BBC segir frá því að um þúsund manns sinni nú björgunarstörfum á hamfarasvæðinu.
„Við reynum að bjarga öllum þeim sem við getum og vottum samúð til allra þeirra sem hafa misst ástvini,“ segir Delcy Rodríguez, varaforseti landsins.
Nicolás Maduro, forseti landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg til að minnast hinna látnu.
Miklar rigningar hafa valdið því að fljótið El Pato hefur flætt yfir bakka sína og hafa flóðin hrifsað með sér tré, bíla og hús í bænum sem er að finna um fimmtíu kílómetra vestur af höfuðborginni Caracas.