„Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Snorri Másson skrifar 6. október 2022 07:33 Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00