Áhyggjufullir neytendur geta andað léttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2022 15:11 Þristarnir í tveimur útgáfum; hinar gamalgrónu umbúðir að ofan og þær nýrri fyrir neðan. Forstjóri Kólusar segir nýjar, látlausar umbúðir utan um súkkulaðistykkið Þrist, sem vöktu talsverðar áhyggjur netverja í gær, aðeins tímabundnar. Verið sé að bíða eftir sendingu af „gömlu góðu“ umbúðunum. Twitter-samfélagið rak í rogastans í gær þegar Urður Örlygsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu birti mynd af tveimur eintökum af súkkulaðistykkinu vinsæla; annað í hinum hefðbundnu umbúðum, skreyttum rauðum og bláum þristum, en hitt öllu lágstemmdara; guli liturinn enn allsráðandi en annars fátt sem minnir á hinn klassíska þrist. Búið að vara við nýjum veruleika vegna hryðjuverka. En hvað er þetta??? pic.twitter.com/RfsuvWM8iM— Urður Örlygsdóttir (@uorlyx) October 4, 2022 Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að mestu afar neikvæð. „Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram,“ skrifaði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram. Miklir möguleikar þarna, t.d. að tengja þá við :3 broskallinn.— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) October 4, 2022 „Siðrof!“ sagði annar. „Oj.. OG TIL HVERS?!“ velti sá þriðji upp. Og svo var það þetta: Afhverju ekki bara að fara alla leið með þetta you cowards? https://t.co/b6kXE8cdV5 pic.twitter.com/XStRrA7a8S— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) October 4, 2022 Ofangreindum er eflaust í fersku minni breytingar á gamalgrónum vörumerkjum annarra fyrirtækja sem greint hefur verið frá síðustu misseri. Þar má nefna Bónusgrísinn og Olísmerkið, breytingar sem sömuleiðis vöktu afar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Og neytendur hafa greinilega óttast að hið ástæla súkkulaðistykki, sem hefur raunar ítrekað verið valið besta íslenska sælgætið, fari sömu leið. Bíða eftir nýrri sendingu En svo er ekki. Snorri Páll Jónsson forstjóri Kólusar segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þessi breyting, sem vakti svo hörð viðbrögð netverja, sé tímabundin. Ástæðan sé rof í svokallaðri aðfangakeðju, meðal annars vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Hann sé farinn að hafa „óþægileg áhrif“ á meðal annars umbúðaframleiðslu í Evrópu. „Raforkuskortur og skömmtun á þeim mörkuðum, ásamt ört hækkandi verðlagi af þeim sökum, er nú farið að „glefsa“ í okkur hérna á litla Íslandi líka. Nú þarf mun meiri fyrirvara en áður til undirbúnings á framleiðslu á umbúðum eins og plasti, sem allt er framleitt utan landsteinanna, eftir að sú framleiðsla lagðist af svo til með öllu í landinu, fyrir um tveimur árum,“ segir Snorri. Umbúðirnar sem netverjar voru svo vonsviknir með séu notaðar utan um Þrist á erlendum markaði. Þær sé nú verið að nýta tímabundið hér heima. „Þar til ný sending umbúða með „gamla“ góða útlitinu berst á allra næstu dögum,“ segir Snorri. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Sælgæti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Twitter-samfélagið rak í rogastans í gær þegar Urður Örlygsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu birti mynd af tveimur eintökum af súkkulaðistykkinu vinsæla; annað í hinum hefðbundnu umbúðum, skreyttum rauðum og bláum þristum, en hitt öllu lágstemmdara; guli liturinn enn allsráðandi en annars fátt sem minnir á hinn klassíska þrist. Búið að vara við nýjum veruleika vegna hryðjuverka. En hvað er þetta??? pic.twitter.com/RfsuvWM8iM— Urður Örlygsdóttir (@uorlyx) October 4, 2022 Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að mestu afar neikvæð. „Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram,“ skrifaði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram. Miklir möguleikar þarna, t.d. að tengja þá við :3 broskallinn.— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) October 4, 2022 „Siðrof!“ sagði annar. „Oj.. OG TIL HVERS?!“ velti sá þriðji upp. Og svo var það þetta: Afhverju ekki bara að fara alla leið með þetta you cowards? https://t.co/b6kXE8cdV5 pic.twitter.com/XStRrA7a8S— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) October 4, 2022 Ofangreindum er eflaust í fersku minni breytingar á gamalgrónum vörumerkjum annarra fyrirtækja sem greint hefur verið frá síðustu misseri. Þar má nefna Bónusgrísinn og Olísmerkið, breytingar sem sömuleiðis vöktu afar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Og neytendur hafa greinilega óttast að hið ástæla súkkulaðistykki, sem hefur raunar ítrekað verið valið besta íslenska sælgætið, fari sömu leið. Bíða eftir nýrri sendingu En svo er ekki. Snorri Páll Jónsson forstjóri Kólusar segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þessi breyting, sem vakti svo hörð viðbrögð netverja, sé tímabundin. Ástæðan sé rof í svokallaðri aðfangakeðju, meðal annars vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Hann sé farinn að hafa „óþægileg áhrif“ á meðal annars umbúðaframleiðslu í Evrópu. „Raforkuskortur og skömmtun á þeim mörkuðum, ásamt ört hækkandi verðlagi af þeim sökum, er nú farið að „glefsa“ í okkur hérna á litla Íslandi líka. Nú þarf mun meiri fyrirvara en áður til undirbúnings á framleiðslu á umbúðum eins og plasti, sem allt er framleitt utan landsteinanna, eftir að sú framleiðsla lagðist af svo til með öllu í landinu, fyrir um tveimur árum,“ segir Snorri. Umbúðirnar sem netverjar voru svo vonsviknir með séu notaðar utan um Þrist á erlendum markaði. Þær sé nú verið að nýta tímabundið hér heima. „Þar til ný sending umbúða með „gamla“ góða útlitinu berst á allra næstu dögum,“ segir Snorri.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Sælgæti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira