„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2022 19:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að hækkun stýrivaxta sé líklega lokið í bili. En sendir boltann til ríkis og vinnumarkaðar. Jón Gunnar Bentsson aðahagfræðingur Íslandsbanka telur peningastefnunefnd SÍ andvarpa af létti yfir að verð á húsnæði sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00