Hinn 38 ára gamli Bandaríkjamaður tryggði sér sigur á LIV með því að vinna Golf Invitational mótið í Boston í september en hann var á topp tíu á fimm af sex mótum.
Johnson endaði í sextánda sæti í næstsíðasta mótinu í Bangkok um helgina en var samt með 42 stiga forskot á endanum og sigurinn því í höfn. Lokamótið fer fram í Jeddah frá 14. til 16. október.
Johnson hafði unnið sér samtals inn 75 milljónir dollara á öllum ferli sínum á PGA-mótaröðinni en fékk 18 milljónir dollara fyrir sigur sinn á LIV.
„Það er stórt fyrir mig að tryggja sér sigur í einstaklingskeppninni. Það er heiður að verða fyrsti meistarinn á LIV mótaröðinni,“ sagði Dustin Johnson.
Sá sem endar í öðru sæti fær átta milljónir dollara en þriðja sætið gefur fjórar milljónir dollara.
LIV mótaröðin fór af stað í óþökk bandarísku meistararaðarinnar, PGA, og þeir sem keppa í LIV eiga ekki afturkvæmt inn á móti PGA.