Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2022 12:16 Íbúar Mýrdalshrepps og gestir þeirra hafa meira en nóg að gera við að sækja alla viðburði hátíðarinnar. Aðsend Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna. Regnbogahátíðin er nú haldin í sextánda sinn en hún er alltaf haldin að hausti þegar aðrar bæjarhátíðir í landinu eru búnar. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og lýkur síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar. “Það er ýmislegt í gangi og hér liggur fegurðin í fjölbreytileikanum. Við erum svo heppin hér í Mýrdalshreppi að vera mjög fjölbreytt samfélag og það kemur mjög sterkt í gegn í Regnboganum,” segir Harpa Elín og bætir við. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt.Aðsend “Þetta er mjög mikið hátíð Mýrdælinga því fólk er að taka virkan þátt. Það er verið að skreyta húsin og að er verið að bjóða í opin hús þar sem fólk er að sýna hvað það er að gera heima fyrir og svo eru líka tónleikar, klassískir, popp og allskonar.” Í gærkvöldi var alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu, sem er einn af hápunktum hátíðarinnar og í dag er fjölbreytt dagskrá eins og Regnbogamarkaðurinn í Leikskálum og fjölbreytt barnadagskrá verður í gangi. “Og svo er það hann Skaftfellingur en við erum náttúrulega með það merka skip hjá okkur í Skaftfellingsskemmu, mikil stjarna hérna hjá okkur. Nú ætlum við að halda svolítið upp á það skip því það á mikla og merkileg sögu og akkúrat í ár eru 80 ár frá því að þeir á skipinu björguðu þýskum hermönnum í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni," segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar.Aðsend Í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Vík og í kjölfarið verður haldið ball með hljómsveitinni nítján hundruð, sem er með miklar Mýrdælskarrætur. Í fyrramálið verður síðan hátíðarmessa í Víkurkirkju og kaffi á eftir og síðdegis mættir KK í kirkjuna með tónleika, sem verður síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar 2022. Hér má sjá dagskrá Regnbogahátíðarinnar, sem allir eru velkomnir á. Eitt af atriðum hátíðarinnar.Aðsend Mýrdalshreppur Menning Tónlist Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Regnbogahátíðin er nú haldin í sextánda sinn en hún er alltaf haldin að hausti þegar aðrar bæjarhátíðir í landinu eru búnar. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og lýkur síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar. “Það er ýmislegt í gangi og hér liggur fegurðin í fjölbreytileikanum. Við erum svo heppin hér í Mýrdalshreppi að vera mjög fjölbreytt samfélag og það kemur mjög sterkt í gegn í Regnboganum,” segir Harpa Elín og bætir við. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt.Aðsend “Þetta er mjög mikið hátíð Mýrdælinga því fólk er að taka virkan þátt. Það er verið að skreyta húsin og að er verið að bjóða í opin hús þar sem fólk er að sýna hvað það er að gera heima fyrir og svo eru líka tónleikar, klassískir, popp og allskonar.” Í gærkvöldi var alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu, sem er einn af hápunktum hátíðarinnar og í dag er fjölbreytt dagskrá eins og Regnbogamarkaðurinn í Leikskálum og fjölbreytt barnadagskrá verður í gangi. “Og svo er það hann Skaftfellingur en við erum náttúrulega með það merka skip hjá okkur í Skaftfellingsskemmu, mikil stjarna hérna hjá okkur. Nú ætlum við að halda svolítið upp á það skip því það á mikla og merkileg sögu og akkúrat í ár eru 80 ár frá því að þeir á skipinu björguðu þýskum hermönnum í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni," segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar.Aðsend Í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Vík og í kjölfarið verður haldið ball með hljómsveitinni nítján hundruð, sem er með miklar Mýrdælskarrætur. Í fyrramálið verður síðan hátíðarmessa í Víkurkirkju og kaffi á eftir og síðdegis mættir KK í kirkjuna með tónleika, sem verður síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar 2022. Hér má sjá dagskrá Regnbogahátíðarinnar, sem allir eru velkomnir á. Eitt af atriðum hátíðarinnar.Aðsend
Mýrdalshreppur Menning Tónlist Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira