Stytting vinnuvikunnar

Fréttamynd

Það er ekkert til sem heitir full vinnustytting með 15 mínútna neysluhléi

Jæja, kostulegt, en viti menn ég er aftur sest niður til þess að skrifa um útfærslu á vinnustyttingu, í þetta skiptið á það ekki bara við um útfærslu í leikskólum landsins, ó nei, heldur á það við um þá mörgu vinnustaði sem rituðu undir kjarasamning veturinn 2019-2020 þar sem heimild er til þess að gera breytingu á vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku.

Skoðun
Fréttamynd

Stytting vinnu­vikunnar hjá grunnskólakennurum

Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða styttu á að fjar­lægja næst?

Séra nokkur kom m.a. að stofnun KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi. Sérann var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Á meðan sérann var enn á lífi þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Síðan þá hefur styttan verið í miðborg Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Um vinnustyttingu á leikskóla - Vinnustytting eða ísköld blekking?

Svo ég geti fengið 36 stunda vinnuviku í staðinn fyrir 40 þá þarf ég að „gefa eftir forræði yfir kaffitímanum mínum“. Athyglisvert í ljósi þess að margar aðrar starfsstéttir fá einfaldlega vinnustyttingu, eins og nafnið segir til um, styttingu á vinnutíma en halda sömu launum og fullum kaffitíma. Jú því það var nú tilgangurinn með vinnustyttingu, að launafólk fengi styttingu á vinnutíma en héldi sömu launum, sem sé yrði ekki fyrir kjaraskerðingu. Takið eftir ágætu lesendur, þetta á ekki við um leikskólakennara. Óh nei.

Skoðun
Fréttamynd

„Í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu“

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur í verkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar. Margir þættir séu óljósir og undirbúningstíminn hafi verið knappur. Í raun hafi verkefninu verið komið í hendur annarra og þeim sagt að „redda þessu.“

Innlent
Fréttamynd

„Betri vinnutími“

Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja stytta vinnu­vikuna enn frekar

Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar.

Innlent
Fréttamynd

Ein­föld leið til að stytta vinnu­vikuna

Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr veruleiki í vaktavinnu – Betri vinnutími

Eftir nær 40 ára baráttu vaktavinnufólks fyrir styttri vinnuviku náðist mikill áfangasigur við gerð síðustu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði um að full vinna vaktavinnufólks yrði 32 tímar á viku hjá þeim sem vinna allan sólarhringinn allan ársins hring. Það felur í sér að vinnuvikan var í raun stytt um einn dag í viku og þannig má segja að vinnuvika vaktavinnufólks sé 4 dagar.

Skoðun
Fréttamynd

Stytting vinnuvikunnar kostar Slökkviliðið 418 milljónir

Gert er ráð fyrir að stytting vinnuvikunnar muni auka launakostnað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um 418 milljónir króna eða um tólf prósent á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að það varð að ráða 24 starfsmenn til að viðhalda þjónustustigi. Þetta kemur fram í svari frá Slökkviliðinu við fyrirspurn Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Þurfum að breyta stjórnun og skipu­lagi til að halda í rétta starfs­fólkið

„Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Á sandi byggði heimskur maður hús

Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana.

Skoðun
Fréttamynd

Stytting vinnu­vikunnar í borginni

Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína

Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags.

Innlent
Fréttamynd

„Baga­legt að þurfa að reka em­bætti á lof­orðum“

Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu

„Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Segir styttingu vinnu­vikunnar bjarnar­greiða

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2