„Mest krefjandi ferð okkar til þessa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2022 13:30 Sigrún Ósk fer af stað með nýja þáttaröð sunnudaginn 23. október. Fimmta þáttaröð af Leitinni að upprunanum fer í loftið sunnudagskvöldið 23. október, en í henni leita fimm Íslendingar uppruna síns um víða veröld. „Þáttaröðin hefur verið í vinnslu í nokkur ár enda setti faraldurinn allt á hliðina hjá okkur eins og öðrum. En nú er hún loksins á leið í loftið, eftir langan undirbúning, blóð, svita og tár,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónamaður þáttanna. Allir sem eru með í þáttunum núna eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddir hingað til lands. „Sögur þeirra eru samt mjög ólíkar. Sum voru ákveðin í að leita upprunans allt frá barnæsku og aðrir höfðu engan áhuga fyrr en á fullorðinsárum. Það er líka svo magnað hvað þessar sögur og þessi mál geta komið manni á óvart, alltaf þegar maður heldur að nú sé maður búinn að sjá allt þá gerist eitthvað óvænt og nýtt. Raunveruleikinn oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Ég held það megi líka fullyrða að í þessari þáttaröð fái fólk að sjá mest krefjandi ferð okkar til þessa, en við fórum í níu flugferðir á örfáum dögum í Kólumbíu,“ segir Sigrún en hún og teymið flaug landið þvert og endilagt í leit að fólki. „Hin löndin sem við heimsækjum eru Gvatemala og Sri Lanka. Ég er kannski ekki hlutlaus, en ég mæli með að fólk taki þessi sex sunnudagskvöld frá og fylgist vel með frá byrjun.“ Meðfylgjandi er stikla þar sem fólk getur fengið að sjá örlítið sýnishorn af því sem er væntanlegt á skjáinn. Leitin að upprunanum Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
„Þáttaröðin hefur verið í vinnslu í nokkur ár enda setti faraldurinn allt á hliðina hjá okkur eins og öðrum. En nú er hún loksins á leið í loftið, eftir langan undirbúning, blóð, svita og tár,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónamaður þáttanna. Allir sem eru með í þáttunum núna eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddir hingað til lands. „Sögur þeirra eru samt mjög ólíkar. Sum voru ákveðin í að leita upprunans allt frá barnæsku og aðrir höfðu engan áhuga fyrr en á fullorðinsárum. Það er líka svo magnað hvað þessar sögur og þessi mál geta komið manni á óvart, alltaf þegar maður heldur að nú sé maður búinn að sjá allt þá gerist eitthvað óvænt og nýtt. Raunveruleikinn oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Ég held það megi líka fullyrða að í þessari þáttaröð fái fólk að sjá mest krefjandi ferð okkar til þessa, en við fórum í níu flugferðir á örfáum dögum í Kólumbíu,“ segir Sigrún en hún og teymið flaug landið þvert og endilagt í leit að fólki. „Hin löndin sem við heimsækjum eru Gvatemala og Sri Lanka. Ég er kannski ekki hlutlaus, en ég mæli með að fólk taki þessi sex sunnudagskvöld frá og fylgist vel með frá byrjun.“ Meðfylgjandi er stikla þar sem fólk getur fengið að sjá örlítið sýnishorn af því sem er væntanlegt á skjáinn.
Leitin að upprunanum Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira