Milljónir vildu losna við Haaland Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 10:01 Erling Haaland er ekki á förum frá Englandi í bráð. Getty/Pedro Salado Yfir tvær milljónir manna tóku þátt í undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að Erling Haaland yrði vikið úr ensku úrvalsdeildinni „fyrir að vera vélmenni“. Haaland hefur verið stórkostlegur fyrstu mánuði sína sem leikmaður Manchester City og þegar skorað nítján mörk í tólf leikjum. Að auki hefur hann gefið þrjár stoðsendingar. Norðmaðurinn ætti líklega að líta á það sem hrós frekar en nokkuð annað að stuðningsmenn annarra liða eru farnir að óttast hann svo mikið að þeir vilja losna við hann frá Englandi. Svo langt gengu gárungarnir að setja af stað undirskriftasöfnun á sérstökum undirskriftasöfnunarvef breskra stjórnvalda, með yfirskriftinni: „Undirskriftasöfnun til að Erling Haaland verði fjarlægður úr ensku úrvalsdeildinni fyrir að vera vélmenni“. Svona leit undirskriftasöfnunin út. Skjáskotið var tekið snemma í söfnuninni en yfir 2 milljónir skrifuðu undir áður en söfnunin var fjarlægð af síðu breskra stjórnvalda.Skjáskot/petition.parliament.uk Spænski miðillinn AS segir að yfir tvær milljónir undirskrifta hafi verið komnar áður en að söfnunin var fjarlægð af síðunni. Bresk stjórnvöld virðast því ekkert ætla að gera í málinu heldur leyfa Haaland að raða áfram inn mörkum af sinni alkunnu snilld. Fleiri undirskriftasafnanir með þeirri yfirskrift að koma eigi Haaland frá Englandi hafa þó verið settar í gang, til að mynda á Change.org. Haaland er með samning við Manchester City sem gildir til ársins 2027. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, sagði frá því í vikunni að orðrómar þess efnis að einhvers konar klásúla væri í samningnum, sem gerði Haaland kleift að fara til annars félags fyrir ákveðna upphæð, væru ósannir. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Haaland hefur verið stórkostlegur fyrstu mánuði sína sem leikmaður Manchester City og þegar skorað nítján mörk í tólf leikjum. Að auki hefur hann gefið þrjár stoðsendingar. Norðmaðurinn ætti líklega að líta á það sem hrós frekar en nokkuð annað að stuðningsmenn annarra liða eru farnir að óttast hann svo mikið að þeir vilja losna við hann frá Englandi. Svo langt gengu gárungarnir að setja af stað undirskriftasöfnun á sérstökum undirskriftasöfnunarvef breskra stjórnvalda, með yfirskriftinni: „Undirskriftasöfnun til að Erling Haaland verði fjarlægður úr ensku úrvalsdeildinni fyrir að vera vélmenni“. Svona leit undirskriftasöfnunin út. Skjáskotið var tekið snemma í söfnuninni en yfir 2 milljónir skrifuðu undir áður en söfnunin var fjarlægð af síðu breskra stjórnvalda.Skjáskot/petition.parliament.uk Spænski miðillinn AS segir að yfir tvær milljónir undirskrifta hafi verið komnar áður en að söfnunin var fjarlægð af síðunni. Bresk stjórnvöld virðast því ekkert ætla að gera í málinu heldur leyfa Haaland að raða áfram inn mörkum af sinni alkunnu snilld. Fleiri undirskriftasafnanir með þeirri yfirskrift að koma eigi Haaland frá Englandi hafa þó verið settar í gang, til að mynda á Change.org. Haaland er með samning við Manchester City sem gildir til ársins 2027. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, sagði frá því í vikunni að orðrómar þess efnis að einhvers konar klásúla væri í samningnum, sem gerði Haaland kleift að fara til annars félags fyrir ákveðna upphæð, væru ósannir.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira