Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 10:35 Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar birtu myndir af Kim Jong-un einræðisherra hafa „umsjón“ með eldflaugatilraunum. AP/KCNA Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. Norðurkóreumenn hafa sjö sinnum skotið eldflaugum á loft í kringum nýlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suðurkóreumanna. Norðamenn líta á slíkar æfinar sem undirbúning fyrir innrás. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu héldu því fram í dag að eldflaugarskotin hafi verið liður í hermun á kjarnavopnaárásum. Herinn hafi komið gervikjarnaoddum fyrir í eldflaugunum. Hermunin hafi verið á árásum á herstöðvar, hafnir og flugvelli sunnan landamæranna. Æfingarnar hafi verið viðvörun fyrir bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld og þær sýni að Norðurkóreumenn geti gereytt skotmörkum hvar sem er og hvenær sem er. Tilkynningin var send út á sjötugasta og sjöunda afmælisdegi Verkamannaflokks Norður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hún hafi verið liður í að styrkja ímynd Kim sem sterks leiðtoga á sama tíma og landið glímir við erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Norðurkóreumenn eru nú sagðir undirbúa fyrstu tilraunir sínar með kjarnavopn í fimm ár. Þeir gætu einnig reynt að prófa skammdræga kjarnaodda sem hægt er að nota til að skjóta stýriflaugum á vígvelli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kim lét breyta lögum um notkun kjarnavopna í síðustu viku. Nú má hann nota kjarnavopn að fyrrabragði en samkvæmt eldri lögum mátti aðeins beita þeim til að verjast árás. Norður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Norðurkóreumenn hafa sjö sinnum skotið eldflaugum á loft í kringum nýlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suðurkóreumanna. Norðamenn líta á slíkar æfinar sem undirbúning fyrir innrás. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu héldu því fram í dag að eldflaugarskotin hafi verið liður í hermun á kjarnavopnaárásum. Herinn hafi komið gervikjarnaoddum fyrir í eldflaugunum. Hermunin hafi verið á árásum á herstöðvar, hafnir og flugvelli sunnan landamæranna. Æfingarnar hafi verið viðvörun fyrir bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld og þær sýni að Norðurkóreumenn geti gereytt skotmörkum hvar sem er og hvenær sem er. Tilkynningin var send út á sjötugasta og sjöunda afmælisdegi Verkamannaflokks Norður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hún hafi verið liður í að styrkja ímynd Kim sem sterks leiðtoga á sama tíma og landið glímir við erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Norðurkóreumenn eru nú sagðir undirbúa fyrstu tilraunir sínar með kjarnavopn í fimm ár. Þeir gætu einnig reynt að prófa skammdræga kjarnaodda sem hægt er að nota til að skjóta stýriflaugum á vígvelli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kim lét breyta lögum um notkun kjarnavopna í síðustu viku. Nú má hann nota kjarnavopn að fyrrabragði en samkvæmt eldri lögum mátti aðeins beita þeim til að verjast árás.
Norður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25
Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09
Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54