Erlent

Myrtu bæjar­stjórann og sau­tján aðra

Bjarki Sigurðsson skrifar
Líklegt er að bæjarstjórinn Conrado Mendoza Almeda hafi verið skotmark árásarinnar. Til hægri má sjá skotgöt eftir árásina í ráðhúsinu.
Líklegt er að bæjarstjórinn Conrado Mendoza Almeda hafi verið skotmark árásarinnar. Til hægri má sjá skotgöt eftir árásina í ráðhúsinu. Lögreglan í Totolapan/EPA

Byssumenn brutu sér leið inn í ráðhús smábæjar í vesturhluta Mexíkó og skutu bæjarstjórann og sautján aðra til bana. Talið er að glæpagengi beri ábyrgð á árásinni.

Mennirnir réðust inn í ráðhúsið í San Miguel Totolapan um klukkan tvö í gær að staðartíma. Bæjarstjórinn, Conrado Mendoza Almeda, var skotinn þar til bana ásamt fleiri starfsmönnum ráðhússins. Stjórnmálaflokkur Almeda hefur gagnrýnt skotárásina og kallað hana huglausa.

Talið er að glæpagengið Los Tequileros, Tekíladrykkjumennirnir, beri ábyrgð á skotárásinni. Þeir hafa áður hótað bæjarstjórum á svæðinu. Að sögn BBC tilkynntu þeir komu sína í bæinn á samfélagsmiðlum stuttu fyrir árásina. Yfirvöld í Mexíkó hafa sent fjölda hermanna á svæðið til þess að finna mennina sem tóku þátt í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×