„Konur geta verið allt sem þær vilja án þess að gefa afslátt af kynþokkanum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. október 2022 11:30 Tónlistarkonan Heía frumsýnir tónlistarmyndband hér á Lífinu á Vísi við lagið Pamela. Aðsend Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Pamela með söngkonunni Heíu sem heitir réttu nafni Helga Soffía Ólafsdóttir. Blaðamaður tók púlsinn á Heíu og fékk að heyra nánar frá innblæstrinum á bak við myndbandið. Hér má sjá myndbandið: Klippa: Heía - Pamela Kjartan Trauner leikstýrði myndbandinu ásamt því að sjá um myndatöku og klipp en lagið er eftir Heíu sjálfa og Hildi Kristínu Stefánsdóttur og kom út í sumar. Lagið sækir innblástur í líf Pamelu Anderson og kom hugmyndin út frá þáttaseríunni Pam & Tommy. „Lagið snýst um að konur megi owna kynþokkann sinn og á sama tíma eiga þær skilið virðingu, ekki stimplaðar sem einungis kyntákn. Þetta lag snýst um að konur geti verið allt sem þær vilja, gáfaðar og klárar, án þess að gefa afslátt af kynþokkanum.“ View this post on Instagram A post shared by helga soffi a o lafsdo ttir / heía (@helgasoffia) Kvennakraftur og gamlar áheyrnarprufur Heía segir lagið algjört „girl power anthem“ og má heyra nöfn kvenna í textanum sem Heía lítur upp til. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa verið brautryðjendur og þurft að berjast fyrir því að láta taka sig alvarlega. „Hugmyndin að tónlistarmyndbandinu var að reyna að líkja sem mest eftir gömlum áheyrnarprufu upptökum (e. audition tapes) frá tíunda áratugnum og höfðum við því til hliðsjónar prufu vídeó sem frægir leikarar hafa gert til þess að reyna að fá hlutverk. Kjartan Trauner leikstjóri hefur mikið dálæti á gömlum myndavélum og notaði því einungis gamlar myndavélar frá tíunda áratugnum við myndbandið, eins og Hi-8 cameruna frægu frá árinu 1993, til þess að ná fram sömu gæðum.“ View this post on Instagram A post shared by helga soffi a o lafsdo ttir / heía (@helgasoffia) Í anda Pamelu Anderson Heía segir ferlið við gerð myndbands með slíkum vélum töluvert öðruvísi frá því sem þekkist í dag. „Það þarf að taka allt efnið upp á vídeóspólur og gera það töluvert frumstæðara. Til þess að ná lúkkinu sem við vildum ákváðum við að setja enga effekta á eða litabreyta neinu heldur leyfa eiginleikum gömlu myndbandsvélanna að njóta sín. Þannig fengum við þetta sanna 90’s útlit á allt vídeóið, alveg í anda Pamelu Anderson.“ Hugmyndin var að hafa Heíu á setti eins og hún væri að fara í prufu fyrir bíómynd, að læra línur og reyna að koma vel fyrir í mynd. Fatnaður og stíll hennar sótti innblástur í Pamelu og fötum sem Pamela sjálf gekk í. Pamela Anderson er innblástur fyrir tónlistarmyndband og lag Heíu.Getty/Mitchell Gerber Öflugt tónlistarnám Heía býr í Noregi þar sem hún stundar nám við LIMPI. „LIMPI er tónlistarskóli sem var stofnaður til þess að koma nemendum út í tónlistarlífið og á sama tíma hjálpa þeim að venjast þeim stóra markaði með því að hafa námið eins líkt raunverulegum heimi tónlistarfólks og hægt er. Nemendur fá að vinna með alls konar fólki, læra á bransann, læra að taka upp og pródúsera lög og sérhæfa sig í mismunandi tónlist, þó aðallega í popptónlist. Við lærum einnig að styrkja ímynd okkar sem tónlistarmenn og á sama tíma fá nemendur hjálp frá nýjum mentor úr tónlistarheiminum í hverri viku,“ segir Heía og bætir að lokum við að hún hlakki til að halda áfram með námið sitt úti og koma enn sterkari til baka þar sem hún verður tilbúin að gefa út enn betri og meiri tónlist. View this post on Instagram A post shared by helga soffi a o lafsdo ttir / heía (@helgasoffia) Tónlist Tengdar fréttir „Stimplaðar sem einungis kyntákn“ Söngkonan Helga Soffía, einnig kölluð Heía var að gefa út sitt fyrsta lag eftir að hafa verið uppgötvuð í skólasöngleiknum Clueless. Ásamt því að syngja er hún einnig lagahöfundur og leikkona sem er að vinna að sinni fyrstu EP plötu. 8. júlí 2022 10:31 Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Klippa: Heía - Pamela Kjartan Trauner leikstýrði myndbandinu ásamt því að sjá um myndatöku og klipp en lagið er eftir Heíu sjálfa og Hildi Kristínu Stefánsdóttur og kom út í sumar. Lagið sækir innblástur í líf Pamelu Anderson og kom hugmyndin út frá þáttaseríunni Pam & Tommy. „Lagið snýst um að konur megi owna kynþokkann sinn og á sama tíma eiga þær skilið virðingu, ekki stimplaðar sem einungis kyntákn. Þetta lag snýst um að konur geti verið allt sem þær vilja, gáfaðar og klárar, án þess að gefa afslátt af kynþokkanum.“ View this post on Instagram A post shared by helga soffi a o lafsdo ttir / heía (@helgasoffia) Kvennakraftur og gamlar áheyrnarprufur Heía segir lagið algjört „girl power anthem“ og má heyra nöfn kvenna í textanum sem Heía lítur upp til. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa verið brautryðjendur og þurft að berjast fyrir því að láta taka sig alvarlega. „Hugmyndin að tónlistarmyndbandinu var að reyna að líkja sem mest eftir gömlum áheyrnarprufu upptökum (e. audition tapes) frá tíunda áratugnum og höfðum við því til hliðsjónar prufu vídeó sem frægir leikarar hafa gert til þess að reyna að fá hlutverk. Kjartan Trauner leikstjóri hefur mikið dálæti á gömlum myndavélum og notaði því einungis gamlar myndavélar frá tíunda áratugnum við myndbandið, eins og Hi-8 cameruna frægu frá árinu 1993, til þess að ná fram sömu gæðum.“ View this post on Instagram A post shared by helga soffi a o lafsdo ttir / heía (@helgasoffia) Í anda Pamelu Anderson Heía segir ferlið við gerð myndbands með slíkum vélum töluvert öðruvísi frá því sem þekkist í dag. „Það þarf að taka allt efnið upp á vídeóspólur og gera það töluvert frumstæðara. Til þess að ná lúkkinu sem við vildum ákváðum við að setja enga effekta á eða litabreyta neinu heldur leyfa eiginleikum gömlu myndbandsvélanna að njóta sín. Þannig fengum við þetta sanna 90’s útlit á allt vídeóið, alveg í anda Pamelu Anderson.“ Hugmyndin var að hafa Heíu á setti eins og hún væri að fara í prufu fyrir bíómynd, að læra línur og reyna að koma vel fyrir í mynd. Fatnaður og stíll hennar sótti innblástur í Pamelu og fötum sem Pamela sjálf gekk í. Pamela Anderson er innblástur fyrir tónlistarmyndband og lag Heíu.Getty/Mitchell Gerber Öflugt tónlistarnám Heía býr í Noregi þar sem hún stundar nám við LIMPI. „LIMPI er tónlistarskóli sem var stofnaður til þess að koma nemendum út í tónlistarlífið og á sama tíma hjálpa þeim að venjast þeim stóra markaði með því að hafa námið eins líkt raunverulegum heimi tónlistarfólks og hægt er. Nemendur fá að vinna með alls konar fólki, læra á bransann, læra að taka upp og pródúsera lög og sérhæfa sig í mismunandi tónlist, þó aðallega í popptónlist. Við lærum einnig að styrkja ímynd okkar sem tónlistarmenn og á sama tíma fá nemendur hjálp frá nýjum mentor úr tónlistarheiminum í hverri viku,“ segir Heía og bætir að lokum við að hún hlakki til að halda áfram með námið sitt úti og koma enn sterkari til baka þar sem hún verður tilbúin að gefa út enn betri og meiri tónlist. View this post on Instagram A post shared by helga soffi a o lafsdo ttir / heía (@helgasoffia)
Tónlist Tengdar fréttir „Stimplaðar sem einungis kyntákn“ Söngkonan Helga Soffía, einnig kölluð Heía var að gefa út sitt fyrsta lag eftir að hafa verið uppgötvuð í skólasöngleiknum Clueless. Ásamt því að syngja er hún einnig lagahöfundur og leikkona sem er að vinna að sinni fyrstu EP plötu. 8. júlí 2022 10:31 Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Stimplaðar sem einungis kyntákn“ Söngkonan Helga Soffía, einnig kölluð Heía var að gefa út sitt fyrsta lag eftir að hafa verið uppgötvuð í skólasöngleiknum Clueless. Ásamt því að syngja er hún einnig lagahöfundur og leikkona sem er að vinna að sinni fyrstu EP plötu. 8. júlí 2022 10:31