Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. október 2022 07:02 Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs segir mikilvægt að fyrirtæki breyti skipulagi og stjórnun til að halda í rétta starfsfólkið enda blasi við mikil vöntun á vinnuafli. Þá þurfi að endurskoða menntastefnuna því nú þegar er vitað að of margt fólk vanti í ákveðin fög, sérstaklega tækni- og iðnstörf. Fyrirtæki þurfi líka að gefa starfsfólki af erlendum uppruna fleiri tækifæri og jafnvel að fjárfesta í því með íslenskukennslu á vinnutíma. Vísir/Vilhelm „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Mannauðsdagurinn verður haldinn hátíðlega í Hörpu næstkomandi föstudag og í ár heldur félagið upp á tíu ára afmæli ráðstefnunnar, en hún hefur verið haldin frá árinu 2011 að undanskildu árinu 2020 vegna Covid. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið í dag og á morgun um helstu áskoranir og þróun mannauðsmála á Íslandi. „Vinnan er það sem við gerum, ekki þar sem við erum“ Það sem Sigrúnu finnst afar jákvæð þróun síðastliðin ár er að í dag skiptir velferð og líðan starfsfólks öllu máli. Bæði líkamlega og andlega. Þá segir hún algengt í dag að allir starfsmenn séu þátttakendur í stefnumótun fyrirtækja og ýmsum ákvörðunum. Stjórnskipulagið sé orðið flatara, sem geri störfin áhugaverðari og auki á helgun starfsmanna. „Það er líka gaman að sjá hvernig verið er að endurhanna störf og starfsumhverfi á mörgum vinnustöðum í takt við breyttar væntingar og kröfur fólks. Vinnutími er almennt orðinn mun sveigjanlegri og fjölskylduvænni, enda er krafa fólks um sveigjanlegan vinnutíma að verða æ meiri.“ Í þeim málum segir Sigrún fólk almennt vera orðið meðvitaðra um það hvernig nýta má vinnutímann betur samhliða styttingu vinnudagsins og aukins sveigjanleika í starfi. Frammistöðustjórnun og frammistöðumat er líka að breytast. Stjórnendur eru í æ meira mæli farnir að meta framleiðni og afköst starfsfólks umfram það hversu margar klukkustundir voru unnar, eða hvar þær voru unnar. Enda er vinnan það sem við gerum, ekki þar sem við erum.“ Sigrún segir margt jákvætt hafa breyst á umliðnum árum. Til dæmis snúist allt í dag um velferð og góða líðan starfsfólks. Þá séu viðhorf breytt. Til dæmis séu sífellt fleiri stjórnendur að horfa til frammistöðu og árangurs frekar en viðveru í klukkustundum, stytting vinnuvikunnar skipti máli og aukinn sveigjanleiki vinnutíma.Vísir/Vilhelm Menntakerfið: Unga fólkið að velja sér nýjar leiðir Sigrún segir það stóra áskorun fyrir íslenskt atvinnulíf að vöntun á vinnuafli blasi við. Í því samhengi eru menntamálin Sigrúnu hugleikin: „Það er áhyggjuefni að fyrirtæki eru mörg hver í vandræðum með að fá til sín rétt menntað fólk, til dæmis í iðn- og tæknigeiranum.“ Hins vegar þurfi vinnustaðir líka að átta sig á því að ungt fólk í dag er farið að sækja sér menntun eftir mun fjölbreyttari leiðum en aðeins í gegnum skólana. Þess vegna þurfa fyrirtækin að endurskoða aðeins hvernig þau meta þekkingu umsækjenda. Ungt tæknifólk er oft sjálfmenntað og ekki síður hæft en langskólagengnir. Prófgráðan þarf ekki alltaf að segja allt. Það hvernig fólk menntar sig er að breytast svo mikið.“ Sigrún segir mörg fyrirtæki hafa farið þá leið að fjárfesta sjálf í starfsfólki með því að gera þeim kleift að fara í nám á vinnutíma til að öðlast aukna færni og réttindi. En eins sé farið að styðjast meira við raunfærnimat þar sem hæfni, þekking og starfsreynsla er metin. „Hvað skólana varðar þá hafa komið upp tímabil þar sem færri nemendur komast að en vilja sem er bagalegt því atvinnulífið þarf á þessu fólki að halda og á erfitt með að bíða.“ Starfsfólk af erlendum uppruna: Erum of þröngsýn Samkvæmt tölum Samtaka atvinnulífsins mun íslenskur vinnumarkaður þurfa að flytja inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Sigrún segir það þó miður að vinnuveitendur eru ekki nógu oft að gefa þessum hópi tækifæri. Starfsfólk af erlendum uppruna getur verið góður kostur fyrir fyrirtækin en það hefur því miður ekki allt fengið störf við hæfi. Því hefur verið kastað fram að við Íslendingar séum aðeins of þröngsýn og íhaldsöm og ekki alveg tilbúin fyrir fjölbreytileikann sem fylgir breyttu samfélagi. Við þyrftum að skoða það aðeins betur niður í kjölinn hvort við gætum ekki gert aðeins betur og einnig hvort tungumálið þurfi að skipta öllu máli í jafn mörgum störfum og það virðist skipta í dag.“ Að mati Sigrúnar gæti góð lausn falist í því að heimila víðar íslenskunám á vinnutíma því það sé leið til að fjárfesta í góðu starfsfólki. Að sögn Sigrúnar hefur Mannauður aðeins beitt sér fyrir því að fólki af erlendum uppruna séu gefin greiðari tækifæri. Hún nefnir sérstaklega samvinnuverkefni sem félagið tók þátt í með Rauða krossinum. „Þá vann félagsfólk Mannauðs í því að aðstoða flóttafólk við gerð starfsferilsskráa og við atvinnuleit. Þetta litla verkefni gaf okkur mannauðsfólki smá innsýn inn í aðstæður þessa fólks og hugmyndir um hvað má gera betur.“ Sigrún segir breytt landslag auðvitað kalla á nýjar áskoranir til að leysa. Aukinn fjölbreytileiki sé með tilkomu fólks erlendis frá en eins séu nýjar kynslóðir að koma inn á vinnumarkaðinn með breyttum væntingum, kröfum og viðhorfi til vinnunnar og lífsins almennt. „Til að mæta þessum nýju kröfum og áskorunum og laða að og halda í rétta starfsfólkið þurfa stjórnendur fyrirtækja heilmiklu að breyta í skipulagi og stjórnun. Sem betur fer eru nú flestir stjórnendur meðvitaðir um það og sjá að það er vænlegra heldur en að reyna að streitast á móti þessari þróun.“ Mikil stemning ríkir fyrir Mannauðsdeginum sem haldinn verður með glæsilegri ráðstefnu í Hörpu næstkomandi föstudag. Sigrún segir aldrei fleiri miða hafa selst en nú enda hafi félagsmönnum fjölgað úr 90 í 660 talsins. Í dag eru störf mannauðsfólks orðin þekkt og borin virðing fyrir því hversu mikilvæg þau eru.Vísir/Vilhelm Fjörugur föstudagur framundan Sigrún segir gífurlega stemningu fyrir tíu ára afmælisráðstefnu Mannauðs því aldrei hafi selst jafn margir aðgöngumiðar á ráðstefnuna og í ár. Dagskráin samanstendur af fyrirlesurum erlendis frá og hérlendis en Sigrún segir félagið líka hafa tekið stakkaskiptum síðustu tíu árin. Til dæmis hafi félagsfólki fjölgað úr 90 í 660 manns. „Hópurinn í félaginu er orðinn fjölbreyttari, bæði hvað varðar aldur og uppruna,“ segir Sigrún en bætir við: „Kynjahlutfall á meðal félagsfólks er þannig að 16% félagsfólks eru karlar og 84% konur. Hlutfallið hefur verið með þessum hætti um nokkuð skeið. Það væri atvinnulífinu vafalaust til framdráttar að hafa fjölbreyttari hóp innan raða mannauðsfólks.“ Sigrún segir mannauðsmálin vera ,,þrususpennandi“ málaflokk sem ætti að höfða til margra. Hún er sérstaklega stolt af því hversu fast mannauðstjórar stigu í fæturnar þegar heimsfaraldur geisaði og verulega reyndi á. „Í Covid bretti mannauðsfólkið rækilega upp ermarnar og tók á málum af fagmennsku og festu og sýndi hvað í þeim bjó. Í mjög mörgum tilvikum var mannauðsfólk í lykilhlutverki við að halda starfsemi vinnustaða gangandi og með sem minnstum hnökrum, m.a. með skipulagi hólfaskiptinga, sóttvarna, halda uppi samskiptum, samkennd og stemmingu. Það var ekki komið að tómum kofanum hjá mannauðsfólki þar.“ Almennt segir Sigrún mannauðsmál líka orðin miklu þekktari og sýnilegri í dag, í þjóðfélaginu, gagnvart starfsfólki og fyrir stjórnendur. „Þar af leiðandi er meiri virðing borin fyrir störfum mannauðsfólks. Enda algengar í dag að mannauðssérfræðingar komi að ákvörðunum mikilvægra verkefna innan vinnustaða og einnig sem snerta alþjóð.“ Hér má sjá viðtal við Ásdísi Eir Símonardóttur formann Mannauðs frá því í vor þar sem rætt var sérstaklega um Stóru uppsögnina. Mannauðsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Fjarvinna Stytting vinnuvikunnar Stjórnun Innflytjendamál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 Starfsfólk andlega þreyttara í blönduðu fyrirkomulagi Fjarvinna er komin til að vera, það er öllum ljóst. Hins vegar eru vísbendingar um að mögulega þurfi að skoða betur það fyrirkomulag sem almennt er kallað „blandað" (e. hybrid). 10. ágúst 2022 07:00 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Mannauðsdagurinn verður haldinn hátíðlega í Hörpu næstkomandi föstudag og í ár heldur félagið upp á tíu ára afmæli ráðstefnunnar, en hún hefur verið haldin frá árinu 2011 að undanskildu árinu 2020 vegna Covid. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið í dag og á morgun um helstu áskoranir og þróun mannauðsmála á Íslandi. „Vinnan er það sem við gerum, ekki þar sem við erum“ Það sem Sigrúnu finnst afar jákvæð þróun síðastliðin ár er að í dag skiptir velferð og líðan starfsfólks öllu máli. Bæði líkamlega og andlega. Þá segir hún algengt í dag að allir starfsmenn séu þátttakendur í stefnumótun fyrirtækja og ýmsum ákvörðunum. Stjórnskipulagið sé orðið flatara, sem geri störfin áhugaverðari og auki á helgun starfsmanna. „Það er líka gaman að sjá hvernig verið er að endurhanna störf og starfsumhverfi á mörgum vinnustöðum í takt við breyttar væntingar og kröfur fólks. Vinnutími er almennt orðinn mun sveigjanlegri og fjölskylduvænni, enda er krafa fólks um sveigjanlegan vinnutíma að verða æ meiri.“ Í þeim málum segir Sigrún fólk almennt vera orðið meðvitaðra um það hvernig nýta má vinnutímann betur samhliða styttingu vinnudagsins og aukins sveigjanleika í starfi. Frammistöðustjórnun og frammistöðumat er líka að breytast. Stjórnendur eru í æ meira mæli farnir að meta framleiðni og afköst starfsfólks umfram það hversu margar klukkustundir voru unnar, eða hvar þær voru unnar. Enda er vinnan það sem við gerum, ekki þar sem við erum.“ Sigrún segir margt jákvætt hafa breyst á umliðnum árum. Til dæmis snúist allt í dag um velferð og góða líðan starfsfólks. Þá séu viðhorf breytt. Til dæmis séu sífellt fleiri stjórnendur að horfa til frammistöðu og árangurs frekar en viðveru í klukkustundum, stytting vinnuvikunnar skipti máli og aukinn sveigjanleiki vinnutíma.Vísir/Vilhelm Menntakerfið: Unga fólkið að velja sér nýjar leiðir Sigrún segir það stóra áskorun fyrir íslenskt atvinnulíf að vöntun á vinnuafli blasi við. Í því samhengi eru menntamálin Sigrúnu hugleikin: „Það er áhyggjuefni að fyrirtæki eru mörg hver í vandræðum með að fá til sín rétt menntað fólk, til dæmis í iðn- og tæknigeiranum.“ Hins vegar þurfi vinnustaðir líka að átta sig á því að ungt fólk í dag er farið að sækja sér menntun eftir mun fjölbreyttari leiðum en aðeins í gegnum skólana. Þess vegna þurfa fyrirtækin að endurskoða aðeins hvernig þau meta þekkingu umsækjenda. Ungt tæknifólk er oft sjálfmenntað og ekki síður hæft en langskólagengnir. Prófgráðan þarf ekki alltaf að segja allt. Það hvernig fólk menntar sig er að breytast svo mikið.“ Sigrún segir mörg fyrirtæki hafa farið þá leið að fjárfesta sjálf í starfsfólki með því að gera þeim kleift að fara í nám á vinnutíma til að öðlast aukna færni og réttindi. En eins sé farið að styðjast meira við raunfærnimat þar sem hæfni, þekking og starfsreynsla er metin. „Hvað skólana varðar þá hafa komið upp tímabil þar sem færri nemendur komast að en vilja sem er bagalegt því atvinnulífið þarf á þessu fólki að halda og á erfitt með að bíða.“ Starfsfólk af erlendum uppruna: Erum of þröngsýn Samkvæmt tölum Samtaka atvinnulífsins mun íslenskur vinnumarkaður þurfa að flytja inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Sigrún segir það þó miður að vinnuveitendur eru ekki nógu oft að gefa þessum hópi tækifæri. Starfsfólk af erlendum uppruna getur verið góður kostur fyrir fyrirtækin en það hefur því miður ekki allt fengið störf við hæfi. Því hefur verið kastað fram að við Íslendingar séum aðeins of þröngsýn og íhaldsöm og ekki alveg tilbúin fyrir fjölbreytileikann sem fylgir breyttu samfélagi. Við þyrftum að skoða það aðeins betur niður í kjölinn hvort við gætum ekki gert aðeins betur og einnig hvort tungumálið þurfi að skipta öllu máli í jafn mörgum störfum og það virðist skipta í dag.“ Að mati Sigrúnar gæti góð lausn falist í því að heimila víðar íslenskunám á vinnutíma því það sé leið til að fjárfesta í góðu starfsfólki. Að sögn Sigrúnar hefur Mannauður aðeins beitt sér fyrir því að fólki af erlendum uppruna séu gefin greiðari tækifæri. Hún nefnir sérstaklega samvinnuverkefni sem félagið tók þátt í með Rauða krossinum. „Þá vann félagsfólk Mannauðs í því að aðstoða flóttafólk við gerð starfsferilsskráa og við atvinnuleit. Þetta litla verkefni gaf okkur mannauðsfólki smá innsýn inn í aðstæður þessa fólks og hugmyndir um hvað má gera betur.“ Sigrún segir breytt landslag auðvitað kalla á nýjar áskoranir til að leysa. Aukinn fjölbreytileiki sé með tilkomu fólks erlendis frá en eins séu nýjar kynslóðir að koma inn á vinnumarkaðinn með breyttum væntingum, kröfum og viðhorfi til vinnunnar og lífsins almennt. „Til að mæta þessum nýju kröfum og áskorunum og laða að og halda í rétta starfsfólkið þurfa stjórnendur fyrirtækja heilmiklu að breyta í skipulagi og stjórnun. Sem betur fer eru nú flestir stjórnendur meðvitaðir um það og sjá að það er vænlegra heldur en að reyna að streitast á móti þessari þróun.“ Mikil stemning ríkir fyrir Mannauðsdeginum sem haldinn verður með glæsilegri ráðstefnu í Hörpu næstkomandi föstudag. Sigrún segir aldrei fleiri miða hafa selst en nú enda hafi félagsmönnum fjölgað úr 90 í 660 talsins. Í dag eru störf mannauðsfólks orðin þekkt og borin virðing fyrir því hversu mikilvæg þau eru.Vísir/Vilhelm Fjörugur föstudagur framundan Sigrún segir gífurlega stemningu fyrir tíu ára afmælisráðstefnu Mannauðs því aldrei hafi selst jafn margir aðgöngumiðar á ráðstefnuna og í ár. Dagskráin samanstendur af fyrirlesurum erlendis frá og hérlendis en Sigrún segir félagið líka hafa tekið stakkaskiptum síðustu tíu árin. Til dæmis hafi félagsfólki fjölgað úr 90 í 660 manns. „Hópurinn í félaginu er orðinn fjölbreyttari, bæði hvað varðar aldur og uppruna,“ segir Sigrún en bætir við: „Kynjahlutfall á meðal félagsfólks er þannig að 16% félagsfólks eru karlar og 84% konur. Hlutfallið hefur verið með þessum hætti um nokkuð skeið. Það væri atvinnulífinu vafalaust til framdráttar að hafa fjölbreyttari hóp innan raða mannauðsfólks.“ Sigrún segir mannauðsmálin vera ,,þrususpennandi“ málaflokk sem ætti að höfða til margra. Hún er sérstaklega stolt af því hversu fast mannauðstjórar stigu í fæturnar þegar heimsfaraldur geisaði og verulega reyndi á. „Í Covid bretti mannauðsfólkið rækilega upp ermarnar og tók á málum af fagmennsku og festu og sýndi hvað í þeim bjó. Í mjög mörgum tilvikum var mannauðsfólk í lykilhlutverki við að halda starfsemi vinnustaða gangandi og með sem minnstum hnökrum, m.a. með skipulagi hólfaskiptinga, sóttvarna, halda uppi samskiptum, samkennd og stemmingu. Það var ekki komið að tómum kofanum hjá mannauðsfólki þar.“ Almennt segir Sigrún mannauðsmál líka orðin miklu þekktari og sýnilegri í dag, í þjóðfélaginu, gagnvart starfsfólki og fyrir stjórnendur. „Þar af leiðandi er meiri virðing borin fyrir störfum mannauðsfólks. Enda algengar í dag að mannauðssérfræðingar komi að ákvörðunum mikilvægra verkefna innan vinnustaða og einnig sem snerta alþjóð.“ Hér má sjá viðtal við Ásdísi Eir Símonardóttur formann Mannauðs frá því í vor þar sem rætt var sérstaklega um Stóru uppsögnina.
Mannauðsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Fjarvinna Stytting vinnuvikunnar Stjórnun Innflytjendamál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 Starfsfólk andlega þreyttara í blönduðu fyrirkomulagi Fjarvinna er komin til að vera, það er öllum ljóst. Hins vegar eru vísbendingar um að mögulega þurfi að skoða betur það fyrirkomulag sem almennt er kallað „blandað" (e. hybrid). 10. ágúst 2022 07:00 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00
Starfsfólk andlega þreyttara í blönduðu fyrirkomulagi Fjarvinna er komin til að vera, það er öllum ljóst. Hins vegar eru vísbendingar um að mögulega þurfi að skoða betur það fyrirkomulag sem almennt er kallað „blandað" (e. hybrid). 10. ágúst 2022 07:00
Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00
Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00
Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00