Scooby-Doo persóna kemur út úr skápnum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. október 2022 16:31 Aðdáendur þáttanna um Scooby-Doo gleðjast yfir því að Velma Dinkley sé komin út úr skápnum. Warner Bros Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu. Upphaflegu þættirnir um Scooby-Doo hófu göngu sína árið 1969. Síðan þá hafa verið gerðar ótal margar þáttaraðir, teiknimyndir og tvær leiknar kvikmyndir. Nýja myndin Trick or Treat Scooby-Doo! kom út í gær. Aðalpersónurnar Scooby, Shaggy, Daphne, Fred og Velma eru öll á sínum stað. En auk þess fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu, búningahönnuðinum Coco Diablo. Í kvikmyndinni verður Velma hrifin af Coco. Í myndbrotinu hér að neðan má sjá þegar Velma ber Coco augum í fyrsta sinn og verður augljóslega heilluð. OMG LESBIAN VELMA FINALLY CANON CANON IN THE MOVIES LETS GOOOOOO pic.twitter.com/0ilx2uid1q— Trin (@MythicalLlamaXO) October 3, 2022 Skrifaði persónuna upphaflega sem samkynhneigða Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter taka aðdáendur þessum tíðindum fagnandi. Hörðustu aðdáendur hafa lengi talið sig vita að Velma væri samkynhneigð, þrátt fyrir að hún hafi átt í ástarsambandi við karlmann í leiknu kvikmyndinni Scooby-Doo 2: Monsters Unleashed frá árinu 2004. Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn skrifaði handritið að báðum leiknu kvikmyndunum sem gerðar hafa verið um fimmmenningana. Gunn segist upphaflega hafa skrifað persónu Velmu sem samkynhneigða en sú hugmynd hafi ekki hlotið góðar undirtektir. Lokaniðurstaðan hafi verið sú að Velma yrði hrifin af safnverðinum Patrick, þvert á vilja handritshöfundar. Í atriðum sem klippt voru úr kvikmyndinni hefði mátt sjá ýmsar vísbendingar um raunverulega kynhneigð Velmu. View this post on Instagram A post shared by Tony Cervone (@tonycervone) „Engar nýjar fréttir hér“ Árið 2020 deildi framleiðandinn Tony Cervone mynd af Velmu á Instagram-síðu sinni í tengslum við Pride Month. Af henni að dæma hefur það lengi verið vitað að Velma væri samkynhneigð, þó svo að það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en nú. „Við reyndum að hafa þetta eins skýrt og við gátum og flestir aðdáendurnir náðu þessu. Þið sem náðuð þessu ekki, ég legg til að þið horfið betur. Það eru engar nýjar fréttir hér,“ skrifaði Cervone. Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Upphaflegu þættirnir um Scooby-Doo hófu göngu sína árið 1969. Síðan þá hafa verið gerðar ótal margar þáttaraðir, teiknimyndir og tvær leiknar kvikmyndir. Nýja myndin Trick or Treat Scooby-Doo! kom út í gær. Aðalpersónurnar Scooby, Shaggy, Daphne, Fred og Velma eru öll á sínum stað. En auk þess fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu, búningahönnuðinum Coco Diablo. Í kvikmyndinni verður Velma hrifin af Coco. Í myndbrotinu hér að neðan má sjá þegar Velma ber Coco augum í fyrsta sinn og verður augljóslega heilluð. OMG LESBIAN VELMA FINALLY CANON CANON IN THE MOVIES LETS GOOOOOO pic.twitter.com/0ilx2uid1q— Trin (@MythicalLlamaXO) October 3, 2022 Skrifaði persónuna upphaflega sem samkynhneigða Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter taka aðdáendur þessum tíðindum fagnandi. Hörðustu aðdáendur hafa lengi talið sig vita að Velma væri samkynhneigð, þrátt fyrir að hún hafi átt í ástarsambandi við karlmann í leiknu kvikmyndinni Scooby-Doo 2: Monsters Unleashed frá árinu 2004. Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn skrifaði handritið að báðum leiknu kvikmyndunum sem gerðar hafa verið um fimmmenningana. Gunn segist upphaflega hafa skrifað persónu Velmu sem samkynhneigða en sú hugmynd hafi ekki hlotið góðar undirtektir. Lokaniðurstaðan hafi verið sú að Velma yrði hrifin af safnverðinum Patrick, þvert á vilja handritshöfundar. Í atriðum sem klippt voru úr kvikmyndinni hefði mátt sjá ýmsar vísbendingar um raunverulega kynhneigð Velmu. View this post on Instagram A post shared by Tony Cervone (@tonycervone) „Engar nýjar fréttir hér“ Árið 2020 deildi framleiðandinn Tony Cervone mynd af Velmu á Instagram-síðu sinni í tengslum við Pride Month. Af henni að dæma hefur það lengi verið vitað að Velma væri samkynhneigð, þó svo að það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en nú. „Við reyndum að hafa þetta eins skýrt og við gátum og flestir aðdáendurnir náðu þessu. Þið sem náðuð þessu ekki, ég legg til að þið horfið betur. Það eru engar nýjar fréttir hér,“ skrifaði Cervone.
Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira