Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2022 11:46 Juergen Boos ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Stjórnarráð Íslands Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veitti Juergen Boos, forstjóra Bókastefnunnar í Frankfurt, alþjóðlegu Vigdísarverðlaunin 2022 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningarheima og þýðingastarfs. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Standa vörð um tungumál og menningu „Stuðningur Vigdísar við mikilvægi tungumála og menningar hefur öðrum þræði einkennt ævistarf hennar. Sem velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO (Mennta, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna) hefur hún lagt ríka áherslu á að efla tungumál fámennra málsamfélaga og standa þannig vörð um fjölbreytni tungumála og menningar,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráð Íslands. Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin fyrir störf sín við Bókamessuna í Frankfurt sem er stærsta og áhrifamesta bókastefna heims. „Bókastefnan kynnir bókmenntir frá öllum heimshornum, einnig þær sem skrifaðar eru á tungumálum fámennra málsamfélaga. Árlega býður bókastefnan einu landssvæði að vera heiðursgestur en til að mynda voru bókmenntir frá Íslandi í kastljósinu árið 2011. Í störfum sínum á vegum bókastefnunnar hefur Juergen Boos vakið athygli á ríkidæmi tungumála og menningararfs í heimi bókmennta og veitt þar með höfundum, þýðendum, útgefendum og viðkomandi málsvæðum ómældan stuðning,“ segir um verðlaunahafann. „Juergen Boos varð forstjóri og stjórnarformaður Bókastefnunnar í Frankfurt árið 2005. Hann er jafnframt formaður LITPROM, félags sem kynnir með markvissum hætti afrískar, asískar og rómansk-amerískar bókmenntir, og starfandi formaður LitCam, nefndar sem hefur það að markmiði að efla læsi. Hann var sæmdur austurrískri heiðursorðu fyrir vísindi og listir árið 2017 og ári seinna útnefndur riddari af orðu bókmennta og lista í sendiráði Frakklands í Berlín. Juergen Boos er meðlimur vísindanefndar Sheikh Zayed bókaverðlaunanna og Akademíu þýsku bókmenntaverðlaunanna.“ Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021), og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna frá 2022 sitja Rósa Signý Gísladóttir dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands, Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilefnd af Vigdísarstofnun, og Sigtryggur Magnason, íslenskufræðingur og aðstoðarmaður innviðaráðherra, tilnefndur af menningarmálaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni. Menning Bókmenntir Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningarheima og þýðingastarfs. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Standa vörð um tungumál og menningu „Stuðningur Vigdísar við mikilvægi tungumála og menningar hefur öðrum þræði einkennt ævistarf hennar. Sem velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO (Mennta, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna) hefur hún lagt ríka áherslu á að efla tungumál fámennra málsamfélaga og standa þannig vörð um fjölbreytni tungumála og menningar,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráð Íslands. Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin fyrir störf sín við Bókamessuna í Frankfurt sem er stærsta og áhrifamesta bókastefna heims. „Bókastefnan kynnir bókmenntir frá öllum heimshornum, einnig þær sem skrifaðar eru á tungumálum fámennra málsamfélaga. Árlega býður bókastefnan einu landssvæði að vera heiðursgestur en til að mynda voru bókmenntir frá Íslandi í kastljósinu árið 2011. Í störfum sínum á vegum bókastefnunnar hefur Juergen Boos vakið athygli á ríkidæmi tungumála og menningararfs í heimi bókmennta og veitt þar með höfundum, þýðendum, útgefendum og viðkomandi málsvæðum ómældan stuðning,“ segir um verðlaunahafann. „Juergen Boos varð forstjóri og stjórnarformaður Bókastefnunnar í Frankfurt árið 2005. Hann er jafnframt formaður LITPROM, félags sem kynnir með markvissum hætti afrískar, asískar og rómansk-amerískar bókmenntir, og starfandi formaður LitCam, nefndar sem hefur það að markmiði að efla læsi. Hann var sæmdur austurrískri heiðursorðu fyrir vísindi og listir árið 2017 og ári seinna útnefndur riddari af orðu bókmennta og lista í sendiráði Frakklands í Berlín. Juergen Boos er meðlimur vísindanefndar Sheikh Zayed bókaverðlaunanna og Akademíu þýsku bókmenntaverðlaunanna.“ Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021), og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna frá 2022 sitja Rósa Signý Gísladóttir dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands, Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilefnd af Vigdísarstofnun, og Sigtryggur Magnason, íslenskufræðingur og aðstoðarmaður innviðaráðherra, tilnefndur af menningarmálaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni.
Menning Bókmenntir Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira