónlistarmyndband frá Ásgeiri Trausta Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. október 2022 11:30 Ásgeir Trausti frumsýnir tónlistarmyndband á Lífinu á Vísi við lagið Borderland. Hann er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu. Anna Maggý Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Ásgeirs Trausta við lagið Borderland. Myndbandinu var leikstýrt af Einari Egilssyni en lagið er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í lok október og ber nafnið Time on my hands. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ásgeir - Borderland Á milli svefns og vöku Samkvæmt Ásgeiri var Borderland síðasta lagið sem var valið inn á plötuna og var ferlið frekar fljótt og áreynslulaust. „Ég var að leika mér í gömlu Memorymoog hljómborði og gerði loop-u af synthum og trommum sem ég samdi svo melódíur ofan á. Þegar ég var kominn með grunninn á laginu fékk ég föður minn til að skrifa nokkur orð fyrir textann. Stuttu síðar sendir hann mér textann Á milli svefns og vöku sem fjallar um mann sem er milli svefns og vöku og dreymir um að hann sé á leið til paradísar að hitta elskhuga sinn. Í einhvers konar ofskynjunar ástandi fer hann að heyra rödd hennar tala og syngja en hann vaknar alltaf áður en hann nær að teygja sig til hennar. Slíkt ástand er gjarnan tengt við hækkandi sköpunargáfu.“ Heltekinn af hljóði Einar Egilsson, leikstjóri myndbandsins, tengir söguþráðinn við persónulega reynslu. „Sagan fjallar um mann sem er heltekinn af hljóði sem birtist í húsinu hans. Hann hefur verið andvaka dögum jafnvel vikum saman að reyna að taka upp sama hljóð. En ekkert gengur fyrr en hann sofnar í fyrsta skipti í langan tíma. Sjálfur er ég með tinnitus (suð í eyra) og þótt sagan fjalli ekki um tinnitus þá er ég sjálfur heltekinn af ákveðnu hljóði á ákveðnu frequency-i. Þaðan kom innblásturinn.“ Dýrmætt samstarf Samstarfið hjá Einari og Ásgeiri gekk vel en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir sameina krafta sína. „Síðan lifnaði hugmyndin auðvitað einnig við út frá þessum gullfallega texta í laginu hans Ásgeirs. Við Ásgeir höfum unnið nokkrum sinnum saman og það er líka svo dýrmætt að hann treystir mér að gera mynd við hans mögnuðu tónlist,“ segir Einar að lokum. Ásgeir er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu og kemur fram í París annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ferðalaginu hingað til: Undirbúningur fyrir svið.Guðmundur Kristinn Jónsson Ásgeir syngur fyrir fullum sal.Chiara Michieletto Chiara Michieletto Ásgeir með teyminu sínu á röltinu.Guðmundur Kristinn Jónsson Gítarinn fer aldrei langt.Guðmundur Kristinn Jónsson Ásgeir ásamt hljómsveitinni á sviði.Chiara Michieletto Ásgeir hefur nú þegar spilað í Þýskalandi, Belgíu og Hollandi og kemur fram í París í kvöld. Evróputúrnum lýkur með öðrum tónleikum í Hollandi 17. október.Chiara Michieletto Tónlist Menning Tengdar fréttir Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30 Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband Ásgeirs Trausta við lagið Snowblind Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá tónlistarmanninum Ásgeiri. Lagið heitir Snowblind og er hér um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu, Time On My Hands, sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Independent í október. 14. júlí 2022 07:30 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ásgeir - Borderland Á milli svefns og vöku Samkvæmt Ásgeiri var Borderland síðasta lagið sem var valið inn á plötuna og var ferlið frekar fljótt og áreynslulaust. „Ég var að leika mér í gömlu Memorymoog hljómborði og gerði loop-u af synthum og trommum sem ég samdi svo melódíur ofan á. Þegar ég var kominn með grunninn á laginu fékk ég föður minn til að skrifa nokkur orð fyrir textann. Stuttu síðar sendir hann mér textann Á milli svefns og vöku sem fjallar um mann sem er milli svefns og vöku og dreymir um að hann sé á leið til paradísar að hitta elskhuga sinn. Í einhvers konar ofskynjunar ástandi fer hann að heyra rödd hennar tala og syngja en hann vaknar alltaf áður en hann nær að teygja sig til hennar. Slíkt ástand er gjarnan tengt við hækkandi sköpunargáfu.“ Heltekinn af hljóði Einar Egilsson, leikstjóri myndbandsins, tengir söguþráðinn við persónulega reynslu. „Sagan fjallar um mann sem er heltekinn af hljóði sem birtist í húsinu hans. Hann hefur verið andvaka dögum jafnvel vikum saman að reyna að taka upp sama hljóð. En ekkert gengur fyrr en hann sofnar í fyrsta skipti í langan tíma. Sjálfur er ég með tinnitus (suð í eyra) og þótt sagan fjalli ekki um tinnitus þá er ég sjálfur heltekinn af ákveðnu hljóði á ákveðnu frequency-i. Þaðan kom innblásturinn.“ Dýrmætt samstarf Samstarfið hjá Einari og Ásgeiri gekk vel en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir sameina krafta sína. „Síðan lifnaði hugmyndin auðvitað einnig við út frá þessum gullfallega texta í laginu hans Ásgeirs. Við Ásgeir höfum unnið nokkrum sinnum saman og það er líka svo dýrmætt að hann treystir mér að gera mynd við hans mögnuðu tónlist,“ segir Einar að lokum. Ásgeir er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu og kemur fram í París annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ferðalaginu hingað til: Undirbúningur fyrir svið.Guðmundur Kristinn Jónsson Ásgeir syngur fyrir fullum sal.Chiara Michieletto Chiara Michieletto Ásgeir með teyminu sínu á röltinu.Guðmundur Kristinn Jónsson Gítarinn fer aldrei langt.Guðmundur Kristinn Jónsson Ásgeir ásamt hljómsveitinni á sviði.Chiara Michieletto Ásgeir hefur nú þegar spilað í Þýskalandi, Belgíu og Hollandi og kemur fram í París í kvöld. Evróputúrnum lýkur með öðrum tónleikum í Hollandi 17. október.Chiara Michieletto
Tónlist Menning Tengdar fréttir Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30 Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband Ásgeirs Trausta við lagið Snowblind Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá tónlistarmanninum Ásgeiri. Lagið heitir Snowblind og er hér um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu, Time On My Hands, sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Independent í október. 14. júlí 2022 07:30 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30
Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband Ásgeirs Trausta við lagið Snowblind Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá tónlistarmanninum Ásgeiri. Lagið heitir Snowblind og er hér um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu, Time On My Hands, sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Independent í október. 14. júlí 2022 07:30