Nýr heimavöllur heimsleikanna í CrossFit einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur keppt á fjölmörgum heimsleikum og var hársbreidd frá verðlaunasæti með liðinu á heimsleikunum í ár. Instagram/@anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit eru á leiðinni í burtu frá Madison í Wisconsin fylki því frá á með árinu 2024 verða heimsleikarnir haldnir í borginni í Birmingham í Alabama fylki. Morning Chalk Up staðfesti breytinguna en það var lengi vitað að CrossFit samtökin væru að leita að nýjum framtíðarstað fyrir heimsleikanna. Þetta verður þriðji heimavöllur heimsleikanna í sögunni en til að byrja með voru leikarnir haldnir í Carson í Kaliforníu fylki. Þeir fluttu síðan til Madison árið 2017 og hafa farið fram þar fyrir utan kórónuveiruárið 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Leikarnir fara fram í sjötta og síðasta skiptið í Madison á næsta ári. Frá árinu 2024 til 2027 munu heimsleikarnir hafa aðalaðsetur í Birmingham Crossplex sem er fjölhæf íþróttahöll í miðbænum. Allar aðstæður eru góðar fyrir sjálfa íþróttakeppnina en menn hafa aftur á móti meiri áhyggjur af öðrum hlutum. Alabama er eitt af suðurríkjunum og það er ljóst að hitinn gæti spilað enn stærra hlutverk á leikunum þar þó að það sé oft nógu heitt í Wisconsin fylki um mánaðamótin júlí-ágúst. Það er meðaltali fimm gráðu heitara þarna í Birmingham en í Madison og um leið hærra rakastig. Það er ekki öllum sem lýst allt of vel á þessa breytingu. Madison hefur unnið hug og hjörtu flestra sem þangað hafa komið enda mjög hugguleg borg í norður Bandaríkjunum. Nýi heimavöllur heimsleikanna er nefnilega einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum ef marka má tölfræðilegar upplýsingum um fjölda glæpa og morða. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem mun væntanlega eiga fullt af skjólstæðingum á komandi heimsleikum alveg eins og í ár setti spurningarmerki við þessar fréttir á samfélagsmiðlum sínum. Snorri Barón deildi meðal annars upplýsingum um að borgin Birmingham í Alabama fylki hafi lengi verið við toppinn á lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem mest eru um glæpi og morð. Morning Chalk Up ræddi þessar breytingar í áhugaverðu myndbandi sem er aðgengilegt hér fyrir neðan en þar ræðir Lauren Kalil við þá Dex Hopkins og Brent Fikowski. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MJ12EuQ7P1U">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Morning Chalk Up staðfesti breytinguna en það var lengi vitað að CrossFit samtökin væru að leita að nýjum framtíðarstað fyrir heimsleikanna. Þetta verður þriðji heimavöllur heimsleikanna í sögunni en til að byrja með voru leikarnir haldnir í Carson í Kaliforníu fylki. Þeir fluttu síðan til Madison árið 2017 og hafa farið fram þar fyrir utan kórónuveiruárið 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Leikarnir fara fram í sjötta og síðasta skiptið í Madison á næsta ári. Frá árinu 2024 til 2027 munu heimsleikarnir hafa aðalaðsetur í Birmingham Crossplex sem er fjölhæf íþróttahöll í miðbænum. Allar aðstæður eru góðar fyrir sjálfa íþróttakeppnina en menn hafa aftur á móti meiri áhyggjur af öðrum hlutum. Alabama er eitt af suðurríkjunum og það er ljóst að hitinn gæti spilað enn stærra hlutverk á leikunum þar þó að það sé oft nógu heitt í Wisconsin fylki um mánaðamótin júlí-ágúst. Það er meðaltali fimm gráðu heitara þarna í Birmingham en í Madison og um leið hærra rakastig. Það er ekki öllum sem lýst allt of vel á þessa breytingu. Madison hefur unnið hug og hjörtu flestra sem þangað hafa komið enda mjög hugguleg borg í norður Bandaríkjunum. Nýi heimavöllur heimsleikanna er nefnilega einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum ef marka má tölfræðilegar upplýsingum um fjölda glæpa og morða. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem mun væntanlega eiga fullt af skjólstæðingum á komandi heimsleikum alveg eins og í ár setti spurningarmerki við þessar fréttir á samfélagsmiðlum sínum. Snorri Barón deildi meðal annars upplýsingum um að borgin Birmingham í Alabama fylki hafi lengi verið við toppinn á lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem mest eru um glæpi og morð. Morning Chalk Up ræddi þessar breytingar í áhugaverðu myndbandi sem er aðgengilegt hér fyrir neðan en þar ræðir Lauren Kalil við þá Dex Hopkins og Brent Fikowski. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MJ12EuQ7P1U">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira